Föstudagurinn 19. ágúst 2022

Rússland: Fallhlífarhermenn og landgönguliðar sendir á strönd Norður-Íshafsins - breytt stjórnkerfi í mótun á norðurslóðum


18. mars 2015 klukkan 15:33
Rússneskir fallhlífarhermenn

Rússneskir fallhlífarhermenn frá Ivanovo-hersveit flughersins stukku í fyrsta sinn til jarðar á Novaja Zemlja og Franz Josef landi í Norður-Íshafi miðvikudaginn 18. mars segir í frétt rússneska varnarmálaráðuneytisins. Var þetta liður í allsherjaræfingu rússneska Norðurflotans sem hófst fyrirvaralaust mánudaginn 16. mars.

Tilgangur æfingarinnar með fallhlífarhermönnunum var að tryggja varnir hernaðarlega mikilvægra staða og búa í haginn fyrir landgöngu meginheraflans. Fleiri en 10 Iljushin II-76 vélar fluttu hermennina og búnað þeirra.

Alls taka 38.000 hermenn, rúmlega 55 herskip og kafbátar, 110 hervélar og þyrlur þátt í æfingunni. Með henni á að leggja mat á getu Norðurflotans til að tryggja hernaðarlegt öryggi Rússlands á Norður-Íshafi.

Í mars 2014 stukku 350 hermenn frá Ivanovo-sveitinni til jarðar á Kotelníj-eyju í Nýju-Síberíu klasanum. Árið 2014 stukku 90 fallhlífarhermenn frá Iljúshí II-76 niður að fljótandi rannsóknarstöðinni Barneo á ísnum skammt frá Norðurpólnum.

Rússneskir hermenn

Landgönguliðar í Norðurflotanum æfa landgöngu á strönd Norður-Íshafsins. Hermenn hafa gengið um borð í landgönguskipið Kondopoga að sögn RIA Novosti-fréttastofunnar. Í fréttinni segir að skipið flytji liðið að stað sem herráðsforingjar sem fylgjast með æfingunum ákveða.

Við æfinguna verða notaðir BTR-80 og MTLB-V brynvarðir landgöngudrekar og farartæki. Rússneskir fjölmiðlar hafa ekki upplýst um landgöngustaðinn. Fyrsta landgönguæfing Rússa á heimskótaslóðum var árið 2012 þegar gengið var á land á Nýju Síberíueyjum. Svipuð æfing var endurtekin árið 2013.

Hluti af þessari skyndiæfingu er að flytja flugvélar til varavalla. Næstu daga verða flugvélar sendar til nýrra flugvalla í 400 til 4.000 km fjarlægð frá þeim stað þar sem vélarnar voru við upphaf æfingarinnar. Um er að ræða orrustuþotur og þyrlur.

Kafbátaleitarvélar Norðurflotans æfa kafbátavarnir á Barentshafi. Leitað er að kafbátum á svæðinu þar sem Norðurflotinn mun æfa. Þá munu Rússar einnig nota dróna til eftirlits úr lofti á Barentshafi.

Á sama tíma og æfingar Norðurflotans standa var tilkynnt þriðjudaginn 17. mars að ný rússnesk alríkisnefnd um norðurslóðir hefði verið skipuð undir formennsku Dmitrís Rogozinz varaforsætisráðherra sem lýst er sem harðlínumanni. Nefndin á að samhæfa störf ríkisstofnana sem sinna byggðaþróun.

Rússneska blaðið Kommersant segir að nefndin muni fjalla um félagsmál, efnahagsmál, stjórnmál og hermál. Á fyrsta fundi nefndarinnar hafi verið ákveðið að „endurmeta allt sem Rússar eiga á norðurslóðum.

Rogozin er á bannlista Bandaríkjanna, ESB og annarra ríkja vegna beinna afskipta hans af innri málum Úkraínumanna.

Heimild: TASS og BarentsObserver

Bj. Bj.

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

Björn Bjarnason var þingmaður Sjálfstæðisflokksins frá árinu 1991 til 2009. Hann var menntamálaráðherra 1995 til 2002 og dóms- og kirkjumálaráðherra frá 2003 til 2009. Björn var blaðamaður á Morgunblaðinu og síðar aðstoðarritstjóri 1979 til 1991.

 
 
Pistill

Umsóknarferli í andaslitrum - straumhvörf hafa orðið í afstöðu til ESB-viðræðna - réttur þjóðar­innar tryggður

Þáttaskil urðu í samskiptum ríkis­stjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis­ráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðu­stjóra stækkunarmála í framkvæmda­stjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...

 
Mest lesið
Fleira í pottinum

Þáttaskil - hlé á útgáfu Evrópu­vaktarinnar

Þriðjudaginn 27. apríl 2010 sá vefsíðan Evrópu­vaktin dagsins ljós. Nú er komið að þáttaskilum. Á Evrópu­vaktinni hefur verið lögð áhersla á málefni tengd Evrópu­sambandinu, þróun evrópskra stjórnmála og efnahagsmála auk umræðna hér á landi um þessi mál og tengsl Íslands og Evrópu­sambandsins. Þá hefu...

Easy-Jet fækkar ferðum London-Moskva um helming

Brezka flug­félagið Easy-Jet hefur fækkað ferðum á flugleiðinni London-Moskva um helming. Ástæðan er minnkandi eftirspurn og að sögn Moskvutíðinda eru önnur alþjóðleg flugfélög að gera hið sama. Farþegum á þessari flugleið hefur fækkað um 20% það sem af er þessu ári samanborið við sama tíma fyrir ári. Ástæðan er staða rúblunnar og versnandi alþjóðleg samskipti vegna deilunnar um Úkraínu.

Pengingaþvætti fyrir alþjóðlega glæpahringi ógnar bankakerfi Andorra

Athygli beinist að bankakerfinu í Andorra um þessar mundir og yfirvofandi hruni þess.

PIMCO: Evru­svæðið á sér ekki framtíð að óbreyttu

Forsvarsmenn PIMCO, stærsta skuldabréfa­sjóðs heims, segja að evru­svæðið eigi sér ekki framtíð nema evruríkin sameinist í eins konar „Bandaríkjum Evrópu“. Í því felst að sögn Daily Telegraph að aðildarríkin afsali sér sjálfstæði sínu. Talsmaður PIMCO bendir á að veikur hagvöxtur á evru­svæðinu h...

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS