Sunnudagurinn 17. janúar 2021

Hanna Birna hverfur úr ráðherraembætti - Pírötum létt


21. nóvember 2014 klukkan 15:38

Frá því hefur verið skýrt í fjölmiðlum að Hanna Birna Kristjánsdóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, ætli að hverfa úr embætti innanríkisráðherra. Nú er rétt eitt ár frá því að stofnað var til andstöðu við hana vegna brottvísunar á hælilseitandanum Tony Omos frá Nígeríu úr landi. Hefur eftirleikurinn vegna þess, „lekamálið“ orðið Hönnu Birnu þungbært á hinum pólitíska vettvangi, einkum eftir að í ljós kom að Gísli Freyr Valdórsson, aðstoðarmaður hennar, sagði ósatt um hlut sinn að málinu og hlaut dóm fyrir að hafa staðið að lekanum.

Hanna Birna Kristjánsdóttir

Á mbl.is er leitað álits Helga Hrafns Gunnarssonar, þingflokksformanns Pírata, á afsögn Hönnu Birnu. Hann segir að afsögnin sé „mikill léttir“ fyrir Pírata af því að nú þurfi þeir ekki að leggja fram vantraust á hana. Þeir hafi þó aðallega frestað því af tillitssemi við aðra þingmenn!

Hin sjálfhverfa afstaða þingflokksformannsins þarf í sjálfu sér ekki að koma á óvart miðað við reynsluleysi hans. Það hefur áður birst í ummælum hans um tölvuleiki þegar fjallað var um vopnaburð lögreglu.

Í frétt ríkisútvarpsins klukkan 15.00 var einkennilegur tónn þegar fréttakona sagðí að Hann Birna ætlaði „þó“ ad starfa áfram sem varaformaður Sjálfstæðisflokksins. Þetta var kannski fyrirboði þess sem einkenna mun frásagnir ríkisfjölmiðilisins næstu daga.

Aðförin að Hönnu Birnu hefur verið hörð og á köflum með eindæmum lúaleg. Þar hafa blaðamenn á DV gengið fram á álíka sjálfhverfan hátt og þingflokksformaður Pírata.

Ástæðulaust er að gleyma tilefninu á ársafmæli þess. Jón Bjarki Magnússon, blaðamaður á DV, tók viðtal við Tony Omos og hélt því fram að hann ætti von á barni með hælisleitanda frá Nígeríu og þess vegna mætti ekki reka hann úr landi. Jón Bjarki og félagar töldu að minnisblaðinu sem var lekið væri ætlað að veikja þennan málstað.

Leitin að boðbera hinna válegu tíðinda bar árangur að lokum. Ríkissaksóknari ákærði boðberann, hann var dæmdur og nú biðst ráðherrann lausnar. Umboðsmaður alþingis á eftir að segja álit sitt og nú er persónuvernd tekin til við að rekja einn þráð málsins.

Hinir opinberu aðilar leggja sig meira fram um að upplýsa það sem snýr að yfirvöldunum en sjálfum Tony Omos. Höfuðkapp er lagt á að leyna sem mest öllu sem hann varðar.

Rétt er að halda því til haga að eftir því sem fastar hefur verið sótt gegn Hönnu Birnu hefur fylgi Sjálfstæðisflokksins aukist.

Bj. Bj.

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

Björn Bjarnason var þingmaður Sjálfstæðisflokksins frá árinu 1991 til 2009. Hann var menntamálaráðherra 1995 til 2002 og dóms- og kirkjumálaráðherra frá 2003 til 2009. Björn var blaðamaður á Morgunblaðinu og síðar aðstoðarritstjóri 1979 til 1991.

 
 
Pistill

Umsóknarferli í andaslitrum - straumhvörf hafa orðið í afstöðu til ESB-viðræðna - réttur þjóðar­innar tryggður

Þáttaskil urðu í samskiptum ríkis­stjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis­ráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðu­stjóra stækkunarmála í framkvæmda­stjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...

 
Mest lesið
Fleira í pottinum

Þáttaskil - hlé á útgáfu Evrópu­vaktarinnar

Þriðjudaginn 27. apríl 2010 sá vefsíðan Evrópu­vaktin dagsins ljós. Nú er komið að þáttaskilum. Á Evrópu­vaktinni hefur verið lögð áhersla á málefni tengd Evrópu­sambandinu, þróun evrópskra stjórnmála og efnahagsmála auk umræðna hér á landi um þessi mál og tengsl Íslands og Evrópu­sambandsins. Þá hefu...

Easy-Jet fækkar ferðum London-Moskva um helming

Brezka flug­félagið Easy-Jet hefur fækkað ferðum á flugleiðinni London-Moskva um helming. Ástæðan er minnkandi eftirspurn og að sögn Moskvutíðinda eru önnur alþjóðleg flugfélög að gera hið sama. Farþegum á þessari flugleið hefur fækkað um 20% það sem af er þessu ári samanborið við sama tíma fyrir ári. Ástæðan er staða rúblunnar og versnandi alþjóðleg samskipti vegna deilunnar um Úkraínu.

Pengingaþvætti fyrir alþjóðlega glæpahringi ógnar bankakerfi Andorra

Athygli beinist að bankakerfinu í Andorra um þessar mundir og yfirvofandi hruni þess.

PIMCO: Evru­svæðið á sér ekki framtíð að óbreyttu

Forsvarsmenn PIMCO, stærsta skuldabréfa­sjóðs heims, segja að evru­svæðið eigi sér ekki framtíð nema evruríkin sameinist í eins konar „Bandaríkjum Evrópu“. Í því felst að sögn Daily Telegraph að aðildarríkin afsali sér sjálfstæði sínu. Talsmaður PIMCO bendir á að veikur hagvöxtur á evru­svæðinu h...

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS