Mánudagurinn 18. janúar 2021

Uber vann mál í París - leigubíl­stjórar efna til mótmćla - lagaţrćtur víđa um lönd og í Bandaríkjunum - metiđ á 41 milljarđ dollara


14. desember 2014 klukkan 13:20

Leigubílstjórar í París ćtla ađ efna til mótmćlaađgerđa mánudaginn 15. desember vegna dóms sem féll í verslunarrétti borgarinnar föstudaginn 12. desember um ađ reka mćtti ţjónustu í borginni undir merki snjallforritsins Uber sem gerir notendum ţess kleift ađ nálgast leigubíla međ ökumanni í gegnum snjallsíma sinn án ţess ađ skipta viđ leyfisbundnar leigubílastöđvar.

Um ţessar mundir er taliđ ađ unnt sé ađ nota Uber í meira en 250 borgum og 50 löndum heims. Upphaf ţessarar ţjónustu má rekja til Kaliforníu en sl. vor hófst hún í Barcelona og í september í Madrid en var bönnuđ ţar međ dómi ţriđjudaginn 9. desember. Taldi dómarinn ađ um vćri ađ rćđa leikmenn í hópi bílstjóra sem hefđu ekki nauđsynleg opinber leyfi til ađ veita ţá ţjónustu ađ aka fólki gegn gjaldi.

Miđvikudaginn 10. desember féll svipađur dómur í Hollandi og í Madrid. Af hálfu Uber benda menn á ađ baráttan fyrir rétti fólks til ađ njóta ţjónustu undir merkjum fyrirtćkisins sé langvinn. Ţeir muni gćta eigin hagsmuna og viđskiptavina sinna fyrir dómstólum. Málaferli standa yfir í Ţýskalandi og fréttir herma ađ yfirvöld í Danmörku og Noregi búi sig undir ađ stefna Uber fyrir rétt.

Í Nýju-Delhi á Indlandi leiddi nauđgunarmál til ađ Uber var bannađ ţar í borg. Eftir ađ kona sakađi bílstjóra um ađ hafa ráđist á sig var honum bannađ ađ starfa undir merki Uber. Ţá var ţví haldiđ fram í indverskum blöđum ađ stjórnendur Uber í Bandaríkjunum hefđu látiđ undir höfuđ leggjast ađ kanna fortíđ mannsins áđur en hann fékk Uber-leyfi. Hann hefđi sćtt ákćru um nauđgun áriđ 2012 en veriđ sýknađur af henni. Í Tćlandi hafa yfirvöld bannađ Uber og ekki hefur fengist starfsleyfi fyrir ţađ í Víetnam.

Deilur eru einnig vegna Uber í Bandaríkjunum. Í Portland í Oregon-ríki hefur veriđ lögđ fram kćra ţar sem ţjónusta fyrirtćkisins hafi veriđ bođin án nauđsynlegra leyfa. Uber hefur veriđ bannađ tímabundiđ í Nevada-ríki. Ţá hafa veriđ lagđar fram kćrur í Los Angeles og San Francisco, upphafsborg Uber áriđ 2010. Í kćrunum kemur fram ađ Uber hafi gerst sekt um ađ miđla röngum upplýsingum til viđskiptavina, einkum varđandi fortíđ ökumanna og hvort ţeir hafi hreina sakaskrá.

Föstudaginn 12. desember bárust fréttir um ađ kínverski netrisinn Baidu Inc. ćtlađi ađ kaupa hlutabréf í Uber Technologies Inc. og kynni ţađ ađ styrkja stöđu fyrirtćkisins í Kína. Nánari upplýsingar um áform Baidu verđa veittar miđvikudaginn 17. desember. Vegna harđrar samkeppni viđ heimamenn í Kína hefur Uber ekki náđ ţeim árangri sem ađ var stefnt međ innreiđ ţess ţangađ á síđasta ári.

Fyrr í ţessum mánuđi aflađi Uber 1,2 milljarđa dollara í hlutafjárútbođi og er ţađ nú metiđ á 41 milljarđ dollara.

Bj. Bj.

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

Björn Bjarnason var ţingmađur Sjálfstćđisflokksins frá árinu 1991 til 2009. Hann var menntamálaráđherra 1995 til 2002 og dóms- og kirkjumálaráđherra frá 2003 til 2009. Björn var blađamađur á Morgunblađinu og síđar ađstođarritstjóri 1979 til 1991.

 
 
Pistill

Bréf Víglundar til stjórnskipunar- og eftirlits­nefndar: Leynimakk viđ kröfuhafa á svig viđ neyđarlögin

+Hér birtist í heild bréf sem Víglundur Ţorsteinsson afhenti í Alţingis­húsinu mánudaginn 10. febrúar. Áđur hafđi Víglundur skrifađ Einari K. Guđfinnssyni forseta Alţingis um sama efni.+ Bréf til stjórnskipunar- og eftirlits­nefndar Alţingis, Hr. formađur Ögmundur Jónasson Í framhaldi af b...

 
Mest lesiđ
Fleira í pottinum

Ţáttaskil - hlé á útgáfu Evrópu­vaktarinnar

Ţriđjudaginn 27. apríl 2010 sá vefsíđan Evrópu­vaktin dagsins ljós. Nú er komiđ ađ ţáttaskilum. Á Evrópu­vaktinni hefur veriđ lögđ áhersla á málefni tengd Evrópu­sambandinu, ţróun evrópskra stjórnmála og efnahagsmála auk umrćđna hér á landi um ţessi mál og tengsl Íslands og Evrópu­sambandsins. Ţá hefu...

Easy-Jet fćkkar ferđum London-Moskva um helming

Brezka flug­félagiđ Easy-Jet hefur fćkkađ ferđum á flugleiđinni London-Moskva um helming. Ástćđan er minnkandi eftirspurn og ađ sögn Moskvutíđinda eru önnur alţjóđleg flugfélög ađ gera hiđ sama. Farţegum á ţessari flugleiđ hefur fćkkađ um 20% ţađ sem af er ţessu ári samanboriđ viđ sama tíma fyrir ári. Ástćđan er stađa rúblunnar og versnandi alţjóđleg samskipti vegna deilunnar um Úkraínu.

Pengingaţvćtti fyrir alţjóđlega glćpahringi ógnar bankakerfi Andorra

Athygli beinist ađ bankakerfinu í Andorra um ţessar mundir og yfirvofandi hruni ţess.

PIMCO: Evru­svćđiđ á sér ekki framtíđ ađ óbreyttu

Forsvarsmenn PIMCO, stćrsta skuldabréfa­sjóđs heims, segja ađ evru­svćđiđ eigi sér ekki framtíđ nema evruríkin sameinist í eins konar „Bandaríkjum Evrópu“. Í ţví felst ađ sögn Daily Telegraph ađ ađildarríkin afsali sér sjálfstćđi sínu. Talsmađur PIMCO bendir á ađ veikur hagvöxtur á evru­svćđinu h...

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS