Mánudagurinn 18. janúar 2021

Leggjum aðildarumsóknina til hliðar


Björn Bjarnason
5. júní 2010 klukkan 13:02

Þegar litið er til Evrópusamstarfsins undir merkjum Evrópusambandsins og stjórnkerfis þess í Brussel, er ljóst, að hin svonefnda einsleitni nær ekki yfir samstarfið í heild. Fjöldi þátttökuríkja er mismunandi eftir eðli samstarfsins.

Aðildarríki ESB eru 27. Með EES-ríkjunum verða samstarfsríkin um hinn frjálsa Evrópumarkað 30. Sé litið á Schengen-samkomulagið eru aðildarríkin 25, það er fimm ESB-ríki (Bretland, Búlgaría, Írland, Kýpur og Rúmenía) standa utan við Schengen, en þrjú EFTA-ríki (Ísland, Noregur og Sviss). Í myntbandalagi Evrópu, það er á evru-svæðinu, eru 16 ríki.

Samkvæmt aðildarskilmálum ESB ber nýjum aðildarríkjum að ganga í sambandið án fyrirvara. Þurfi ríki sérlausn, er meginreglan sú, að hún er tímabundin.

ESB-aðildarsinnar á Íslandi láta eins og Íslendingar geti samið um varanlega sérlausn sér til handa í sjávarútvegsmálum, gerist þeir aðilar að ESB. Nú liggja fyrir álit þriggja ólíkra aðila á aðildarumsókn Íslands: framkvæmdastjórnar ESB, þingflokka í þýska þinginu, Bundestag, og rúmensks þingmanns, sem falið var að leggja fram tillögu á ESB-þinginu um umsögn þess um umsókn Íslands.

Hvergi er í þessum álitum gefið til kynna, að Íslendingar geti átt von á varanlegri sérlausn í sjávarútvegsmálum. Þvert á móti bera öll álitin með sér, að tekið skuli tímabundið tillit til þess, að Íslendingar lagi sig að fiskveiðistefnunni.

Staðreyndin er auðvitað sú, að með EES-samningnum tryggja Íslendingar sér hin nauðsynlegu tengsl við Evrópusambandið, án þess að fórna sérstöðu sinni í sjávarútvegsmálum og landbúnaðarmálum. Af hálfu ESB er auðvitað litið þannig á, að með því að stíga aðildarskrefið séu Íslendingar að hverfa frá þessari sérstöðu.

Ný ríkisstjórn Bretlands hefur tekið af skarið um, að hún muni ekki sækja um aðild að evru-svæðinu. Í stjórnartíð Verkamannaflokksins var spurningunni um evru-aðild Breta aldrei svarað afdráttarlaust. William Hague, nýr utanríkisráðherra Breta, hefur bent á, að sérstaða Breta utan evru-svæðisins leiði til þess, að þeir leggi ekki fé af mörkum til 440 milljarða evru sjóðsins til að bjarga evrunni frá falli, fari fleiri ríki sömu leið og Grikkland.

Með þessari yfirlýsingu hefur Hague enn áréttað sérstöðu ríkis innan ESB, sem byggist á hagsmunum þess, af því að það hafi ekki gengist undir skuldbindingar. Evru-ríkin verða að una þessu eins og ESB-ríkin verða að una sérstöðu Íslands, á meðan Íslendingar takast á ekki á herðar nýjar skuldbindingar með aðild að ESB.

Með aðild að Evrópusambandinu fórna Íslendingar meiri hagsmunum fyrir minni. Þess vegna á að leggja aðildarumsóknina til hliðar og einbeita sér að því að rækta núverandi EES- og Schengen-tengsl við ESB.

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

Björn Bjarnason var þingmaður Sjálfstæðisflokksins frá árinu 1991 til 2009. Hann var menntamálaráðherra 1995 til 2002 og dóms- og kirkjumálaráðherra frá 2003 til 2009. Björn var blaðamaður á Morgunblaðinu og síðar aðstoðarritstjóri 1979 til 1991.

 
 
Pistill

Umsóknarferli í andaslitrum - straumhvörf hafa orðið í afstöðu til ESB-viðræðna - réttur þjóðar­innar tryggður

Þáttaskil urðu í samskiptum ríkis­stjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis­ráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðu­stjóra stækkunarmála í framkvæmda­stjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...

 
Mest lesið
Fleiri leiðarar

Rússar láta Finna finna fyrir sér

Það hefur ekki farið fram hjá lesendum Evrópu­vaktarinnar að umræður í Finnlandi um öryggismál Finna hafa aukizt mjög í kjölfarið á deilunum um Úkraínu. Spurningar hafa vaknað um hvort Finnar eigi að gerast aðilar að Atlantshafsbandalaginu eða láta duga að auka samstarf við Svía um öryggismál.

ESB-þingkosningar og lýðræðisþróunin

Kosningar til ESB-þingsins eru í Bretlandi og Hollandi fimmtudaginn 22. maí og síðan í hverju ESB-landinu á eftir öðru þar til sunnudaginn 25. maí. Stjórnvöld í Bretlandi og Hollandi hafa lagt áherslu á nauðsyn þess að dregið verði úr mið­stjórnar­valdi ESB-stofnana í Brussel í von um að andstaða þeir...

Þjóðverjar vilja ekki aukin afskipti af alþjóða­málum

Þýzkaland er orðið öflugasta ríkið í Evrópu á ný. Þýzkaland stjórnar Evrópu­sambandinu. Þar gerist ekkert, sem Þjóðverjar eru ekki sáttir við. Í þessu samhengi er niðurstaða nýrrar könnunar á viðhorfi almennings í Þýzkalandi til afskipta Þjóðverja af alþjóða­málum athyglisverð en frá henni er sagt í fréttum Evrópu­vaktarinnar í dag.

Þáttaskil í samskiptum NATO við Rússa - faðmlag Rússa og Kínverja - ógn í Norður-Íshafi?

Anders Fogh Rasmussen, framkvæmda­stjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO) var ómyrkur í máli um Rússa á reglulegum blaðamannafundi sínum í Brussel mánudaginn 19. maí. Hann sagði að viðleitni þeirra til að sundra Úkraínu hefði skapað „algjörlega nýja stöðu í öryggismálum Evrópu“. Það sem gerðist um þess...

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS