Föstudagurinn 19. ágúst 2022

Pólland: Fólki fjölgar í skotfélögum vegna ótta við yfirgang af hálfu Rússa


15. mars 2015 klukkan 14:56

Nú er svo komið að fólk streymir í skotfélög í Póllandi og tekur þar þátt í þjálfun með skotvopn og æfingum. Á forsíðu The New York Times birtist sunnudaginn 15. mars frétt um þetta eftir Rick Lyman sem dvalist hefur í Póllandi. Hann segir að þessi sókn almennings eftir að tengjast einskonar þjálfunarsveitum hersins eigi rætur að rekja til ótta við Rússa og Vladimír Pútín forseta sem ekki sést opinberlega í 10 daga.

Pólskar stúlkur við herþjálfun.

Blaðamaðurinn varð vitni að því þegar 30 námsmenn sóru þess eið við inngöngu í skotfélag í bænum Kalisz að verja Pólland til hinstu stundar. Þeir hafi slegist í hóp 200 annarra félagsmanna – ungra karla og kvenna, drengja og stúlkna – sem hafi gengið fylktu liði um lóð við skóla í heimabyggð þeirra. Þaðan hafi þau síðan inn í þorpið sjálft og myndað fjórar raðir á torgi þess, torgi heilags Jóseps.

Í fylkingunni hafi einnig verið Boguslaw Pacek hershöfðingi, ráðgjafi pólska varnarmálaráðherrans og helsti tengiliður stjórnvalda við þessar þjálfunarsveitir. Hann hafi undanfarna mánuði ferðast um landið og tekið þátt í athöfnum af þessu tagi með námsmönnum og uppgjafahermönnum.

Blaðamaður NYT ræddi við Bartosz Walesiak 16 ára sem sagðist hafa ákveðið að ganga í skotfélagið eftir að Rússar innlimuðu Krím:

„Ég held að Pútín vilji meira. Litháar, Eistar og Lettar eru þegar teknir til við að búa sig undir að eitthvað slíkt gerist, Pólverjar verða einnig að gera það.“

Blaðamaðurinn segir að hvarvetna verði þess vart að fólk búist við hinu versta af Rússum, þeir séu árásargjarnir og óútreiknanlegir. Þegar sagt er að ekkert bendi til þess að þeir hafi eitthvað illt í huga kalli það aðeins fram örvæntingarlegan hlátur.

Marcin Zaborowski, forstöðumaður Utanríkismálastofnunar Póllands, segir:

„Ég tel að áhrifin á daglegt líf séu að verða mjög slæm. Hvað eftir annað kemur fólk til mín – nágrannar, hárgreiðslufólk – og spyr hvort það verði stríð. Um daginn hringdi móðir mín og spurði mig um þetta.“

Í janúar tilkynnti pólska varnarmálaráðuneytið að herþjálfun yrði í boði fyrir hvern almenna borgara sem vildi hljóta hana, skráning hæfist 1. mars. Strax á fyrsta degi skráðu sig um 1.000 manns. Þá íhugar varnarmálaráðherrann að koma á fót þjóðvarðliði að bandarískri fyrirmynd. Þá hefur reglum um herkvaðningu verið breytt á þann veg að nú má kalla næstum alla karlmenn til vopna en áður var kvaðningin bundinn við þá sem eru í hinu formlega varaliði landsins.

Af hálfu pólskra stjórnvalda er annars vegna bent á að hætta sem steðjar að landinu aukist og hins vegar að aðild þess að NATO og ESB tryggi öryggi þjóðarinnar.

Pawel Kowal, fyrrverandi þingmaður, sérfróður um utanríkismál, segir tilfinningin sé sú að nýtt járntjald hafi risið milli Rússlands og NATO en að þessu sinni séu Pólverjar sem betur fer réttu megin við það.

Bj. Bj.

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

Björn Bjarnason var þingmaður Sjálfstæðisflokksins frá árinu 1991 til 2009. Hann var menntamálaráðherra 1995 til 2002 og dóms- og kirkjumálaráðherra frá 2003 til 2009. Björn var blaðamaður á Morgunblaðinu og síðar aðstoðarritstjóri 1979 til 1991.

 
 
Pistill

Umsóknarferli í andaslitrum - straumhvörf hafa orðið í afstöðu til ESB-viðræðna - réttur þjóðar­innar tryggður

Þáttaskil urðu í samskiptum ríkis­stjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis­ráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðu­stjóra stækkunarmála í framkvæmda­stjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...

 
Mest lesið
Fleira í pottinum

Þáttaskil - hlé á útgáfu Evrópu­vaktarinnar

Þriðjudaginn 27. apríl 2010 sá vefsíðan Evrópu­vaktin dagsins ljós. Nú er komið að þáttaskilum. Á Evrópu­vaktinni hefur verið lögð áhersla á málefni tengd Evrópu­sambandinu, þróun evrópskra stjórnmála og efnahagsmála auk umræðna hér á landi um þessi mál og tengsl Íslands og Evrópu­sambandsins. Þá hefu...

Easy-Jet fækkar ferðum London-Moskva um helming

Brezka flug­félagið Easy-Jet hefur fækkað ferðum á flugleiðinni London-Moskva um helming. Ástæðan er minnkandi eftirspurn og að sögn Moskvutíðinda eru önnur alþjóðleg flugfélög að gera hið sama. Farþegum á þessari flugleið hefur fækkað um 20% það sem af er þessu ári samanborið við sama tíma fyrir ári. Ástæðan er staða rúblunnar og versnandi alþjóðleg samskipti vegna deilunnar um Úkraínu.

Pengingaþvætti fyrir alþjóðlega glæpahringi ógnar bankakerfi Andorra

Athygli beinist að bankakerfinu í Andorra um þessar mundir og yfirvofandi hruni þess.

PIMCO: Evru­svæðið á sér ekki framtíð að óbreyttu

Forsvarsmenn PIMCO, stærsta skuldabréfa­sjóðs heims, segja að evru­svæðið eigi sér ekki framtíð nema evruríkin sameinist í eins konar „Bandaríkjum Evrópu“. Í því felst að sögn Daily Telegraph að aðildarríkin afsali sér sjálfstæði sínu. Talsmaður PIMCO bendir á að veikur hagvöxtur á evru­svæðinu h...

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS