Ekkert er seðlabanka dýrmætara en trúverðugleiki. Eftir að Jóhanna Sigurðardóttir varð forsætisráðherra 1. febrúar 2009 hefur hvað eftir annað verið vegið að trúverðugleika Seðlabanka Íslands. Framganga Jóhönnu gagnvart bankastjórunum þremur sem hún hrakti úr embætti með tilstyrk meirihluta alþingis var fyrir neðan allar hellur. Aðfarirnar sem síðan hófust hafa markvisst grafið undan trausti í garð Seðlabanka Íslands.
Með leynd var Norðmaður ráðinn til að brúa bilið sem seðlabankastjóri þar til draumaprins Jóhönnu, Már Guðmundsson, settist í stól bankastjóra. Að ráðningu hans var svo illa staðið af hálfu Jóhönnu og skjólstæðinga hennar að Már sá sig knúinn til að höfða mál á hendur bankanum í von um að geta þannig tryggt að staðið yrði við loforð, sem hann taldi sig hafa fengið, um launakjör.
Öll umræðan um launamál Más hefur einkennst af pukri og tilraunum til að hylma yfir mikilvæga þætti málsins. Sá þáttur einn hefur dregið úr trausti til Más og umgjörðarinnar um æðstu stjórn bankans.
Eftir kosningar og stjórnarskipti birtust upplýsingar um þætti þessarar launadeilu sem gerir hlut bankastjórans enn verri en áður var auk þess að bregða ljósi á ólögmæta stjórnarhætti í tíð bankaráðsins sem skipað var meirihluta fulltrúa Jóhönnu og Steingríms J. Sigfússonar. Teknar voru ákvarðanir um greiðslur málskostnaðar í þágu Más án þess að til þeirra væru lögformlegar heimildir. Pukur og yfirhylmingar einkenna frásagnir af því hvernig að þessum greiðslum var staðið.
Nýtt bankaráð leitaði til ríkisendurskoðunar til að fá mat aðila sem á að vera óhlutdrægur á greiðslu málskostnaðarins í þágu Más. Laugardaginn 5. júlí er greint frá því í Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins að innri endurskoðandi seðlabankans sé systir ríkisendurskoðanda. Vaknar óhjákvæmilega spurning um hæfi hans til að stjórna úttekt sem þessari og semja um hana skýrslu. Réttilega er bent á í Reykjavíkurbréfinu að hafi allir starfsmenn Seðlabanka Íslands orðið vanhæfir, að mati ríkisendurskoðunar, til að fjalla um greiðslu málskostnaðar vegna bankastjórans megi spyrja um hæfi starfsmanna ríkisendurskoðunar til að gera úttekt á málinu og skrifa um það óhlutdræga skýrslu.
Varðandi skýrslu ríkisendurskoðunar um launamál Más Guðmundssonar má segja hið sama og haft var eftir frönskum prófessor í refsirétti hér á síðunni í gær. Prófessorinn bendir á að Evrópudómstóllinn vilji að þess sé gætt að enginn þurfi að efast um óhlutdrægni dómara: „Réttlætið á að ná fram að ganga en það á einnig að virðast hafa náð fram að ganga.“ Prófessorinn segir: „Það er því ekki nauðsynlegt að setja mælitæki í höfuð dómarans, það eitt dugar að menn beri ekki traust til þess að hann hafi verið óhlutdrægur.“
Nú hefur komið rökstuddur efi um að ríkisendurskoðun hafi verið óhlutdræg. Í málinu er því ekki aðeins trúverðugleiki Seðlabanka Íslands í húfi heldur einnig ríkisendurskoðunar.
Bankaráð Seðlabanka Íslands stendur frammi fyrir erfiðu verkefni. Á þess herðum hvílir að endurvekja traust í eigin garð eftir óstjórn fyrra bankaráðs. Takist ráðinu það ekki er borin von að það geti sigrast á næsta meginverkefni, að endurvekja trúverðugleika bankans sjálfs. Skýrsla ríkisendurskoðunar er ráðinu engin stoð í því efni. Hún ber ekki með sér óhlutdrægni.
Sérstök nefnd vinnur nú að mati á hæfi og hæfni umsækjanda um embætti seðlabankastjóra næstu fimm árin. Már Guðmundsson er meðal umsækjenda. Það kynni að stuðla að auknum trúverðugleika á Seðlabanka Íslands að hann drægi umsókn sína til baka.
Bj. Bj.
Björn Bjarnason var þingmaður Sjálfstæðisflokksins frá árinu 1991 til 2009. Hann var menntamálaráðherra 1995 til 2002 og dóms- og kirkjumálaráðherra frá 2003 til 2009. Björn var blaðamaður á Morgunblaðinu og síðar aðstoðarritstjóri 1979 til 1991.
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Þáttaskil - hlé á útgáfu Evrópuvaktarinnar
Þriðjudaginn 27. apríl 2010 sá vefsíðan Evrópuvaktin dagsins ljós. Nú er komið að þáttaskilum. Á Evrópuvaktinni hefur verið lögð áhersla á málefni tengd Evrópusambandinu, þróun evrópskra stjórnmála og efnahagsmála auk umræðna hér á landi um þessi mál og tengsl Íslands og Evrópusambandsins. Þá hefu...
Easy-Jet fækkar ferðum London-Moskva um helming
Brezka flugfélagið Easy-Jet hefur fækkað ferðum á flugleiðinni London-Moskva um helming. Ástæðan er minnkandi eftirspurn og að sögn Moskvutíðinda eru önnur alþjóðleg flugfélög að gera hið sama. Farþegum á þessari flugleið hefur fækkað um 20% það sem af er þessu ári samanborið við sama tíma fyrir ári. Ástæðan er staða rúblunnar og versnandi alþjóðleg samskipti vegna deilunnar um Úkraínu.
Pengingaþvætti fyrir alþjóðlega glæpahringi ógnar bankakerfi Andorra
Athygli beinist að bankakerfinu í Andorra um þessar mundir og yfirvofandi hruni þess.
PIMCO: Evrusvæðið á sér ekki framtíð að óbreyttu
Forsvarsmenn PIMCO, stærsta skuldabréfasjóðs heims, segja að evrusvæðið eigi sér ekki framtíð nema evruríkin sameinist í eins konar „Bandaríkjum Evrópu“. Í því felst að sögn Daily Telegraph að aðildarríkin afsali sér sjálfstæði sínu. Talsmaður PIMCO bendir á að veikur hagvöxtur á evrusvæðinu h...