Við nánari athugun á verkaskiptingu innan nýrrar framkvæmdastjórnar ESB kemur í ljós að þar er ekki neinn stækkunarstjóri með sama hlutverk og Stefan Füle hefur í fráfarandi framkvæmdastjórn.
Embætti stækkunarstjóra er aflagt og í stað þess er talað um stækkunarviðræðstjóra. Orðinu „negotiations“ – viðræður – hefur verið bætt við fyrra embættisheitið.
Skýringin á þessu er einföld. Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnarinnar, segir að Evrópusambandið stækki ekki þau fimm ár sem hann situr sem forseti.
Nú ræða fulltrúar ESB við fulltrúa Serbíu, Svartfjallalands og Tyrklands um aðild og einnig er litið á Makedóníu og Albaníu sem umsóknarlönd segir í fréttum um þessa áherslubreytingu innan framkvæmdastjórnarinnar. Ekki er minnst einu orði á Ísland enda hefur viðræðum verið slitið.
Þeir sem skrifa fréttir um þessi mál í tilefni af skiptum á framkvæmdastjórum telja Ísland ekki heldur til umsóknarríkja. Þrátt fyrir að það liggi í augum uppi að Ísland er alls ekki við hlið Albaníu né Makedóníu sem umsóknarríki hefur ríkisstjórn Íslands ekki dug í sér til að afturkalla umsóknina.
Óskiljanlegt er að Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra hafi ekki frumkvæði að afturköllun gagnvart hinni nýju framkvæmdastjórn ESB.
Utanríkisráðherra hlýtur að taka á sig rögg fyrir 1. nóvember 2014 þegar hinn nýja framkvæmdastjórn sest að völdum og binda enda á þetta ófremdarástand í samskiptunum við ESB – hér er ekki annað en um heimatilbúinn vanda að ræða.
Bj. Bj.
Björn Bjarnason var þingmaður Sjálfstæðisflokksins frá árinu 1991 til 2009. Hann var menntamálaráðherra 1995 til 2002 og dóms- og kirkjumálaráðherra frá 2003 til 2009. Björn var blaðamaður á Morgunblaðinu og síðar aðstoðarritstjóri 1979 til 1991.
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Þáttaskil - hlé á útgáfu Evrópuvaktarinnar
Þriðjudaginn 27. apríl 2010 sá vefsíðan Evrópuvaktin dagsins ljós. Nú er komið að þáttaskilum. Á Evrópuvaktinni hefur verið lögð áhersla á málefni tengd Evrópusambandinu, þróun evrópskra stjórnmála og efnahagsmála auk umræðna hér á landi um þessi mál og tengsl Íslands og Evrópusambandsins. Þá hefu...
Easy-Jet fækkar ferðum London-Moskva um helming
Brezka flugfélagið Easy-Jet hefur fækkað ferðum á flugleiðinni London-Moskva um helming. Ástæðan er minnkandi eftirspurn og að sögn Moskvutíðinda eru önnur alþjóðleg flugfélög að gera hið sama. Farþegum á þessari flugleið hefur fækkað um 20% það sem af er þessu ári samanborið við sama tíma fyrir ári. Ástæðan er staða rúblunnar og versnandi alþjóðleg samskipti vegna deilunnar um Úkraínu.
Pengingaþvætti fyrir alþjóðlega glæpahringi ógnar bankakerfi Andorra
Athygli beinist að bankakerfinu í Andorra um þessar mundir og yfirvofandi hruni þess.
PIMCO: Evrusvæðið á sér ekki framtíð að óbreyttu
Forsvarsmenn PIMCO, stærsta skuldabréfasjóðs heims, segja að evrusvæðið eigi sér ekki framtíð nema evruríkin sameinist í eins konar „Bandaríkjum Evrópu“. Í því felst að sögn Daily Telegraph að aðildarríkin afsali sér sjálfstæði sínu. Talsmaður PIMCO bendir á að veikur hagvöxtur á evrusvæðinu h...