Innan breska Íhaldsflokksins og í stjórnmálalífi Breta þykja stjórtíðindi að Boris Johnson, borgarstjóri í London, skuli hafa lýst yfir áhuga á að bjóða sig fram til þings að nýju á árinu 2015 eftir nokkurra ára fjarveru þaðan. Harry Mount sem skrifað hefur bók um Johnson segir í nýjasta hefti vikuritsins The Spectator að Boris hafi nú tekið „stóra stökkið“, hann ætli að fara yfir fljótið, taka sæti á þingi og ná því markmiði sem hann telur örlagadísirnar hafa ætlað sér – að verða forsætisráðherra Bretlands.
Tilefnið sem Boris Johnson valdi til að lýsa yfir áhuga sínum á að setjast aftur á þing var kynning á skýrslu sem hann lét vinna fyrir sig sem borgarstjóra á efnahagslegum áhrifum þess að Bretar segðu skilið við Evrópusambandið. Hann flutti ræðu sem einkenndist af efasemdum um aðildina að ESB, Bretar ættu ekki að óttast að velja sér annan kost en ESB-aðild gætu þeir ekki fengið betri aðildarkjör en þeir njóta um þessar mundir. Hann skapaði sér á þennan hátt sérstöðu gagnvart David Cameron og orð hans fóru sem gleðibylgja um grasrót flokksins, segir Mount.
Að svo mæltu sagðist Boris ætla að bjóða sig fram til þings árið 2015. Hann tilkynnti þetta á þann tvíræða hátt sem hann hefur tileinkað sér og sagði:
„Það er eins gott fyrir mig að taka af öll tvímæli, ég mun að öllum líkindum reyna að finna kjördæmi til framboðs 2015. Það er raunar mjög líklegt að mér takist ekki að ná því markmiði. Maður á aldrei að vanmeta þann möguleika að allt snúist á hinn versta veg. Ég mun þó láta slag standa. Eitt er þó jafnframt algjörlega ljóst, ég mun sitja allt kjörtímabil mitt hér í London [til 2016].“
Með því að tilkynna áhuga sinn á framboði í sama mund og hann lýsir yfir efasemdum um aðild Breta að ESB á skýrari hátt en hann hefur gert áður talar Boris Johnson beint til meirihluta stuðningsmanna Íhaldsflokksins en nýleg könnun á viðhorfi þeirra sýnir að rúmlega 75% flokksmanna styðja úrsögn úr ESB sé hún reist á samningi um frjálsa verslun eða vilja vera áfram í sambandinu takist að ná hagstæðum samningi um nýja aðildarskilmála.
Bj. Bj.
Björn Bjarnason var þingmaður Sjálfstæðisflokksins frá árinu 1991 til 2009. Hann var menntamálaráðherra 1995 til 2002 og dóms- og kirkjumálaráðherra frá 2003 til 2009. Björn var blaðamaður á Morgunblaðinu og síðar aðstoðarritstjóri 1979 til 1991.
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Þáttaskil - hlé á útgáfu Evrópuvaktarinnar
Þriðjudaginn 27. apríl 2010 sá vefsíðan Evrópuvaktin dagsins ljós. Nú er komið að þáttaskilum. Á Evrópuvaktinni hefur verið lögð áhersla á málefni tengd Evrópusambandinu, þróun evrópskra stjórnmála og efnahagsmála auk umræðna hér á landi um þessi mál og tengsl Íslands og Evrópusambandsins. Þá hefu...
Easy-Jet fækkar ferðum London-Moskva um helming
Brezka flugfélagið Easy-Jet hefur fækkað ferðum á flugleiðinni London-Moskva um helming. Ástæðan er minnkandi eftirspurn og að sögn Moskvutíðinda eru önnur alþjóðleg flugfélög að gera hið sama. Farþegum á þessari flugleið hefur fækkað um 20% það sem af er þessu ári samanborið við sama tíma fyrir ári. Ástæðan er staða rúblunnar og versnandi alþjóðleg samskipti vegna deilunnar um Úkraínu.
Pengingaþvætti fyrir alþjóðlega glæpahringi ógnar bankakerfi Andorra
Athygli beinist að bankakerfinu í Andorra um þessar mundir og yfirvofandi hruni þess.
PIMCO: Evrusvæðið á sér ekki framtíð að óbreyttu
Forsvarsmenn PIMCO, stærsta skuldabréfasjóðs heims, segja að evrusvæðið eigi sér ekki framtíð nema evruríkin sameinist í eins konar „Bandaríkjum Evrópu“. Í því felst að sögn Daily Telegraph að aðildarríkin afsali sér sjálfstæði sínu. Talsmaður PIMCO bendir á að veikur hagvöxtur á evrusvæðinu h...