Skoðanakönnun sem birt var mánudag 2. mars sýnir að Píratar sækja á meðal stjórnarandstöðuflokkanna og eru nú stærri en Björt framtíð og VG. Á ruv.is segir að samkvæmt þjóðarpúlsi Gallup ætli 15,2% landsmanna nú að kjósa Pírata, þrefalt fleiri en kusu flokkinn í apríl 2013. Píratar bæti við sig hátt í fjórum prósentustigum á milli mánaða og aðeins Sjálfstæðisflokkurinn með 26 % og Samfylkingin með 17% njóti meiri stuðnings. Þá mælist fylgi Bjartrar framtíðar rúm 13%, VG rúm 11% og Framóknarflokkurinn 11%.
Af þessum tölum sést að fyrrverandi stjórnaflokkar sem stóðu að umsókninni um aðild að ESB, Samfylking og VG, rétt slefa að vera stærri samtals en Sjálfstæðisflokkurinn sem þó hefur mátt sjá sinn fífil fegri og hefur engu öðru að fagna en að skipa efsta sæti í könnun sem endurspeglar pólitíska upplausn, ekki verða Píratar sagðir standa fyrir festu og stöðugleika.
Við þessa kreppu ESB-flokkanna bætast síðan efasemdarraddir um ágæti ESB-aðildar frá gamalgrónum talsmönnum aðildarinnar. Þar hefur Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrv. utanríkisráðherra og síðar sendiherra, farið fremstur í flokki í rétt 20 ár eða frá árinu 1995 þegar hann boðaði þá stefnu sem formaður Alþýðuflokksins að sækja ætti um aðild að ESB en hafði ekki erindi sem erfiði, Alþýðuflokkurinn varð að engu og Samfylkingin, arftaki hennar, komst ekki í ríkisstjórn fyrr en árið 2007 og tók þá að vinna að ESB-aðild. Sumarið 2009 rættist draumur flokksforystunnar með ESB-umsókninni en hann hefur breyst í martröð eins og fram kom í samtali Björns Inga Hrafnssonar á Eyjunni við Jón Baldvin Hannibalsson sunnudaginn 1. mars
Jón Baldvin svaraði spurningunni: „Eiga Íslendingar að fara þarna inn [í ESB]?“ á þennan veg:
„Nei, nei, við erum ekkert á þeirri leið, og taktu eftir því sem ég segi við erum ekkert á leiðinni inn í Evrópusambandið á næstunni.“
„Um það er að segja; ætl¬um við að virða lýðræðis¬leg¬ar niður¬stöður kosn¬inga ef ein¬hverj¬um í Brus¬sel eða í for¬ystu Evr¬ópu¬sam¬bands¬ins í Þýskalandi mis¬lík¬ar það?“
Hann sagði síðan:
„Evrópusambandið er í fjármálalegri krísu sem er bæði bankakrísa og skuldakrísa. Evrópusambandið er í hagstjórnarkrísu, þú nefndir Þýskaland, vegna þess að pólitíkin sem Þýskaland hefur þröngvað upp á Evrópu sem er niðurskurður á félagslegri þjónustu og hækkun skatta í jaðarríkjunum hefur ekki skilað neinum árangri. Hún hefur haft þveröfug áhrif sem allir áttu að hafa lært af reynslu heimskreppunnar á sínum tíma.“
Þá taldi Jón Baldvin stjórnmálakreppu ríkja innan ESB, hagsmunir fjármagnsins kæmu í veg fyrir lýðræðislegar breytingar eftir kosningar. „Í slíku ástandi skapast jarðvegur fyrir fasisma og rasisma, við erum líka að upplifa það.“
Jón Baldvin sagði „vandræði á vinstri vængnum“ hér á landi og stjórnarandstaðan sinnti ekki heimavinnunni. Hún næði engum árangri nema hún sannfærði þjóðina um að hún hefði aðra framtíðarsýn, aðrar lausnir sem væru raunverulegar og trúverðugar.
Nýja könnunin á fylgi flokkanna er gerð á sama tíma og talsmenn Samfylkingar og Bjartrar framtíðar hafa í heitingum við stjórnarflokkana vegna boðaðar tillögu um að afturkalla ESB-umsóknina – þegar meira að segja Jón Baldvin telur umsóknina tímaskekkju er fokið í öll skjól fyrir talsmenn hennar.
Bj. Bj.
Björn Bjarnason var þingmaður Sjálfstæðisflokksins frá árinu 1991 til 2009. Hann var menntamálaráðherra 1995 til 2002 og dóms- og kirkjumálaráðherra frá 2003 til 2009. Björn var blaðamaður á Morgunblaðinu og síðar aðstoðarritstjóri 1979 til 1991.
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Þáttaskil - hlé á útgáfu Evrópuvaktarinnar
Þriðjudaginn 27. apríl 2010 sá vefsíðan Evrópuvaktin dagsins ljós. Nú er komið að þáttaskilum. Á Evrópuvaktinni hefur verið lögð áhersla á málefni tengd Evrópusambandinu, þróun evrópskra stjórnmála og efnahagsmála auk umræðna hér á landi um þessi mál og tengsl Íslands og Evrópusambandsins. Þá hefu...
Easy-Jet fækkar ferðum London-Moskva um helming
Brezka flugfélagið Easy-Jet hefur fækkað ferðum á flugleiðinni London-Moskva um helming. Ástæðan er minnkandi eftirspurn og að sögn Moskvutíðinda eru önnur alþjóðleg flugfélög að gera hið sama. Farþegum á þessari flugleið hefur fækkað um 20% það sem af er þessu ári samanborið við sama tíma fyrir ári. Ástæðan er staða rúblunnar og versnandi alþjóðleg samskipti vegna deilunnar um Úkraínu.
Pengingaþvætti fyrir alþjóðlega glæpahringi ógnar bankakerfi Andorra
Athygli beinist að bankakerfinu í Andorra um þessar mundir og yfirvofandi hruni þess.
PIMCO: Evrusvæðið á sér ekki framtíð að óbreyttu
Forsvarsmenn PIMCO, stærsta skuldabréfasjóðs heims, segja að evrusvæðið eigi sér ekki framtíð nema evruríkin sameinist í eins konar „Bandaríkjum Evrópu“. Í því felst að sögn Daily Telegraph að aðildarríkin afsali sér sjálfstæði sínu. Talsmaður PIMCO bendir á að veikur hagvöxtur á evrusvæðinu h...