Laugardagurinn 16. janúar 2021

Vill enga lög­reglumenn með byssur eða vélbyssur á götur víkingabæjarins - bæjarráð Hafnarfjarðar ætlar að ræða málið


26. október 2014 klukkan 15:08

Fréttastofa ríkisútvarpsins heldur áfram að kanna viðhorf áhrifamanna til vopnanna sem landhelgisgæslan á í lokuðum öryggisgámi á lokuðu öryggissvæði á Keflavíkurflugvelli. Sunnudaginn 26. október sneri hún sér til Haraldar Líndals Haraldssonar, bæjarstjóra í Hafnarfirði, sem segir á ruv.is:

„Ég set margar spurningar við það að lögreglan sé að koma sér upp svona vopnabúri og ég get ekki séð eins og t.d. í Hafnarfirði að það sé ástæða fyrir lögregluna að vera með slík vopn í bílum hjá sér. [Dregið hafi úr glæpatíðni á höfuðborgarsvæðinu.] Þannig að mér finnst þetta alveg þvert á það. Byssur og vélbyssur er ekki það sem maður vill sjá á götum Hafnarfjarðarbæjar.

Og mér finnst vera kominn svolítill vandræðagangur í kringum þetta mál allt hjá stjórnvöldum. Svörin sem hafa komið eru misvísandi. Og mér finnst það heldur ekki réttlætanlegt að menn taki við vélbyssum bara af því að það er verið að gefa þær. Það verða að vera mjög ríkar ástæður fyrir því að taka við slíkum gjöfum. Og mér finnst að ef á að taka við svona vopnum þá á ekki að skipta máli hvort það er gjöf eða keypt, það hljóta að vera aðrar ástæður fyrir að menn taka við svona löguðu.“

Ekki kemur fram hvaða spurningar fréttamaður ríkisútvarpsins lagði fyrir bæjarstjórann en svör hans eru óneitanlega nokkuð á skjön við það sem fram hefur komið í byssumálinu svonefnda undanfarna daga, líti menn á staðreyndir þess.

Lögreglan er ekki að koma sér upp neinu vopnabúri heldur er rætt um endurnýjun á vopnum sem hún hefur þegar undir höndum. Ekkert af þessum byssum frá Noregi er komið í hendur lögreglunnar. Samkomulagið við Norðmenn um þetta mál er í samræmi við hefð í samskiptum íslenskra yfirvalda við samstarfsaðila á Norðurlöndunum. Að sjálfsögðu liggur mat um nauðsyn endurnýjunar á þessum tækjakosti að baki ákvörðunum um vopnin.

Svör eru misvísandi milli fulltrúa norska hersins annars vegar og landhelgisgæslunnar hins vegar. Forstjóri landhelgisgæslunnar vonar að það spilli ekki góðu og mikilvægu samstarfi við Norðmenn.

Hafnarfjörður kynnir sig sem víkingabæ eins og sjá má á skiltum þegar ekið er um Reykjanesbraut í átt til höfuðborgarsvæðisins. Í bænum er víkingaveitingastaður og víkingahótel. Á alþjóðlegri víkingahátíð leiða saman hesta sína bardagamenn og bogaskyttur. Bæjarstjórinn þarf örugglega ekki að óttast að af tilefnislausu muni lögreglumenn með byssur eða vélbyssur skyggja á þá sem berjast með atgeirum, sverðum og bogum í hjarta Hafnarfjarðar.

Í fréttinni á ruv.is segir að bæjarráð Hafnarfjarðar ætli að ræða „málið“ á fundi mánudaginn 17. október. Stóra spurningin er hvaða „mál“ bæjarráðið ætlar að ræða: Skoðun bæjarstjórans eða staðreyndir varðandi byssurnar á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli?

Bj. Bj.

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

Björn Bjarnason var þingmaður Sjálfstæðisflokksins frá árinu 1991 til 2009. Hann var menntamálaráðherra 1995 til 2002 og dóms- og kirkjumálaráðherra frá 2003 til 2009. Björn var blaðamaður á Morgunblaðinu og síðar aðstoðarritstjóri 1979 til 1991.

 
 
Pistill

Umsóknarferli í andaslitrum - straumhvörf hafa orðið í afstöðu til ESB-viðræðna - réttur þjóðar­innar tryggður

Þáttaskil urðu í samskiptum ríkis­stjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis­ráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðu­stjóra stækkunarmála í framkvæmda­stjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...

 
Mest lesið
Fleira í pottinum

Þáttaskil - hlé á útgáfu Evrópu­vaktarinnar

Þriðjudaginn 27. apríl 2010 sá vefsíðan Evrópu­vaktin dagsins ljós. Nú er komið að þáttaskilum. Á Evrópu­vaktinni hefur verið lögð áhersla á málefni tengd Evrópu­sambandinu, þróun evrópskra stjórnmála og efnahagsmála auk umræðna hér á landi um þessi mál og tengsl Íslands og Evrópu­sambandsins. Þá hefu...

Easy-Jet fækkar ferðum London-Moskva um helming

Brezka flug­félagið Easy-Jet hefur fækkað ferðum á flugleiðinni London-Moskva um helming. Ástæðan er minnkandi eftirspurn og að sögn Moskvutíðinda eru önnur alþjóðleg flugfélög að gera hið sama. Farþegum á þessari flugleið hefur fækkað um 20% það sem af er þessu ári samanborið við sama tíma fyrir ári. Ástæðan er staða rúblunnar og versnandi alþjóðleg samskipti vegna deilunnar um Úkraínu.

Pengingaþvætti fyrir alþjóðlega glæpahringi ógnar bankakerfi Andorra

Athygli beinist að bankakerfinu í Andorra um þessar mundir og yfirvofandi hruni þess.

PIMCO: Evru­svæðið á sér ekki framtíð að óbreyttu

Forsvarsmenn PIMCO, stærsta skuldabréfa­sjóðs heims, segja að evru­svæðið eigi sér ekki framtíð nema evruríkin sameinist í eins konar „Bandaríkjum Evrópu“. Í því felst að sögn Daily Telegraph að aðildarríkin afsali sér sjálfstæði sínu. Talsmaður PIMCO bendir á að veikur hagvöxtur á evru­svæðinu h...

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS