Erna Bjarnadóttir, aðstoðar-framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands, tók þátt í ESB-aðlögunarviðræðunum. Hún er eindregin í andstöðu við ESB-aðild og segir í nýjasta tölublaði Bændablaðsins frá 26. mars:
„Í ljósi þessa [skilyrða ESB í aðlögunarviðræðum við umsóknarríki] er það rökrétt ályktun að í raun var það ESB sem sleit aðlögunarviðræðunum við Ísland þegar sambandið skilaði ekki rýniskýrslu um sjávarútvegskaflann eftir seinni rýnifundinn í mars 2011. ESB vissi sem var að Ísland myndi ekki fallast á opnunarskilyrði ESB um að setja fram tímasetta áætlun um hvernig Ísland myndi taka upp Evrópulöggjöfina í sjávarútvegi. Vert er að minna á að slíkt opnunarskilyrði var einmitt sett fram fyrir landbúnaðarkaflann.
Þeir sem vilja að viðræðum verði haldið áfram til að þjóðin geti fengið að kjósa um samning verða því fyrst að
skýra hvernig aðlögunarviðræðurnar geta hafist að nýju. Svarið er augljóst: Að fallið verði frá þeim sjónarmiðum um verklag og meginhagsmuni sem koma fram í áliti meirihluta utanríkismálanefndar í júlí 2009. Það verður fróðlegt að sjá þá sem greiddu þeirri þingsályktun [16. júlí 2009[ atkvæði sitt, samþykkja slíka stefnubreytingu
6 árum síðar.“
Í stað þess að ræða þetta efnislega grundvallaratriði hafa ESB-aðildarflokkarnir kúvent og vilja nú að rætt sé um tillögu sína um að ekki verði meira rætt við ESB nema þjóðin samþykki það í atkvæðagreiðslu. Tillögu um þetta felldu flokkarnir á alþingi 16. júlí 2009 (30:32).
Athyglisvert er að enginn sakar ESB-aðildarflokkana um að svíkja kosningaloforð þótt þeir vilji nú allt annað en þeir boðuðu fyrir þingkosningar 2013 þegar þeir töluðu fyrir framhaldi viðræðna sem slegið hafði verið á frest af Össuri Skarphéðinssyni umsóknarráðherra.
Bj. Bj.
Björn Bjarnason var þingmaður Sjálfstæðisflokksins frá árinu 1991 til 2009. Hann var menntamálaráðherra 1995 til 2002 og dóms- og kirkjumálaráðherra frá 2003 til 2009. Björn var blaðamaður á Morgunblaðinu og síðar aðstoðarritstjóri 1979 til 1991.
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Þáttaskil - hlé á útgáfu Evrópuvaktarinnar
Þriðjudaginn 27. apríl 2010 sá vefsíðan Evrópuvaktin dagsins ljós. Nú er komið að þáttaskilum. Á Evrópuvaktinni hefur verið lögð áhersla á málefni tengd Evrópusambandinu, þróun evrópskra stjórnmála og efnahagsmála auk umræðna hér á landi um þessi mál og tengsl Íslands og Evrópusambandsins. Þá hefu...
Easy-Jet fækkar ferðum London-Moskva um helming
Brezka flugfélagið Easy-Jet hefur fækkað ferðum á flugleiðinni London-Moskva um helming. Ástæðan er minnkandi eftirspurn og að sögn Moskvutíðinda eru önnur alþjóðleg flugfélög að gera hið sama. Farþegum á þessari flugleið hefur fækkað um 20% það sem af er þessu ári samanborið við sama tíma fyrir ári. Ástæðan er staða rúblunnar og versnandi alþjóðleg samskipti vegna deilunnar um Úkraínu.
Pengingaþvætti fyrir alþjóðlega glæpahringi ógnar bankakerfi Andorra
Athygli beinist að bankakerfinu í Andorra um þessar mundir og yfirvofandi hruni þess.
PIMCO: Evrusvæðið á sér ekki framtíð að óbreyttu
Forsvarsmenn PIMCO, stærsta skuldabréfasjóðs heims, segja að evrusvæðið eigi sér ekki framtíð nema evruríkin sameinist í eins konar „Bandaríkjum Evrópu“. Í því felst að sögn Daily Telegraph að aðildarríkin afsali sér sjálfstæði sínu. Talsmaður PIMCO bendir á að veikur hagvöxtur á evrusvæðinu h...