Laugardagurinn 6. mars 2021

ESB-umsóknin samþykkt með blekkingum og hótunum segir Margrét Tryggva­dóttir


17. janúar 2015 klukkan 13:20
Margrét Tryggvadóttir

Í Staksteinum Morgunblaðsins er laugardaginn 17. janúar vitnað í bloggarann Ásthildi Cesil Þórðardóttur sem hefur verið að lesa bók Margrétar Tryggvadóttur sem sat á þingi fyrir Borgarahreyfinguna og síðan Hreyfinguna kjörtímabilið apríl 2009 til apríl 2013. Ásthildi finnst bókin „frábær og “afar upplýsandi um alþingi og alþingismenn og starfsandann og RÉTTLÆTIÐ þar á bæ„. Ráðleggur hún fólki að kaupa hana og lesa vandlega, hún opni “sannarlega … glugga inn í dýragarðinn Alþingi„. Hér er tilvitnun í það sem Ásthildur segir:

“Mig langar til að grípa aðeins niður í bókina hennar og það væri ágætt ef menn hefðu í huga þegar þeir fara að andskotast niður á Austurvelli hvernig sú umsókn gekk fyrir sig.

Reyndar er þetta ekki alveg í tímaröð en gripið er hér og þar niður í bókina.

´

UM ESB umsóknina.

(Islendingar héldu að þeir fengju flýtimeðferð hjá Evrópusambandinu)

Svo segir Margrét: „Ýmislegt studdi þetta: Í lok janúar hafði t.d. birst frétt á forsíðu breska blaðsins The Guardian þar sem háttsettir heimildamenn blaðsins í Brussel og Reykjavík fullyrtu að Ísland fengi flýtimeðferð hjá Evrópusambandinu til að forða landinu frá efnahagshruni og gæti orðið aðili að sambandinu eftir tvö ár - árið 2011 - ef umsókn bærist á næstu mánuðum.“

„Líkið í lestinni.

Í lok maí bárust okkur fréttir af hinu risamáli sumarþingsins Icesave. Haft hafði verið eftir forsætisráðherra að til stæði að ræða málið í byrjun júní: Heimildarmaður okkar sem hafði samband við Birgittu fullyrti hins vegar að samningurinn væri nánast tilbúinn og til stæði að undirrita hann þegar sendinefnd kæmi til landsins í byrjun júní. Við nýgræðingarnir vissum ekkert hvernig við áttum að koma þessum upplýsingum á framfæri og óttuðumst að væru fréttirnar raktar til okkar kæmist upp um heimildarmanninn. Ég spurði Eygló Harðardóttur hvort þau í framsókn hefðu eitthvað heyrt en hún kannaðist ekki við það.

Þegar Sigmundur Davíð spurði svo Steingrím um Icesave málið í óundirbúnum fyrirspurnartíma þann 3. júní hvort til stæði að undirrita samkomulag á næstu dögum, sagði Steingrímur að sú væri ekki raunin.

Tveim dögum síðar skrifaði formaður samningarnefndarinnar Svavar Gestsson hins vega undir tilbúinn og flókinn samning sem hafði greinilega ekki fæðst fyrir tveimur dögum.“

„Næstu daga reyndi stjórnarandstaðan að fá að sjá samninginn en hann fékk enginn að sjá. Einhverjir stjórnarþingmenn sögðu jafnvel að þeim nægði að fá að vita helstu atriði hans og Steingrímur taldi miklu betra að samningurinn væri leyndó því hann væri svo flókinn og mikil hætta á að fólk misskildi hann. Auk þess væri það að kröfu viðsemjenda sem ekki mátti birta samninginn.

Birgitta [Jóndsdóttir] og Þór [Saari] áttu fund með aðila úr hollensku samninganefndinni sem var alveg hissa á þingmenn hefðu ekki fengið að sjá samninginn.“

Síðar segir Margrét þegar þingmenn kröfðust þess að fá að sjá [Icesave]samninginn eftir að honum hafði verið lekið til Defenshópsins og ríkisútvarpsins: „Í möppunum tveimur var mikið magn gagna; fundargerðir og bréf sem vísuðu hvert á annað. Það var nokkrum vandkvæðum bundið að lesa þetta saman því framhald gagna í þinghópsmöppunni var gjarnan að finna í leynimöppunni og öfugt. ekki mátti taka þinghópsmöppuna með sér inn í leyniherbergið því hún var ekki leyni.“

„Evrópusambandumsóknin.

Ég skildi þetta ferli á eftirfarandi hátt og veit um fjöldan allan af fólki sem skildi þetta á sama hátt fyrir kosningar. Við sækjum um aðild að ESB en þetta eru í raun og veru eins konar könnunarviðræður þar sem við fáum að sjá hvað er í boði en við erum samt eiginlega ekki að sækja um aðild að ESB heldur kanna hvort kröfum okkar verði mætt. Ef okkur líkar illa við þann samning sem okkur verður boðin getum við alltaf afþakkað og haldið áfram þar sem frá var horfið. Við erum sem sagt að fara í könnunarviðræður því að það er ekki víðtækur meirihluti, hvorki á Alþingi né meðal þjóðarinnar um stuðning við að ganga í Evrópusambandið.“

Svo segir Margrét: „Það fóru hins vegar að renna á okkur tvær grímur þegar við áttuðum okkur á tengslum Icesave- málsins og ESB umsóknarinnar og þeim mikla hraða sem átti að vera á umsókinni. Það átti sem sagt að vera sérstaklega hentugt fyrir okkur að sækja um þegar Svíar væru með forsæti í ESB og því var alls ekki hægt að fara í þjóðaratkvæðagreiðslu um það hvort rétt væri að leggja af stað í þennan leiðangur því það væri of tímafrekt. Eftir á að hygga held ég að það hafi verið stórkostleg mistök að fá ekki samþykki þjóðarinnar fyrir aðildarumsókninni, sér í lagi þar sem annar stjórnarflokkurinn var í raun á móti öllu þessu brölti.“

Seinna segir: „Sjálfstæðismenn höfðu borið fram breytingartillögu um að þjóðin yrði spurð hvort sækja bæri um aðild.“

Og enn skrifar Margrét, á bls. 65. segir svo: „Af samviskusemi las ég mig í gegnum herlegheitin þ.e. (Icesave samninginn) og þegar öllu hafði verið púslað saman var nokkuð ljóst í mínum huga að planið var að Ísland tæki á sig þessar skuldir, gengið í ESB og þar yrði málinu reddað með einhverjum hætti.

Eftir að Hreyfingin var á báðum áttum við að samþykkja umsóknina þá segir á bls. 75: „Það sem gerðist auðvitað í kjölfarið - og við höfðum ekki séð fyrir sökum reynsluleysis en var eftir á að hyggja alveg augljóst var að upprunalegu atkvæðagreiðsunni var frestað og farið var að snúa upp á hendur ESB andstæðinga í stjórnarliðinu og fá þá til að greiða atkvæði gegn tvöfaldri þjóðaratkvæðagreiðslu en með þingsályktunartillögu ríkisstjórnarinnar. *Nýir þingmenn Vinstri grænna voru sendir einn af öðrum inn til Jóhönnu sem reyndi að tala þá til og einhverjir komu skælandi út. Við höfðum aldrei upplifað nokkuð þessu líkt og ætluðum ekki að trúa því sem væri að gerast.+“

Undir lok pistils síns segir Ásthildur Cesil Þórðardóttir:

„Já svo mörg voru þau orð. Og ég tek undir með Margréti þetta eru ekki boðleg vinnubrögð. Og þegar málið er skoðað í þessu ljósi, þ.e. hvernig ESB umsókninni var þvingað upp á fólk með þessum hætti finnst mér eiginlega að menn ættu nú aðeins að hugsa sinn gang um að fara í einhverja herferð niður á Austurvöll og mótmæla eða safna undirskriftum. Það var ekki unnið að umsókninni með heilindum og raunar með ofbeldi og andstyggilegheitum. Svo það ætti ekki að vera nein goðgá að hætta þessum viðræðum, það er alltaf hægt að byrja upp á nýtt og þá með samþykki þjóðarinnar ef okkur sýnist svo.

En þetta er bara hingað og ekki lengra.“

Bj. Bj.

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

Björn Bjarnason var þingmaður Sjálfstæðisflokksins frá árinu 1991 til 2009. Hann var menntamálaráðherra 1995 til 2002 og dóms- og kirkjumálaráðherra frá 2003 til 2009. Björn var blaðamaður á Morgunblaðinu og síðar aðstoðarritstjóri 1979 til 1991.

 
 
Pistill

Umsóknarferli í andaslitrum - straumhvörf hafa orðið í afstöðu til ESB-viðræðna - réttur þjóðar­innar tryggður

Þáttaskil urðu í samskiptum ríkis­stjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis­ráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðu­stjóra stækkunarmála í framkvæmda­stjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...

 
Mest lesið
Fleira í pottinum

Þáttaskil - hlé á útgáfu Evrópu­vaktarinnar

Þriðjudaginn 27. apríl 2010 sá vefsíðan Evrópu­vaktin dagsins ljós. Nú er komið að þáttaskilum. Á Evrópu­vaktinni hefur verið lögð áhersla á málefni tengd Evrópu­sambandinu, þróun evrópskra stjórnmála og efnahagsmála auk umræðna hér á landi um þessi mál og tengsl Íslands og Evrópu­sambandsins. Þá hefu...

Easy-Jet fækkar ferðum London-Moskva um helming

Brezka flug­félagið Easy-Jet hefur fækkað ferðum á flugleiðinni London-Moskva um helming. Ástæðan er minnkandi eftirspurn og að sögn Moskvutíðinda eru önnur alþjóðleg flugfélög að gera hið sama. Farþegum á þessari flugleið hefur fækkað um 20% það sem af er þessu ári samanborið við sama tíma fyrir ári. Ástæðan er staða rúblunnar og versnandi alþjóðleg samskipti vegna deilunnar um Úkraínu.

Pengingaþvætti fyrir alþjóðlega glæpahringi ógnar bankakerfi Andorra

Athygli beinist að bankakerfinu í Andorra um þessar mundir og yfirvofandi hruni þess.

PIMCO: Evru­svæðið á sér ekki framtíð að óbreyttu

Forsvarsmenn PIMCO, stærsta skuldabréfa­sjóðs heims, segja að evru­svæðið eigi sér ekki framtíð nema evruríkin sameinist í eins konar „Bandaríkjum Evrópu“. Í því felst að sögn Daily Telegraph að aðildarríkin afsali sér sjálfstæði sínu. Talsmaður PIMCO bendir á að veikur hagvöxtur á evru­svæðinu h...

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS