Vinstri-græn hafa reynt fyrir sér í útgáfumálum með frekar döprum árangri. Þau héldu um nokkurt skeið úti vefsíðunni Smugunni sem lagði upp laupana með þeim orðum að hún yrði opnuð aftur fengist einhver til að kosta hana. Hún er enn lokuð og hefur verið í marga mánuði.
Fyrir skömmu var greint frá gögnum frá starfsmannasamtökum ríkisútvarpsins þar sem sagði meðal annars:
„Undanfarin ár hefur ríkt pukur í stjórnkerfinu varðandi málefni RÚV og lítið sem ekkert samráð haft við starfsfólk. Dæmi um slíkt var í kringum smíði frumvarpsins um RÚV á síðasta kjörtímabili þegar “skuggahópur„ fyrri ríkisstjórnar stýrði öllum helstu málum á bak við tjöldin.“
Ingimar Karl Helgason sem starfaði hjá Smugunni. Hann sagði á vefsíðu sinni 24. janúar 2013:
„Stundum er talað um skuggastjórnendur. Enda þótt hugtakið finnist ekki í lagasafni, þá er það til í almennu máli. Það þýðir að sá sem stýrir hefur ekki formlega stöðu, en þegar hann skipar er honum hlýtt.“
Nú hafa vinstri-grænir ekki aðstöðu til að láta „skuggahóp“ sinn stjórna ríkisútvarpinu í skjóli Katrínar Jakobsdóttur. Þeir hafa hins vegar komið ár sinni fyrir borð hjá Ámunda Ámundasyni sem er útgefandi og ábyrgðarmaður vikublaðsins Reykjavík sem dreift er ókeypis til höfuðborgarbúa.
Ingimar Karl Helgason hefur tekið að sér ritstjórn Reykjavíkur og þar er engin skuggastjórn. Ritstjórinn gengur hreint til verks og birtir efni á borð við það sem mátti lesa á Smugunni og leiddi til þess að enginn vildi leggja útgáfu hennar fjárhagslegt lið. Það er með nokkrum ólíkindum að menn kjósi frekar að festa fé í sömu efnistökum með kaupum á auglýsingum í vikublaðinu Reykjavík.
Bj. Bj.
Björn Bjarnason var þingmaður Sjálfstæðisflokksins frá árinu 1991 til 2009. Hann var menntamálaráðherra 1995 til 2002 og dóms- og kirkjumálaráðherra frá 2003 til 2009. Björn var blaðamaður á Morgunblaðinu og síðar aðstoðarritstjóri 1979 til 1991.
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Þáttaskil - hlé á útgáfu Evrópuvaktarinnar
Þriðjudaginn 27. apríl 2010 sá vefsíðan Evrópuvaktin dagsins ljós. Nú er komið að þáttaskilum. Á Evrópuvaktinni hefur verið lögð áhersla á málefni tengd Evrópusambandinu, þróun evrópskra stjórnmála og efnahagsmála auk umræðna hér á landi um þessi mál og tengsl Íslands og Evrópusambandsins. Þá hefu...
Easy-Jet fækkar ferðum London-Moskva um helming
Brezka flugfélagið Easy-Jet hefur fækkað ferðum á flugleiðinni London-Moskva um helming. Ástæðan er minnkandi eftirspurn og að sögn Moskvutíðinda eru önnur alþjóðleg flugfélög að gera hið sama. Farþegum á þessari flugleið hefur fækkað um 20% það sem af er þessu ári samanborið við sama tíma fyrir ári. Ástæðan er staða rúblunnar og versnandi alþjóðleg samskipti vegna deilunnar um Úkraínu.
Pengingaþvætti fyrir alþjóðlega glæpahringi ógnar bankakerfi Andorra
Athygli beinist að bankakerfinu í Andorra um þessar mundir og yfirvofandi hruni þess.
PIMCO: Evrusvæðið á sér ekki framtíð að óbreyttu
Forsvarsmenn PIMCO, stærsta skuldabréfasjóðs heims, segja að evrusvæðið eigi sér ekki framtíð nema evruríkin sameinist í eins konar „Bandaríkjum Evrópu“. Í því felst að sögn Daily Telegraph að aðildarríkin afsali sér sjálfstæði sínu. Talsmaður PIMCO bendir á að veikur hagvöxtur á evrusvæðinu h...