Föstudagurinn 9. desember 2022

Lekamáliđ er í eđli sínu pólitískt ţótt saksóknari velji dómstólaleiđina


17. ágúst 2014 klukkan 13:18

Fréttastofa ríkisútvarpsins leitađi til Ólafs Ţ. Harđarsonar, prófessors í stjórnmálafrćđi, laugardaginn 16. ágúst vegna ákvörđunar ríkissaksóknara ađ ákćra Gísla Freyr Valdórsson, ađstođarmann innanríkisráđherra, í „lekamálinu“ svonefnda.

Hanna Birna Kristjánsdóttir

Prófessorinn fellir ţann dóm ađ ţađ standist ekki hjá Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráđherra ađ um ljótan pólitískan leik sé ađ rćđa úr ţví ađ ákćrt hafi veriđ í málinu. Vissulega á ríkissaksóknari ađ reisa ákćru sína á lögfrćđilegu mati en ekki pólitísku. Ţetta átti einnig viđ í landsdómsmálinu ţar sem leikinn var ljótur pólitískur leikur ţótt ákćrt vćri.

Saksóknari hafđi ţann kost ađ hefja ekki rannsókn lekamálsins ţrátt fyrir ţrýsting ađ undirlagi DV og samtakanna No Borders sem berjast gegn gildandi lagareglum um međferđ hćlisumsókna. Saksóknari tók kćru ađ undirlagi ţessara ađila til međferđar. Ađ baki lekamálinu hafa alla tíđ búiđ pólitísk sjónarmiđ og leikurinn hefur veriđ ljótur hvernig sem á hann er litiđ.

Ađ lokinni rannsókn átti saksóknari um ţrjár leiđir ađ velja: óska frekari rannsóknar, fella máliđ niđur eđa ákćra.

Međ ţví ađ óska eftir frekari rannsókn hefđi saksóknarinn gefiđ til kynna ađ lögregla hefđi ekki stađiđ rétt ađ málum, ef til vill vegna ţrýstings frá innanríkisráđherra. Saksóknari telur ekki neina meinbugi á rannsókninni og bíđur ekki einu sinni eftir áliti umbođsmanns sem hefur ţráspurt innanríkisráđherra um samtöl hans viđ lögreglustjórann á höfuđborgarsvćđinu.

Međ ţví ađ fella máliđ niđur hefđi saksóknari kallađ yfir sig ofsareiđina og óbilgirnina sem einkennt hefur málflutning DV. Innan dyra á blađinu ríkir upplausnar- og óttaástand vegna ţess ađ blađamenn telja ađ eigendur blađsins muni ekki greiđa kostnađ af meiđyrđamálum sem ţeir eigi yfir höfđi sér.

Međ ţví ađ ákćra Gísla Frey sem frá fyrsta degi hefur haldiđ fram sakleysi sínu í málinu velur saksóknari ţann kost ađ láta dómara eiga síđasta orđiđ.

Ađ ákvörđun saksóknarans sanni ađ ekki sé pólitík og ţađ ljót pólitík í ţessu máli stenst einfaldlega ekki.

Ólafur Ţ. Harđarson prófessor endurtekur gamalkunnar fullyrđingar um ađ annars stađar hefđu ráđherrar sagt af sér: „Stjórnsýslubrot af ţessu tagi hafa leitt til fjölmargra afsagnar ráđherra hérna í nágrannalöndunum,“ segir Ólafur. Hann nefnir ekki eitt dćmi máli sínu til stuđnings.

Undir ţau orđ prófessorsins skal tekiđ ađ stađa ráđherrans er erfiđ og hefur veriđ allt frá 18. nóvember 2013 ţegar tekin var ákvörđun um ţađ innan samtakanna No Borders og á ritstjórn DV ađ berjast fyrir rétti ólöglega innflytjandans Tonys Omos til ađ dveljast í landinu međ vísan til ţess ađ hann ćtti von á barni sem fćtt yrđi hér snemma árs 2014. Einnig er rétt hjá prófessornum ađ ráđherrann og ráđuneyti hans hefđu átt ađ leggja allar upplýsingar um mál Tonys Omos fram opinberlega strax á fyrstu stigum málsins. Skortur á upplýsingum um alla efnisţćtti málsins hefur skađađ ráđherrann og ráđuneytiđ.

Ađ ráđherra víki úr embćtti vegna ţess ađ starfsmađur sem starfar á hans ábyrgđ er ákćrđur er langsótt og ţarf ađ fćra sterkari rök fyrir kröfunni um afsögn ráđherrans en fyrir ţví ađ ráđherrann sitji áfram. Í ţessu tilviki hefur innanríkisráđherra auk ţess sagt sig frá ábyrgđ á dómstólum og saksóknara á međan máliđ er rekiđ gegn ađstođarmanninum. Ţar er um varúđarráđstöfun ađ rćđa.

Ţorsteinn Pálsson, fyrrverandi ráđherra, sagđi í grein í Fréttablađinu laugardaginn 9. ágúst ađ innanríkisráđherra hefđi átt „ađ óska eftir ţví viđ forsćtisráđherra ađ forseti Íslands skipađi annan ráđherra í ríkisstjórninni til ţess ađ fara međ yfirstjórn lögreglunnar ađ ţví er varđađi ţessa tilteknu rannsókn“ ţegar ráđherrann taldi nauđsynlegt ađ rćđa viđ lögreglustjórann á höfuđborgarsvćđinu. Ţorsteinn segir réttilega í grein sinni:

„Setning ráđherra til međferđar einstaks máls er vel ţekkt eftir gildistöku stjórnsýslulaga fyrir tuttugu árum. Hún veikir ekki stöđu viđkomandi ráđherra, hvorki lagalega né pólitískt, en eyđir tortryggni.“

Ţegar prófessorar í stjórnmálafrćđi eđa í öđrum greinum leita fordćma í útlöndum ćttu fréttamenn ađ biđja ţá ađ nefna dćmi. Ađ ráđherra segi af sér vegna saksóknar á hendur öđrum er svo sérstakt tilvik ađ óhjákvćmilegt er ađ efnisratriđum ţess sé lýst nánar af ţeim sem nota ţađ sem fordćmi í lekamálinu.

Ađ stjórnmálamenn telji mál pólitísk í eđli sínu ţótt saksóknarar komi ađ ţeim er til dćmis svo algengt í Frakklandi ađ annađ heyrir nćstum til undantekninga. Eitt slíkt mál er á döfinni um ţessar mundir í Frakklandi, ađ ţessu sinni gegn Nicolas Sarkozy, fyrrverandi forseta. Ţar eru tveir rannsóknardómarar međ mál gegn Sarkozy í höndunum og segir hann ţá láta stjórnast af pólitískum sjónarmiđum, annar sé beinlínis pólitískur andstćđingur sinn.

Í Bandaríkjunum beinist athygli um ţessar mundir ađ Rick Perry, ríkisstjóra í Texas, vegna ákćru á hendur honum sem hann segist ćtla ađ verjast, hún verđi ekki til ađ hrekja sig úr embćtti. Hann er sakađur um valdníđslu ţar sem hann hafi skrúfađ fyrir fjárveitingu til hérađssakóknara vegna pólitískrar óvildar í garđ ţess sem gegnir saksóknaraembćttinu. Perry sagđi á blađamannafundi ađ um „fáránlegan“ pólitískan leik vćri ađ rćđa og hann mundi vinna sigur á ţeim sem vildu grafa undan stjórnarskrá og lögum Texas-ríkis í pólitískum tilgangi.

Demókratar um öll Bandaríkin krefjast afsagnar Perrys sem er einn af forystumönnum repúblíkana í Bandaríkjunum og hugsanlegur forsetaframbjóđandi áriđ 2016.

Í sjálfu sér telja menn ekki fréttnćmt ađ demókratar vilji bola Perry úr embćtti, ţeir hafa aldrei stutt hann frekar en stjórnarandstćđingar hér á landi hafa aldrei stutt Hönnu Birnu Kristjánsdóttur til ađ gegna embćtti innanríkisráđherra og leggjast ţví af ţunga á ţá sveif núna ađ henni verđi vikiđ úr embćtti.

Fréttir berast um ađ ţingmenn flokks pírata ćtli ađ flytja tillögu á alţingi um vantraust á Hönnu Birnu vegna lekamálsins. Flokkurinn er stofnađur á grundvelli ţeirrar hugsjónar ađ menn séu ekki sóttir til saka fyrir ađ miđla upplýsingum til almennings á netinu hvort sem ţađ er almennt taliđ löglegt eđa ekki!

Bj. Bj.

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

Björn Bjarnason var ţingmađur Sjálfstćđisflokksins frá árinu 1991 til 2009. Hann var menntamálaráđherra 1995 til 2002 og dóms- og kirkjumálaráđherra frá 2003 til 2009. Björn var blađamađur á Morgunblađinu og síđar ađstođarritstjóri 1979 til 1991.

 
 
Pistill

Umsóknarferli í andaslitrum - straumhvörf hafa orđiđ í afstöđu til ESB-viđrćđna - réttur ţjóđar­innar tryggđur

Ţáttaskil urđu í samskiptum ríkis­stjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars ţegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis­ráđherra aftenti formanni ráđherraráđs ESB og viđrćđu­stjóra stćkkunarmála í framkvćmda­stjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Ţar segir: „The Government of...

 
Mest lesiđ
Fleira í pottinum

Ţáttaskil - hlé á útgáfu Evrópu­vaktarinnar

Ţriđjudaginn 27. apríl 2010 sá vefsíđan Evrópu­vaktin dagsins ljós. Nú er komiđ ađ ţáttaskilum. Á Evrópu­vaktinni hefur veriđ lögđ áhersla á málefni tengd Evrópu­sambandinu, ţróun evrópskra stjórnmála og efnahagsmála auk umrćđna hér á landi um ţessi mál og tengsl Íslands og Evrópu­sambandsins. Ţá hefu...

Easy-Jet fćkkar ferđum London-Moskva um helming

Brezka flug­félagiđ Easy-Jet hefur fćkkađ ferđum á flugleiđinni London-Moskva um helming. Ástćđan er minnkandi eftirspurn og ađ sögn Moskvutíđinda eru önnur alţjóđleg flugfélög ađ gera hiđ sama. Farţegum á ţessari flugleiđ hefur fćkkađ um 20% ţađ sem af er ţessu ári samanboriđ viđ sama tíma fyrir ári. Ástćđan er stađa rúblunnar og versnandi alţjóđleg samskipti vegna deilunnar um Úkraínu.

Pengingaţvćtti fyrir alţjóđlega glćpahringi ógnar bankakerfi Andorra

Athygli beinist ađ bankakerfinu í Andorra um ţessar mundir og yfirvofandi hruni ţess.

PIMCO: Evru­svćđiđ á sér ekki framtíđ ađ óbreyttu

Forsvarsmenn PIMCO, stćrsta skuldabréfa­sjóđs heims, segja ađ evru­svćđiđ eigi sér ekki framtíđ nema evruríkin sameinist í eins konar „Bandaríkjum Evrópu“. Í ţví felst ađ sögn Daily Telegraph ađ ađildarríkin afsali sér sjálfstćđi sínu. Talsmađur PIMCO bendir á ađ veikur hagvöxtur á evru­svćđinu h...

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS