Miðvikudagurinn 20. janúar 2021

Noregur: Erna Solberg afþakkar boð til Moskvu 9. maí


26. mars 2015 klukkan 08:29
Erna Solberg, formaður norska Hægriflokksins og forsætisráðherra Noregs

Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs hefur afþakkað boð Rússa um að vera viðstödd hátíðahöld í Moskvu 9. maí n.k. og þar með hersýningu á Rauða torginu í tilefni af því að 70 ár verða liðin frá lokum heimsstyrjaldarinnar síðari.

Frá þessu sagði norska sjónvarpið í gær.

Snemma í marz sagði Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, að Solberg hefði þegið boðið en það var borið til baka sama dag.

Barents Observer segir að þetta hafi verið flókin ákvörðun fyrir Norðmenn vegna þess að í október á síðasta ári tók Lavrov þátt í hátíðahöldum í Kirkenes í tilefni af því að þá voru 70 ár liðin frá því að Rauði herinn hafði náð bænum úr höndum Þjóðverja.

Undirbúningur að þeim hátíðahöldum hófst hins vegar áður en Rússar lögðu undir sig Krímskaga.

Davið Cameron hefur afþakkað boð til Moskvu, svo og leiðtogar Póllands og Eystrasaltsríkjanna.

SG

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

Styrmir Gunnarsson er lögfræðingur og fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins. Hann hóf störf sem blaðamaður á Morgunblaðinu 1965 og varð aðstoðarritstjóri 1971. Árið 1972 varð Styrmir ritstjóri Morgunblaðsins, en hann lét af því starfi árið 2008.

 
 
Pistill

Umsóknarferli í andaslitrum - straumhvörf hafa orðið í afstöðu til ESB-viðræðna - réttur þjóðar­innar tryggður

Þáttaskil urðu í samskiptum ríkis­stjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis­ráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðu­stjóra stækkunarmála í framkvæmda­stjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...

 
Mest lesið
Fleira í pottinum

Þáttaskil - hlé á útgáfu Evrópu­vaktarinnar

Þriðjudaginn 27. apríl 2010 sá vefsíðan Evrópu­vaktin dagsins ljós. Nú er komið að þáttaskilum. Á Evrópu­vaktinni hefur verið lögð áhersla á málefni tengd Evrópu­sambandinu, þróun evrópskra stjórnmála og efnahagsmála auk umræðna hér á landi um þessi mál og tengsl Íslands og Evrópu­sambandsins. Þá hefu...

Easy-Jet fækkar ferðum London-Moskva um helming

Brezka flug­félagið Easy-Jet hefur fækkað ferðum á flugleiðinni London-Moskva um helming. Ástæðan er minnkandi eftirspurn og að sögn Moskvutíðinda eru önnur alþjóðleg flugfélög að gera hið sama. Farþegum á þessari flugleið hefur fækkað um 20% það sem af er þessu ári samanborið við sama tíma fyrir ári. Ástæðan er staða rúblunnar og versnandi alþjóðleg samskipti vegna deilunnar um Úkraínu.

Pengingaþvætti fyrir alþjóðlega glæpahringi ógnar bankakerfi Andorra

Athygli beinist að bankakerfinu í Andorra um þessar mundir og yfirvofandi hruni þess.

PIMCO: Evru­svæðið á sér ekki framtíð að óbreyttu

Forsvarsmenn PIMCO, stærsta skuldabréfa­sjóðs heims, segja að evru­svæðið eigi sér ekki framtíð nema evruríkin sameinist í eins konar „Bandaríkjum Evrópu“. Í því felst að sögn Daily Telegraph að aðildarríkin afsali sér sjálfstæði sínu. Talsmaður PIMCO bendir á að veikur hagvöxtur á evru­svæðinu h...

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS