Þriðjudagurinn 19. janúar 2021

Ógöngum Grikkja á evru-svæðinu ekki lokið - leiðtogar evru-ríkja ráðalausir


17. mars 2015 klukkan 12:22

Óvissan um stöðu Grikklands á evru-svæðinu eykst frekar en minnkar eins og neðangreind samantekt á vegum hugveitunnar Open Europe að morgni þriðjudags 17. mars sýnir:

Wolfgang Schäuble, fjármálaráðherra Þýskalands, sagði á blaðamannafundi mánudaginn 16. mars:

„Nýja gríska ríkisstjórnin hefur að nýju eyðilagt allt traust sem hafði áunnist… Fram í nóvember var ríkisstjórnin í Aþenu á leið sem hefði getað losað hana úr kreppunni. Þessu er lokið. Ég veit ekki hvað nú á að gera við Grikkland.“

Johan Van Overtveldt, fjármálaráðherra Belgíu, sagði við The Financial Times:

„[Grikkir] álíta í raun að þeir komist enn upp með að ala á ótta. Nú hefur hins vegar verið búið þannig um hnúta að við getum örugglega lifað af [brottför Grikkja úr evru-samstarfinu].“

Miro Cerar, forsætisráðherra Slóveníu, sagði við Bloomberg-fréttastofuna:

„Við leggjum okkur alla fram til að minnka hallann á ríkissjóði, til að ná tökum á ríkisfjármálunum. Vegna þess getum við ekki gengið of langt í samstöðu okkar [með Grikkjum] af því að með því sendum við slæm boð til íbúa lands okkar, til skattgreiðenda okkar.“

Yanis Dragasakis, varaforsætisráðherra Grikklands, sagði við franska blaðið Les Echos:

„Ákveðin pólitísk öfl í Evrópu neita að viðurkenna niðurstöðu grísku kosninganna.. Við erum fúsir til að slá af kröfum en það kemur alls ekki til álita að beita svikráðum gegn vilja kjósenda“

Gríski varnarmálaráðherrann hefur hótað að gríska ríkisstjórnin sendi hælisleitendur til Berlínar verði ekki orðið við óskum hennar um lánafyrirgreiðslu. Mark Rutte, forsætisráðherra Hollands, sagði mánudaginn 16. mars að gripu Grikkir til þessa ráðs yrðu þeir reknir úr Schengen-samstarfinu „með hraði“.

Þýska DPA-fréttstofan segir að ný könnun á vegum YouGov sýni að 59% Þjóðverja vilji að Grikkir yfirgefi evru-samstarfið en aðeins 23% séu andvígir brottför þeirra.

Bj. Bj.

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

Björn Bjarnason var þingmaður Sjálfstæðisflokksins frá árinu 1991 til 2009. Hann var menntamálaráðherra 1995 til 2002 og dóms- og kirkjumálaráðherra frá 2003 til 2009. Björn var blaðamaður á Morgunblaðinu og síðar aðstoðarritstjóri 1979 til 1991.

 
 
Pistill

Umsóknarferli í andaslitrum - straumhvörf hafa orðið í afstöðu til ESB-viðræðna - réttur þjóðar­innar tryggður

Þáttaskil urðu í samskiptum ríkis­stjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis­ráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðu­stjóra stækkunarmála í framkvæmda­stjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...

 
Mest lesið
Fleira í pottinum

Þáttaskil - hlé á útgáfu Evrópu­vaktarinnar

Þriðjudaginn 27. apríl 2010 sá vefsíðan Evrópu­vaktin dagsins ljós. Nú er komið að þáttaskilum. Á Evrópu­vaktinni hefur verið lögð áhersla á málefni tengd Evrópu­sambandinu, þróun evrópskra stjórnmála og efnahagsmála auk umræðna hér á landi um þessi mál og tengsl Íslands og Evrópu­sambandsins. Þá hefu...

Easy-Jet fækkar ferðum London-Moskva um helming

Brezka flug­félagið Easy-Jet hefur fækkað ferðum á flugleiðinni London-Moskva um helming. Ástæðan er minnkandi eftirspurn og að sögn Moskvutíðinda eru önnur alþjóðleg flugfélög að gera hið sama. Farþegum á þessari flugleið hefur fækkað um 20% það sem af er þessu ári samanborið við sama tíma fyrir ári. Ástæðan er staða rúblunnar og versnandi alþjóðleg samskipti vegna deilunnar um Úkraínu.

Pengingaþvætti fyrir alþjóðlega glæpahringi ógnar bankakerfi Andorra

Athygli beinist að bankakerfinu í Andorra um þessar mundir og yfirvofandi hruni þess.

PIMCO: Evru­svæðið á sér ekki framtíð að óbreyttu

Forsvarsmenn PIMCO, stærsta skuldabréfa­sjóðs heims, segja að evru­svæðið eigi sér ekki framtíð nema evruríkin sameinist í eins konar „Bandaríkjum Evrópu“. Í því felst að sögn Daily Telegraph að aðildarríkin afsali sér sjálfstæði sínu. Talsmaður PIMCO bendir á að veikur hagvöxtur á evru­svæðinu h...

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS