Þriðjudagurinn 19. janúar 2021

Le Figaro segir aldrei hafa verið rætt um sjávar­útvegsmál milli ESB og Íslands - lesendur fagna ákvörðun ríkis­stjórnar­innar


13. mars 2015 klukkan 11:18

Í erlendum fjölmiðlum er fjallað um ákvörðun ríkisstjórnar Íslands um að retiré sa candidature à l'Union européenne eins og það er orðað í Le Figaro, það er draga til baka umsókn að Evrópusambandinu. Mið-hægri ríkisstjórnin hafi lofað að binda enda á ferlið sem hófst árið 2009.

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra hafi tilkynnt formanni ráðherraráðs ESB þetta og framkvæmdastjórn ESB auk þess hafi hann skrifað á netsíðu sína: „Hagsmunum Íslands er betur borgið utan Evrópusambandsins.“

Þá segir í Le Figaro:

„Vinstristjórn lagið umsóknina inn á tíma þegar alvarleg fjármálakrísa hafði veikt tiltrú fólks til stofnana sinna og vakið löngun til að tengjast evru-svæðinu enda blasti við gengisfall krónunnar.

Einni spurningu er þó alltaf ósvarað: hvernig á að brúa bilið milli ráðamanna í Brussel og Reykjavík varðandi aflaheimildir, meginstoð íslensks efnahags. Um þetta viðkvæma mál var aldrei fjallað í viðræðunum frá júní 2011 til janúar 2013.“

Í frétt Le Figaro sem er reist á frétt frá AFP-fréttastofunni er áréttuð sú staðreynd sem blasir við öllum sem rýnt hafa í viðræður fulltrúa Íslands og ESB að aldrei var rætt um sjávarútvegsmál af því að ESB neitaði að ræða þau á grundvelli álits meirihluta utanríkismálanefndar – umsóknarríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur heyktist á að breyta álitinu og því neyddist Össur Skarphéðinsson umsóknarráðherra til að setja viðræðurnar á ís í janúar 2013.

Þegar þetta er skrifað hefur 201 lesandi Le Figaro látið í sér heyra á vefsíðu blaðsins um þessa frétt blaðsins og er tóninn almennt mjög jákvæður í garð Íslands og Íslendinga vegna ákvörðunar ríkisstjórnarinnar.

Hér skal birt lausleg þýðing á þremur athugasemdum.

CarlosSolis segir:

„Í fjármálakreppunni sýndi Ísland að það var eina landið í Evrópu sem brást við af skynsemi í því skyni að gæta hagsmuna eigin borgara.

Hafnað var aðhaldsstefnu þar sem borgararnir eru látnir greiða fyrir bankana, dregnir voru fyrir rétt þeir sem báru ábyrgð í stjórnmálum og fjármálum, miskunnarlaus barátta gegn spillingu o. s. frv.

Niðurstaða: Ísland er eina ríkið sem er komið úr kreppunni. Og með prýði.

Landið sannar það enn einu sinni í dag.

Bravó og virðing.“

Mouf11 segir:

„Bravó Ísland! ESB er þegar dautt en stjórnendur þess vita það ekki ennþá.“

bitum57 segir:

„hér er þjóð sem hefur kynnt sér málið rækilega og lætur þjóðarhagsmuni ráða en ekki einkahagsmuni. bravó.

þessu er alls ekki svona farið hjá okkur.“

Bj. Bj.

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

Björn Bjarnason var þingmaður Sjálfstæðisflokksins frá árinu 1991 til 2009. Hann var menntamálaráðherra 1995 til 2002 og dóms- og kirkjumálaráðherra frá 2003 til 2009. Björn var blaðamaður á Morgunblaðinu og síðar aðstoðarritstjóri 1979 til 1991.

 
 
Pistill

Umsóknarferli í andaslitrum - straumhvörf hafa orðið í afstöðu til ESB-viðræðna - réttur þjóðar­innar tryggður

Þáttaskil urðu í samskiptum ríkis­stjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis­ráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðu­stjóra stækkunarmála í framkvæmda­stjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...

 
Mest lesið
Fleira í pottinum

Þáttaskil - hlé á útgáfu Evrópu­vaktarinnar

Þriðjudaginn 27. apríl 2010 sá vefsíðan Evrópu­vaktin dagsins ljós. Nú er komið að þáttaskilum. Á Evrópu­vaktinni hefur verið lögð áhersla á málefni tengd Evrópu­sambandinu, þróun evrópskra stjórnmála og efnahagsmála auk umræðna hér á landi um þessi mál og tengsl Íslands og Evrópu­sambandsins. Þá hefu...

Easy-Jet fækkar ferðum London-Moskva um helming

Brezka flug­félagið Easy-Jet hefur fækkað ferðum á flugleiðinni London-Moskva um helming. Ástæðan er minnkandi eftirspurn og að sögn Moskvutíðinda eru önnur alþjóðleg flugfélög að gera hið sama. Farþegum á þessari flugleið hefur fækkað um 20% það sem af er þessu ári samanborið við sama tíma fyrir ári. Ástæðan er staða rúblunnar og versnandi alþjóðleg samskipti vegna deilunnar um Úkraínu.

Pengingaþvætti fyrir alþjóðlega glæpahringi ógnar bankakerfi Andorra

Athygli beinist að bankakerfinu í Andorra um þessar mundir og yfirvofandi hruni þess.

PIMCO: Evru­svæðið á sér ekki framtíð að óbreyttu

Forsvarsmenn PIMCO, stærsta skuldabréfa­sjóðs heims, segja að evru­svæðið eigi sér ekki framtíð nema evruríkin sameinist í eins konar „Bandaríkjum Evrópu“. Í því felst að sögn Daily Telegraph að aðildarríkin afsali sér sjálfstæði sínu. Talsmaður PIMCO bendir á að veikur hagvöxtur á evru­svæðinu h...

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS