Föstudagurinn 19. ágúst 2022

Frakkland: Tillaga um að lögfest verði lágmarksþyngd sýningarstúlkna


19. mars 2015 klukkan 12:07

Fyrir franska þinginu liggur nú tillaga sem miðar að því að banna of grönnum konum að koma fram sem tískusýningarstúlkur. Gerð verði krafa um lágmarksþyngd fyrirsæta. Stuðningsmenn tillögunnar, stjórnarflokkur sósíalista, segja að samþykkt hennar yrði markvert skref í baráttunni við átröskun (anorexiu).

Gert ráð fyrir að refsa megi umboðsskrifstofum og tískuhúsum sem virða ekki ákvæði um kröfur til líkamsþyngdar og mælingar með allt að um 80.000 evru sekt og sex mánaða fangelsi. Lokaákvörðun um þessar kröfur yrði í höndum franskra heilbrigðisyfirvalda.

Í Ísrael hafa þegar verið samþykkt lög sem banna þátttöku of léttra og of ungra fyrirsæta og sýningarstúlkna. Á Ítalíu og Spáni er til skoðunar að flytja frumvarp með svipuðum ákvæðum og finna má í franska frumvarpinu. Í þessum löndum treysta yfirvöld enn á að innan tískuheimsins gæti menn grundvallaratriða að þessu leyti án opinberra afskipta. Árið 2008 var svipuð tillaga og nú til umræðu í Frakklandi en frá því var fallið að afgreiða hana vegna mótmæla tískuhönnuða og framleiðenda.

Ákvæði um lágmarksþyngdina er hluti af frumvarpi að heildarlögum um heilbrigðismál sem er til umræðu í neðri deild franska þingsins. Olivier Véran, taugasérfræðingur og þingmaður, er flutningsmaður tillögunnar. Hann segir að verði hún samþykkt verði stigið skref til að auðvelda baráttuna gegn átröskun sem hann telur herja á 30.000 til 40.000 manns í Frakklandi.

Undanfarin ár hefur dauði sýningarstúlkna vegna vannæringar vakið heitar umræður um heilsufar og útlit þeirra sem taka þátt í tískusýningum. Þótt menn innan greinarinnar leggist gegn lagasetningu hafa margir áhrifamenn þar sagt að þeir kjósi að nýta sér krafta „heilbrigðra módela“ og stuðla að heilbrigðum lifnaðarháttum.

Heimild: NYT

Bj. Bj.

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

Björn Bjarnason var þingmaður Sjálfstæðisflokksins frá árinu 1991 til 2009. Hann var menntamálaráðherra 1995 til 2002 og dóms- og kirkjumálaráðherra frá 2003 til 2009. Björn var blaðamaður á Morgunblaðinu og síðar aðstoðarritstjóri 1979 til 1991.

 
 
Pistill

Umsóknarferli í andaslitrum - straumhvörf hafa orðið í afstöðu til ESB-viðræðna - réttur þjóðar­innar tryggður

Þáttaskil urðu í samskiptum ríkis­stjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis­ráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðu­stjóra stækkunarmála í framkvæmda­stjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...

 
Mest lesið
Fleira í pottinum

Þáttaskil - hlé á útgáfu Evrópu­vaktarinnar

Þriðjudaginn 27. apríl 2010 sá vefsíðan Evrópu­vaktin dagsins ljós. Nú er komið að þáttaskilum. Á Evrópu­vaktinni hefur verið lögð áhersla á málefni tengd Evrópu­sambandinu, þróun evrópskra stjórnmála og efnahagsmála auk umræðna hér á landi um þessi mál og tengsl Íslands og Evrópu­sambandsins. Þá hefu...

Easy-Jet fækkar ferðum London-Moskva um helming

Brezka flug­félagið Easy-Jet hefur fækkað ferðum á flugleiðinni London-Moskva um helming. Ástæðan er minnkandi eftirspurn og að sögn Moskvutíðinda eru önnur alþjóðleg flugfélög að gera hið sama. Farþegum á þessari flugleið hefur fækkað um 20% það sem af er þessu ári samanborið við sama tíma fyrir ári. Ástæðan er staða rúblunnar og versnandi alþjóðleg samskipti vegna deilunnar um Úkraínu.

Pengingaþvætti fyrir alþjóðlega glæpahringi ógnar bankakerfi Andorra

Athygli beinist að bankakerfinu í Andorra um þessar mundir og yfirvofandi hruni þess.

PIMCO: Evru­svæðið á sér ekki framtíð að óbreyttu

Forsvarsmenn PIMCO, stærsta skuldabréfa­sjóðs heims, segja að evru­svæðið eigi sér ekki framtíð nema evruríkin sameinist í eins konar „Bandaríkjum Evrópu“. Í því felst að sögn Daily Telegraph að aðildarríkin afsali sér sjálfstæði sínu. Talsmaður PIMCO bendir á að veikur hagvöxtur á evru­svæðinu h...

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS