Föstudagurinn 13. desember 2019

Á bak við lokaðar dyr og í skjóli nætur


Styrmir Gunnarsson
28. apríl 2010 klukkan 07:40

Ögmundur Jónasson, alþingismaður og fyrrverandi ráðherra skýrir frá því í samtali við BSRB-tíðindi, maíhefti, að forystumenn Alþýðusambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins hafi ætlað að knýja ríkisstjórn Geirs H. Haarde til þess á dimmum dögum októbermánaðar 2008, þegar þjóðin var í örvæntingu vegna bankahrunsins að gefa út viljayfirlýsingu um inngöngu Íslands í Evrópusambandið. Þessi krafa var sett fram sem eins konar skilyrði fyrir því, að þessi samtök semdu sín í milli um endurnýjun kjarasamninga þá um nóttina. Frá þessu var skýrt hér á Evrópuvaktinni í gær. Þau samtök, sem Ögmundur veitti þá forystu, BSRB, komu í veg fyrir að krafan næði fram að ganga. Og athyglisvert, að forystumenn BSRB höfðu haft fregnir af því að ASÍ og SA hefðu engan sérstakan áhuga á að fulltrúar BSRB kæmu á þann fund, sem um var að ræða í Ráðherrabústaðnum að kvöldlagi með ráðherrum.

Þessi frásögn Ögmundar hlýtur að vekja menn til umhugsunar um starfshætti og vinnubrögð áhugamanna um aðild Íslands að Evrópusambandinu. Á þeim tímapunkti, sem krafan er sett fram var þjóðin í sárum. Það skipti máli að tryggja frið á vinnumarkaðnum. Og einmitt þá taka samtök verkalýðsfélaga og vinnuveitenda sig saman um að setja fram slíka kröfu sem skilin var sem nánast skilyrði fyrir því að gengið yrði frá nýjum kjarasamningum.

Það er svo mál út af fyrir sig, eins og síðar kom í ljós, að fulltrúar Samtaka atvinnulífsins höfðu ekkert umboð til þess að standa að slíkri kröfugerð. Stór hluti félagsmanna þeirra var og er algerlega andvígur inngöngu Íslands í ESB enda fór svo að lokum að að Samtök atvinnulífsins hættu að berjast fyrir inngöngu Íslands í Evrópusambandið.

En það sem vekur athygli er einmitt það sem Ögmundur Jónasson bendir á í fyrrnefndu viðtali, að forystumenn þessara tveggja samtaka gera tilraun til þess að beita þáverandi ríkisstjórn ofbeldi, pína hana við óvenjulegar aðstæður í íslenzku þjóðlífi til þess að gefa slíka viljayfirlýsingu.

Hið umhugsunarverða er að sama gerist, þegar Samfylkingin knúði Vinstri græna til þess að samþykkja umsókn um aðild Íslands að ESB á Alþingi 16. júlí 2009 með hótunum um að ella yrði samstarfi þessara tveggja flokka í ríkisstjórn slitið.

Hvað veldur þessari ofbeldishneigð hjá stuðningsmönnum aðildar að Evrópusambandinu? Hvers vegna geta þeir ekki sætt sig við lýðræðisleg vinnubrögð í meðferð þessa ágreiningsefnis?

Hvers vegna mátti ekki leggja fyrir þjóðina í þjóðaratkvæðagreiðslu þá spurningu, hvort Ísland ætti að sækja um aðild að ESB? Hvers vegna mátti ekki efna til þjóðarumræðu um þetta mikilvæga mál í aðdraganda slíkrar atkvæðagreiðslu? Hvers vegna vilja ESB-sinnar taka svo veigamiklar ákvarðanir á bak við lokaðar dyr og í skjóli nætur?

Það er ekkert svar að segja að fyrst verði að kanna hvaða í boði sé. Af hverju mátti þjóðin sjálf ekki taka ákvörðun um það í þjóðaratkvæðagreiðslu, hvort hún vildi láta kanna, hvað í boði væri? Sú tillaga kom fram á Alþingi og var felld.

Vinnubrögð sem þessi eru áhugamönnum um ESB-aðild ekki til framdráttar. Lýðræðið á að ráða.

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

Styrmir Gunnarsson er lögfræðingur og fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins. Hann hóf störf sem blaðamaður á Morgunblaðinu 1965 og varð aðstoðarritstjóri 1971. Árið 1972 varð Styrmir ritstjóri Morgunblaðsins, en hann lét af því starfi árið 2008.

 
 
Pistill

Umsóknarferli í andaslitrum - straumhvörf hafa orðið í afstöðu til ESB-viðræðna - réttur þjóðar­innar tryggður

Þáttaskil urðu í samskiptum ríkis­stjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis­ráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðu­stjóra stækkunarmála í framkvæmda­stjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...

 
Mest lesið
Fleiri leiðarar

Rússar láta Finna finna fyrir sér

Það hefur ekki farið fram hjá lesendum Evrópu­vaktarinnar að umræður í Finnlandi um öryggismál Finna hafa aukizt mjög í kjölfarið á deilunum um Úkraínu. Spurningar hafa vaknað um hvort Finnar eigi að gerast aðilar að Atlantshafsbandalaginu eða láta duga að auka samstarf við Svía um öryggismál.

ESB-þingkosningar og lýðræðisþróunin

Kosningar til ESB-þingsins eru í Bretlandi og Hollandi fimmtudaginn 22. maí og síðan í hverju ESB-landinu á eftir öðru þar til sunnudaginn 25. maí. Stjórnvöld í Bretlandi og Hollandi hafa lagt áherslu á nauðsyn þess að dregið verði úr mið­stjórnar­valdi ESB-stofnana í Brussel í von um að andstaða þeir...

Þjóðverjar vilja ekki aukin afskipti af alþjóða­málum

Þýzkaland er orðið öflugasta ríkið í Evrópu á ný. Þýzkaland stjórnar Evrópu­sambandinu. Þar gerist ekkert, sem Þjóðverjar eru ekki sáttir við. Í þessu samhengi er niðurstaða nýrrar könnunar á viðhorfi almennings í Þýzkalandi til afskipta Þjóðverja af alþjóða­málum athyglisverð en frá henni er sagt í fréttum Evrópu­vaktarinnar í dag.

Þáttaskil í samskiptum NATO við Rússa - faðmlag Rússa og Kínverja - ógn í Norður-Íshafi?

Anders Fogh Rasmussen, framkvæmda­stjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO) var ómyrkur í máli um Rússa á reglulegum blaðamannafundi sínum í Brussel mánudaginn 19. maí. Hann sagði að viðleitni þeirra til að sundra Úkraínu hefði skapað „algjörlega nýja stöðu í öryggismálum Evrópu“. Það sem gerðist um þess...

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS