Fimmtudagurinn 21. febrúar 2019

Rússar setja Norðurflotann í allsherjarviðbragðsstöðu - undrast æfingar undir merkjum NATO við landamæri sín


16. mars 2015 klukkan 12:18

Fyrsta embættisverk Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta eftir að hann birtist opinberlega að nýju mánudaginn 16. mars eftir 10 daga fjarveru var að skipa Norðurflota Rússlands á Kólaskaga við austurlandamæri Noregs að fara í allsherjar viðbragðsstöðu til skyndiæfingar.

Admiral Kuznetsov - eina flugmóðurskip Rússa er í Norðurflotanum.

Á norsku vefsíðunni BarentsObserver er haft eftir rússneska varnarmálaráðherranum að fyrirmælin nái til 38.000 hermanna, 3.360 ökutækja, 41 herskips, 15 kafbáta og 110 flugvéla. Verði eftirlitsmenn sendir til að gera úttekt á viðbragðsflýtinum og hafi þeir tekið til starfa klukkan 08.00 að morgni mánudags 16. mars.

Höfuðhöfn Norðurflotans er í Severomorsk fyrir norðan Múrmansk og nokkrar hafnir kjarnorkuknúinna kafbáta eru á ströndinni í átt að Noregi.

Á vefsíðu rússneska varnarmálaráðuneytisins segir að með æfingunni eigi að kanna getu Norðurflotans til aðgerða í Norður-Íshafi. „Ný verkefni og nýjar ógnir við hernaðarlegt öryggi krefjast þess að geta heraflans til átaka sé efld enn frekar,“ segir Sergei Shoigu varnarmálaráðherra.

Rússar boða þessar æfingar Norðurflotans á sama tíma sem Norðmenn ljúka heræfingum sem staðið hafa í eina viku á Finnmörk, nyrsta héraði landsins. Tóku um 5.000 hermenn þátt í henni og hefur svo viðamikil æfing ekki verið á Finnmörk síðan 1967.

Alexeij Meshkov, varautanríkisráðherra Rússlands, sagði mánudaginn 16. mars að fjölgun heræfinga undir merkjum NATO skammt frá landamærum Noregs drægi úr stöðugleika í Norðaustur-Evrópu.

„Rússar hafa miklar áhyggjur af fjölgun NATO-æfinga við landamæri okkar. Það er sérstaklega undarlegt að þetta skuli gerast í Norðaustur-Evrópu þar sem stöðugleiki er mestur ekki aðeins í okkar heimshluta heldur kannski einnig í öllum heiminum,“ segir Mashkov við TASS-fréttastofuna.

BarentsObserver minnir á að Norðmenn og Rússar eigi sameiginlega strandlengju að Barentshafi og undanfarin 20 ár hafi þeir þróað með sér samstarf á sviði hermála til dæmis með gagnkvæmum flotaheimsóknum en Norðmenn hafi skorið á allt slíkt samstarf eftir að Rússar innlimuðu Krímskaga 16. mars 2014,

Bj. Bj.

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

Björn Bjarnason var þingmaður Sjálfstæðisflokksins frá árinu 1991 til 2009. Hann var menntamálaráðherra 1995 til 2002 og dóms- og kirkjumálaráðherra frá 2003 til 2009. Björn var blaðamaður á Morgunblaðinu og síðar aðstoðarritstjóri 1979 til 1991.

 
 
Pistill

Umsóknarferli í andaslitrum - straumhvörf hafa orðið í afstöðu til ESB-viðræðna - réttur þjóðar­innar tryggður

Þáttaskil urðu í samskiptum ríkis­stjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis­ráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðu­stjóra stækkunarmála í framkvæmda­stjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...

 
Mest lesið
Fleira í pottinum

Þáttaskil - hlé á útgáfu Evrópu­vaktarinnar

Þriðjudaginn 27. apríl 2010 sá vefsíðan Evrópu­vaktin dagsins ljós. Nú er komið að þáttaskilum. Á Evrópu­vaktinni hefur verið lögð áhersla á málefni tengd Evrópu­sambandinu, þróun evrópskra stjórnmála og efnahagsmála auk umræðna hér á landi um þessi mál og tengsl Íslands og Evrópu­sambandsins. Þá hefu...

Easy-Jet fækkar ferðum London-Moskva um helming

Brezka flug­félagið Easy-Jet hefur fækkað ferðum á flugleiðinni London-Moskva um helming. Ástæðan er minnkandi eftirspurn og að sögn Moskvutíðinda eru önnur alþjóðleg flugfélög að gera hið sama. Farþegum á þessari flugleið hefur fækkað um 20% það sem af er þessu ári samanborið við sama tíma fyrir ári. Ástæðan er staða rúblunnar og versnandi alþjóðleg samskipti vegna deilunnar um Úkraínu.

Pengingaþvætti fyrir alþjóðlega glæpahringi ógnar bankakerfi Andorra

Athygli beinist að bankakerfinu í Andorra um þessar mundir og yfirvofandi hruni þess.

PIMCO: Evru­svæðið á sér ekki framtíð að óbreyttu

Forsvarsmenn PIMCO, stærsta skuldabréfa­sjóðs heims, segja að evru­svæðið eigi sér ekki framtíð nema evruríkin sameinist í eins konar „Bandaríkjum Evrópu“. Í því felst að sögn Daily Telegraph að aðildarríkin afsali sér sjálfstæði sínu. Talsmaður PIMCO bendir á að veikur hagvöxtur á evru­svæðinu h...

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS