Dr. Ólafur R. Dýrmundsson lét af störfum sínum sem ráðunautur Bændasamtaka Íslands um nýliðin áramót, eftir 42 ára starf í þágu íslenskra bænda. Í nýjasta tölublaði Bændablaðsins er rætt við hann um Evrópusambandið og hag bænda.. Hann segir meðal annars:
„Það þarf því ekki náttúruhamfarir, hryðjuverk eða stríð til að við getum lent í miklum vandræðum á stuttum tíma. Því þarf að ræða fæðuöryggismálin af miklu meiri alvöru en nú er gert. Það er líf heillar þjóðar í húfi. Þetta snertir Evrópusambandið og mögulega aðild okkar að því. Með frjálsu vöruflæði milli landa stenst íslenskur landbúnaður ekki samkeppni við niðurgreidda stórframleiðslu annarra landa. Því myndi íslenskur landbúnaður leggjast af að mestu og Íslendingar hefðu þá litla möguleika á að bjarga sér sjálfir með landbúnaðarafurðir ef landið lokaðist fyrir innflutningi.
Um leið og við sköðuðum fæðuöryggið gerist annað varðandi innflutning. Um leið og innlend samkeppni er úr sögunni lendum við mjög fljótt í fákeppni á markaði. Reynslan sýnir að þá mun verð á innflutningi hækka. Þá verður vandinn sá að þegar búið er að leggja af einhverjar greinar í landbúnaði, þá endurreisa menn þær ekki svo auðveldlega. Landbúnaður er langtímaferli og mjög auðvelt að eyðileggja hann með innflutningi.
Ég hef séð sjálfur hvernig slíkt gerist, m.a. á Nýfundalandi, í Alaska og víðar. Öll slík jaðarsvæði eiga alltaf í vök að verjast, líkt og Ísland yrði sem jaðarríki í Evrópusambandinu. Innan núverandi stefnu Evrópusambandsins og þeirra samninga sem þeir miða við í landbúnaðarmálum, þá eru engar líkur á að við nytum þar einhverra sérkjara. Við yrðum því jaðarsvæði og háð öðrum að mestu leyti um innflutning á landbúnaðarvörum. Þótt talað sé um að hægt sé að lækka verð á landbúnaðarvörum með óheftum innflutningi, þá áttar fólk sig ekki á að svokölluð frjáls samkeppni hefur aldrei virkað vel á Íslandi. Það getur þó verið að verðið lækki tímabundið meðan innflutningsaðilar eru að ná tökum á markaðinum. Það gerðist t.d. í Finnlandi, en þegar búið er að drepa samkeppnina frá innlendu framleiðslunni með tilheyrandi fækkun starfa, þá hækkar vöruverðið. Við yrðum því verr stödd innan fimm til tíu ára hvað verðlag á landbúnaðarvörum varðar.“
Bj. Bj.
Björn Bjarnason var þingmaður Sjálfstæðisflokksins frá árinu 1991 til 2009. Hann var menntamálaráðherra 1995 til 2002 og dóms- og kirkjumálaráðherra frá 2003 til 2009. Björn var blaðamaður á Morgunblaðinu og síðar aðstoðarritstjóri 1979 til 1991.
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Þáttaskil - hlé á útgáfu Evrópuvaktarinnar
Þriðjudaginn 27. apríl 2010 sá vefsíðan Evrópuvaktin dagsins ljós. Nú er komið að þáttaskilum. Á Evrópuvaktinni hefur verið lögð áhersla á málefni tengd Evrópusambandinu, þróun evrópskra stjórnmála og efnahagsmála auk umræðna hér á landi um þessi mál og tengsl Íslands og Evrópusambandsins. Þá hefu...
Easy-Jet fækkar ferðum London-Moskva um helming
Brezka flugfélagið Easy-Jet hefur fækkað ferðum á flugleiðinni London-Moskva um helming. Ástæðan er minnkandi eftirspurn og að sögn Moskvutíðinda eru önnur alþjóðleg flugfélög að gera hið sama. Farþegum á þessari flugleið hefur fækkað um 20% það sem af er þessu ári samanborið við sama tíma fyrir ári. Ástæðan er staða rúblunnar og versnandi alþjóðleg samskipti vegna deilunnar um Úkraínu.
Pengingaþvætti fyrir alþjóðlega glæpahringi ógnar bankakerfi Andorra
Athygli beinist að bankakerfinu í Andorra um þessar mundir og yfirvofandi hruni þess.
PIMCO: Evrusvæðið á sér ekki framtíð að óbreyttu
Forsvarsmenn PIMCO, stærsta skuldabréfasjóðs heims, segja að evrusvæðið eigi sér ekki framtíð nema evruríkin sameinist í eins konar „Bandaríkjum Evrópu“. Í því felst að sögn Daily Telegraph að aðildarríkin afsali sér sjálfstæði sínu. Talsmaður PIMCO bendir á að veikur hagvöxtur á evrusvæðinu h...