Markaðir brugðust vel við, eftir að tilkynnt var, að ESB og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn ætluðu að verja allt að 750 milljörðum evra til að bjarga evru-ríkjum í neyð og þar með evrunni. Því er hins vegar spáð, að aðferðin, sem beitt var til að komast að þessari niðurstöðu eigi eftir að draga dilk á eftir sér innan Evrópusambandsins.
Við ákvarðanir á vettvangi Evrópusambandsins ræður lögmætið úrslitum. Lagasvið ráðherraráðsins á síðasta orðið um, hvort unnt sé að grípa til aðgerða á hinum pólitíska vettvangi ráðherranna. Óhætt er að fullyrða, að lögfræðingarnir hafa teygt sig langt til að þjóna hinum pólitísku herrum, þegar þeir komust að þeirri niðurstöðu, að túlka mætti 122 gr. Lissabon-sáttmálans á þann veg, að hún heimilaði neyðarlán til evru-ríkja.
122. gr. heimilar, að fjármunir séu greiddir úr sjóðum framkvæmdastjórnar ESB til ríkis innan 48 stunda, frá því að þar urðu náttúruhamfarir. Álitsgjafar hafa bent á, að langsótt sé að beita lagagrein, sem snýst um viðbrögð við jarðskjálftum eða flóðum til að bjarga evrunni.
Times í London segir í leiðara, að þessi túlkun á sáttmálagreininni sé ekki annað en valdarán þeirra, sem vilji breyta ESB í sambandsríki og svipta aðildarríkin fjárstjórnarvaldinu. Alistair Miliband, fjármálaráðherra Breta, sem hélt til ráðherrafundarins í Brussel með fyrirheit um, að hann mundi ekki leggja byrðar á breska skattgreiðendur til bjargar evrunni, sneri til baka og sagði, að þar sem hluti aðstoðarinnar byggðist á 122. gr. Lissabon-sáttmálans hefði meirihluti ráðherranna ráðið niðurstöðunni og þar með hefðu Bretar axlað 8 milljarða punda ábyrgð, sem gæti lent á þeim, ef eitthvað færi enn úrskeiðis í Grikklandi, Portúgal eða á Spáni.
Eitt er að túlka 122. grein Lissabon-sáttmálans á þennan veg og nota síðan túlkunina til að taka bindandi ákvörðun um ráðstöfun á milljörðum og aftur milljörðum evra með atkvæðagreiðslu. Annað er, að ákvörðunin um að nota þessa grein var tekin á leiðtogafundi 16 evru-ríkja. 16 leiðtogar bundu þar með hendur ráðamanna 11 ríkja, sem áttu ekki fulltrúa á fundinum. Í hópi hinnar fjarverandi voru fulltrúar stórþjóða eins og Breta og Pólverja. Forystumenn þeirra voru ekki einu sinni spurðir. Þeim var sagt, að þeir yrðu að kyngja pólitískri ákvörðun, sem byggðist á veikum lagagrunni.
Í hópi hinna 16, sem tóku ákvörðun, sem batt hendur allra 27, deildu Þjóðverjar og Frakkar um, hvort unnt væri að túlka Lissabon-sáttmálann á þann veg, sem gert var. Frakkar höfðu betur og er niðurstaðan túlkuð á þann veg, að Nicolas Sarkozy, Frakklandsforseti, hafi með þessu færst nær því markmiði sínu, að efnahagsstjórn ESB-ríkja verði í ríkari mæli frá Brussel.
Um þessar mundir er að fæðast ríkisstjórn í Bretlandi með þátttöku íhaldsmanna, sem eru efahyggjumenn, þegar frekari samruni innan Evrópusambandsins er annars vegar. Efasemdir þeirra munu aukast vegna þess, sem gerðist í Brussel til bjargar evrunni. Líklegt er, að í Þýskalandi muni ESB-efasemdarmönnum fjölga. Þýski stjórnlagadómstóllinn hefur sett þýsku ríkisstjórninni skýr skilyrði um samráð við þingmenn vegna ákvarðana á ESB-vettvangi, sem snerta þýska þjóðarhagsmuni.
Á mörkuðunum glöddust menn vegna byrðanna, sem lagðar voru á skattgreiðendur ESB-ríkjanna um síðustu helgi. Deilurnar um aðferðina við að álagningu byrðanna eru rétt að hefjast. Þær geta orðið ESB-samstarfinu dýrkeyptar ekki síður en fjármálakrísan.
Björn Bjarnason var þingmaður Sjálfstæðisflokksins frá árinu 1991 til 2009. Hann var menntamálaráðherra 1995 til 2002 og dóms- og kirkjumálaráðherra frá 2003 til 2009. Björn var blaðamaður á Morgunblaðinu og síðar aðstoðarritstjóri 1979 til 1991.
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Rússar láta Finna finna fyrir sér
Það hefur ekki farið fram hjá lesendum Evrópuvaktarinnar að umræður í Finnlandi um öryggismál Finna hafa aukizt mjög í kjölfarið á deilunum um Úkraínu. Spurningar hafa vaknað um hvort Finnar eigi að gerast aðilar að Atlantshafsbandalaginu eða láta duga að auka samstarf við Svía um öryggismál.
ESB-þingkosningar og lýðræðisþróunin
Kosningar til ESB-þingsins eru í Bretlandi og Hollandi fimmtudaginn 22. maí og síðan í hverju ESB-landinu á eftir öðru þar til sunnudaginn 25. maí. Stjórnvöld í Bretlandi og Hollandi hafa lagt áherslu á nauðsyn þess að dregið verði úr miðstjórnarvaldi ESB-stofnana í Brussel í von um að andstaða þeir...
Þjóðverjar vilja ekki aukin afskipti af alþjóðamálum
Þýzkaland er orðið öflugasta ríkið í Evrópu á ný. Þýzkaland stjórnar Evrópusambandinu. Þar gerist ekkert, sem Þjóðverjar eru ekki sáttir við. Í þessu samhengi er niðurstaða nýrrar könnunar á viðhorfi almennings í Þýzkalandi til afskipta Þjóðverja af alþjóðamálum athyglisverð en frá henni er sagt í fréttum Evrópuvaktarinnar í dag.
Þáttaskil í samskiptum NATO við Rússa - faðmlag Rússa og Kínverja - ógn í Norður-Íshafi?
Anders Fogh Rasmussen, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO) var ómyrkur í máli um Rússa á reglulegum blaðamannafundi sínum í Brussel mánudaginn 19. maí. Hann sagði að viðleitni þeirra til að sundra Úkraínu hefði skapað „algjörlega nýja stöðu í öryggismálum Evrópu“. Það sem gerðist um þess...