Föstudagurinn 19. ágúst 2022

Slegið á putta Birgittu - ekkert kosningabandalag á döfinni


25. mars 2015 klukkan 11:48

Birgitta Jónsdóttir, kafteinn Pírata, fór fram úr sér fyrir helgi þegar hún boðaði kosningabandalag stjórnarandstöðuflokkanna.

Laugardaginn 21. mars sagði Þóra Kristín Ásgeirsdóttir fréttamaður á Stöð 2 á vefsíðunni visir.is:

Birgitta Jónsdóttir

„Birgitta Jónsdóttir, kapteinn Pírata, vill að stjórnarandstöðuflokkanir myndi kosningabandalag fyrir næstu þingkosningar sem hafi það að markmiði að klára vinnu við nýja stjórnarskrá og leysa upp þingið til að koma henni í gegn ef það nái kjöri. Þá verði lofað að greiða þjóðaratkvæði um aðildarviðræður við ESB.

Hún ætlar að leggja þetta formlega til við forystumenn annarra stjórnarandstöðuflokka í upphafi næstu viku ef hún fær grænt ljós hjá félögum sínum í Pírötunum.“

Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, ómerkti þessi áform Birgittu þriðjudaginn 24. mars. Þá segir á ruv.is:

„Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir að hugmyndin gangi ekki út á sameiginlegt framboð stjórnarandstöðuflokkanna fyrir þingkosningar. Hún geri heldur ekki ráð fyrir að núverandi stjórnarandstöðuflokkar myndu bindast bandalagi um að mynda ríkisstjórn út heilt fjögurra ára kjörtímabil. “Nei, ekki svona í hefðbundnum skilningi, heldur upp á það fyrst og fremst að kjósendur viti fyrirfram að hverju þeir ganga að grundvallarmálum eins og stjórnarskránni og lýðræðisumbótum. Þannig að næsta kjörtímabil, sem væntanlega yrði mjög stutt ef þessi hugmynd gengi eftir, snerist um það að gera þær grundvallarbreytingar sem þarf að gera á íslenska stjórnmálakerfinu.„

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Birgitta Jónsdóttir fer fram úr sér og samstarfsmönnum með yfirlýsingagleði sinni. Hið sérkennilega er hve forystumenn stjórnarandstöðunnar voru fljótir til að hlaupa á vagninn hjá henni. Skýringin er þó einföld: Þeir vilja eyðileggja flokk Pírata vegna velgengni hans í skoðanakönnunum.

Helgi Hrafn minnist ekki á ESB þegar hann nefnir hjartans mál Pírata.

Bj. Bj.

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

Björn Bjarnason var þingmaður Sjálfstæðisflokksins frá árinu 1991 til 2009. Hann var menntamálaráðherra 1995 til 2002 og dóms- og kirkjumálaráðherra frá 2003 til 2009. Björn var blaðamaður á Morgunblaðinu og síðar aðstoðarritstjóri 1979 til 1991.

 
 
Pistill

Umsóknarferli í andaslitrum - straumhvörf hafa orðið í afstöðu til ESB-viðræðna - réttur þjóðar­innar tryggður

Þáttaskil urðu í samskiptum ríkis­stjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis­ráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðu­stjóra stækkunarmála í framkvæmda­stjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...

 
Mest lesið
Fleira í pottinum

Þáttaskil - hlé á útgáfu Evrópu­vaktarinnar

Þriðjudaginn 27. apríl 2010 sá vefsíðan Evrópu­vaktin dagsins ljós. Nú er komið að þáttaskilum. Á Evrópu­vaktinni hefur verið lögð áhersla á málefni tengd Evrópu­sambandinu, þróun evrópskra stjórnmála og efnahagsmála auk umræðna hér á landi um þessi mál og tengsl Íslands og Evrópu­sambandsins. Þá hefu...

Easy-Jet fækkar ferðum London-Moskva um helming

Brezka flug­félagið Easy-Jet hefur fækkað ferðum á flugleiðinni London-Moskva um helming. Ástæðan er minnkandi eftirspurn og að sögn Moskvutíðinda eru önnur alþjóðleg flugfélög að gera hið sama. Farþegum á þessari flugleið hefur fækkað um 20% það sem af er þessu ári samanborið við sama tíma fyrir ári. Ástæðan er staða rúblunnar og versnandi alþjóðleg samskipti vegna deilunnar um Úkraínu.

Pengingaþvætti fyrir alþjóðlega glæpahringi ógnar bankakerfi Andorra

Athygli beinist að bankakerfinu í Andorra um þessar mundir og yfirvofandi hruni þess.

PIMCO: Evru­svæðið á sér ekki framtíð að óbreyttu

Forsvarsmenn PIMCO, stærsta skuldabréfa­sjóðs heims, segja að evru­svæðið eigi sér ekki framtíð nema evruríkin sameinist í eins konar „Bandaríkjum Evrópu“. Í því felst að sögn Daily Telegraph að aðildarríkin afsali sér sjálfstæði sínu. Talsmaður PIMCO bendir á að veikur hagvöxtur á evru­svæðinu h...

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS