Mánudagurinn 29. nóvember 2021

Rússneska hernum beitt í áróđursstríđi til ađ styrkja Pútín í sessi vegna átakanna í Úkraínu


31. ágúst 2014 klukkan 14:28

Hér var sagt frá ţví ađ í rússneskum fjölmiđlum hefđu hinn 7. ágúst sl. birst fréttir um ađ rússneski flotinn, skip og flugvélar, hefđi hrakiđ bandarískan árásarkafbát af Virginu-gerđ út úr rússneskri lögsögu í Barentshafi. Hinn 11. ágúst birti Evrópuherstjórn Bandaríkjanna yfirlýsingu um ađ ţetta vćri ósönn frétt, enginn bandarískur kafbátur hefđi veriđ á svćđinu á ţessum tíma.

Myndin er tekin í apríl 2014 af rússneskri eftirlitsflugvél til kafbátaleitar.

Viku áđur varđ annađ atvik sem einnig var sagt frá hér á síđunni ţegar rússneskar orrustuţotur sóttu ađ RC-135 eftirlitsflugvél Bandaríkjamanna yfir Eystrasalti og hún neyddist til ađ fara inn í lofthelgi Svía án leyfis. Ţá sendu Rússar einnig flugvélar í lágflug yfir bandarísk herskip á Svartahafi.

Á vefsíđunni USNI News sem haldiđ er úti af bandaríska flotanum segir ađ tilgangur Rússa međ ţessu sé ađ hrella nágranna Rússlands. Sýna NATO-ríkjum viđ landamćri Rússlands og Finnum og Svíum ađ rússneski herinn geti látiđ ađ sér kveđa ţar sem hann sjálfur ákveđur. Ţá geti hann bćđi hrakiđ bandarískan kafbát og bandaríska eftirlitsflugvél á brott sé ţađ taliđ nauđsynlegt.

Svipuđ atvik gerast viđ austurströnd Rússlands ađ sögn rússneskra fjölmiđla sem vitna í heimildarmenn í varnarmálaráđuneytinu í Moskvu um ađ japanskur kafbátur hafi veriđ stöđvađur á eftirlitsferđ sinni á milli rússnesku eyjarinnar Sakhalin og japönsku eyjarinnar Hokkaido. Síđar sagđi fréttastofan ITAR-TASS ađ ţetta atvik hefđi aldrei gerst. Japanski kabáturinn hefđi veriđ á alţjóđlegri siglingaleiđ.

Ţetta átti ađ hafa gerst á sama tíma og um 1.000 rússneskir hermenn, fimm herflutningaţyrlur og 100 farartćki á vegum hersins efndu til ćfinga á Kúril-eyjum sem Rússar hertóku í síđari heimsstyrjöldinni en Japanir telja sína eign. Japanir mótmćltu herćfingunum harđlega.

Japanir eru í hópi ţeirra ţjóđa sem beitt hafa Rússa refisađgerđum vegna atburđanna í Úkraínu og innlimunar Krímskaga. Litiđ er á herćfinguna og frásögnina af stöđvun kafbátsins sem liđ í áróđursherferđ gegn Japönum til ađ sýna ţeim ađ Rússar ráđi enn yfir Kúril-eyjum og fari sínu fram hvađ sem öđrum sýnist.

Í USNI News er einnig gefin sú skýring á flutningi frétta af ţessu hernađarbrölti Rússa ađ međ fréttunum skuli draga athygli heima fyrir frá fréttum sem geti skađađ Vladimír Pútín forseta og stjórn hans. Rússnesk yfirvöld sitji ekki ein ađ miđlun allra frétta á heimavelli í Rússlandi eins og Sovétstjórnin gerđi á sínum tíma. Nú berist ţangađ fréttir vestrćnna miđla í meira mćli en nokkru sinni fyrr og viđ ţá verđi Pútín og menn hans ađ keppa.

Fréttin um brottrekstur bandaríska Virgina-kafbátsins setti mikinn svip á fréttir yfir eina helgi í rússneskum fjölmiđlum. Ţriđjudaginn 12. ágúst voru 14 ár liđin frá ţví ađ rússneski kafbáturinn Kursk sökk. Ţađ var mikiđ áfall fyrir Pútín og stjórn hans ţegar 118 manna áhöfn Kursk fórst í Barentshafi. Sćtti Pútín gagnrýni fyrir ađgćslu- og kćruleysi.

Ţegar Russia Today flutti tilbúnu fréttina um brottrekstur bandaríska kafbátsins sagđi ţar: „Slíkar ađgerđir neđansjávarflota NATO hafa valdiđ ýmsum sjóslysum í Norđur-Íshafi“ og síđan var vitnađ í heimildarmann innan rússneska flotans sem sagđi ađ ein skýringin á ađ Kursk sökk áriđ 2000 hafi veriđ árekstur viđ bandaríska kjarnorkukafbátinn Toledo. Áróđursherferđin skildi eftir ţá mynd ađ Rússar hefđu nú í fullu tré viđ Bandaríkjamenn og ađra í Barentshafi og ţađ ćttu menn ađ hafa í huga ţegar minnst vćri Kursk-slyssins.

Nú er fréttin um ađ ađskilnađarsinnar í Úkraínu hafi notađ rússneska eldflaug til ađ skjóta niđur farţegaflugvél MH 17 frá Malaysian Airlines flutt í skugga ţess ađ rússneskar orrustuţotur geti bćgt bandarískum flugvélum frá lofthelgi Rússlands. Herinn í lofti og á legi er notađur til ađ skapa atvik sem draga athygli frá vandrćđaganginum í Úkraínu.

Ofsi Vladimírs Pútíns í ţágu landhersins birtist fyrir fáeinum dögum ţegar hann líkti umsátri Úkraínuhers um borgir í austurhluta landsins viđ hiđ grimmlega og mannskćđa umsátur hers nasista um Leníngrad í síđari heimsstyrjöldinni og kallađi her Úkraínu Wehrmacht sem er bein tilvísun til hers Hitlers. Í ţýska blađinu Frankfurter Allgemeine Zeitung sagđi ađ ţetta sýndi ađ Rússlandsforseti hefđi einfaldlega tapađ glórunni vegna atburđanna í Úkraínu.

Bj. Bj.

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

Björn Bjarnason var ţingmađur Sjálfstćđisflokksins frá árinu 1991 til 2009. Hann var menntamálaráđherra 1995 til 2002 og dóms- og kirkjumálaráđherra frá 2003 til 2009. Björn var blađamađur á Morgunblađinu og síđar ađstođarritstjóri 1979 til 1991.

 
 
Pistill

Umsóknarferli í andaslitrum - straumhvörf hafa orđiđ í afstöđu til ESB-viđrćđna - réttur ţjóđar­innar tryggđur

Ţáttaskil urđu í samskiptum ríkis­stjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars ţegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis­ráđherra aftenti formanni ráđherraráđs ESB og viđrćđu­stjóra stćkkunarmála í framkvćmda­stjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Ţar segir: „The Government of...

 
Mest lesiđ
Fleira í pottinum

Ţáttaskil - hlé á útgáfu Evrópu­vaktarinnar

Ţriđjudaginn 27. apríl 2010 sá vefsíđan Evrópu­vaktin dagsins ljós. Nú er komiđ ađ ţáttaskilum. Á Evrópu­vaktinni hefur veriđ lögđ áhersla á málefni tengd Evrópu­sambandinu, ţróun evrópskra stjórnmála og efnahagsmála auk umrćđna hér á landi um ţessi mál og tengsl Íslands og Evrópu­sambandsins. Ţá hefu...

Easy-Jet fćkkar ferđum London-Moskva um helming

Brezka flug­félagiđ Easy-Jet hefur fćkkađ ferđum á flugleiđinni London-Moskva um helming. Ástćđan er minnkandi eftirspurn og ađ sögn Moskvutíđinda eru önnur alţjóđleg flugfélög ađ gera hiđ sama. Farţegum á ţessari flugleiđ hefur fćkkađ um 20% ţađ sem af er ţessu ári samanboriđ viđ sama tíma fyrir ári. Ástćđan er stađa rúblunnar og versnandi alţjóđleg samskipti vegna deilunnar um Úkraínu.

Pengingaţvćtti fyrir alţjóđlega glćpahringi ógnar bankakerfi Andorra

Athygli beinist ađ bankakerfinu í Andorra um ţessar mundir og yfirvofandi hruni ţess.

PIMCO: Evru­svćđiđ á sér ekki framtíđ ađ óbreyttu

Forsvarsmenn PIMCO, stćrsta skuldabréfa­sjóđs heims, segja ađ evru­svćđiđ eigi sér ekki framtíđ nema evruríkin sameinist í eins konar „Bandaríkjum Evrópu“. Í ţví felst ađ sögn Daily Telegraph ađ ađildarríkin afsali sér sjálfstćđi sínu. Talsmađur PIMCO bendir á ađ veikur hagvöxtur á evru­svćđinu h...

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS