Leiðtogaráð ESB ýtti á undan sér á fundi sínum 17. júní að taka ákvörðun um sameiginlega stjórn efnahagsmála og refsingu fyrir þá, sem brjóta gegn settum reglum um ríkissjóðshalla og þjóðarskuldir. Leiðtogana greinir á um þessi úrræði. Sumir þeirra vilja nota „tækifærið“ í fjármálakrísunni til að stíga enn eitt skrefið í átt til sambandsríkis Evrópu. Aðrir mega ekki heyra á sambandsríki Evrópu minnst og eru því mjög á varðbergi.
Innan ESB eru hugmyndir um, að vilji ESB-ríkin 27 ekki herða miðstjórn ríkisfjármála, verði evru-ríkin 16 að taka upp slíka stjórn og mynda um hana sérstakt embættismannakerfi. Þetta setur framkvæmdastjórn ESB í vörn, því að hún sér, að við hliðina á henni kynni að rísa nýtt bákn um enn nánari ríkjasamvinnu en innan ESB og núverandi samstarf ríkjanna 27 kynni að taka á sig nýja og frjálslegri mynd.
Hér skal engu spáð um framvindu þessara mála. Hitt skal fullyrt, að það á ekkert skylt við viljaleysi Íslendinga til að eiga sinn þátt í framvindu samstarfs vestrænna ríkja, að þeir kjósi að standa utan við samrunaþróunina innan ESB og halda sér fast við EES-samninginn og annað samstarf, sem þeir eiga við ESB.
Leiðtogaráð ESB ákvað 17. júní að heimila framkvæmastjórn ESB að hefja viðræður um aðlögun Íslands að lögum og reglum ESB. Leiðtogarnir settu skilyrði um greiðslu á Icesave-skuldunum. Þá ber Íslendingum að hætta hvalveiðum. Eftir að þessir afarkostir hafa verið kynntir, koma þeir fram á ritvöllinn hér á landi, sem segja það skipta sköpum um, hvort Íslendingar leggi rækt við vestrænt samstarf eða ekki, að þeir sætti sig við þá.
Íslendingar skipa sér þann sess í samskiptum við aðrar þjóðir, sem fellur að legu lands þeirra og hagsmunum. Að telja þjóðinni trú um, að hún njóti sín ekki í alþjóðlegu samstarfi, nema hún verði að útkjálkabúa í 500 milljón manna ESB-ríki, er ómerkileg blekking. Að Íslendingar séu ekki ¬þjóð meðal þjóða nema í hlutverki afdalamannsins, er af sama meiði og boðskapurinn um, að Íslendingar gætu orðið meðal hinna fremstu í alþjóðlegum fjármálaumsvifum. Öll vitum við, hvert það tal leiddi okkur.
Þegar rætt er um samskipti Íslands og Evrópusambandsins skiptir mestu að átta sig á stöðunni eins og hún er. Ekki er með neinum rökum unnt að halda öðru fram en tengslin séu góð og gefandi fyrir báða aðila. Íslendingar eru síður en svo einangraðir. Hið dapurlega er hins vegar, að um árabil hefur þráin um að komast í ESB verið svo ráðandi hjá utanríkisráðherrum Íslands og utanríkisráðuneytisins, að látið hefur verið undir höfuð leggjast að nýta öll sóknarfærin, sem felast í EES-samningnum.
Gangi Íslendingar í ESB, geta þeir ekki skapað sér sömu stöðu þar og ESB-þjóðir, sem vilja ekki ganga lengra í átt til sambandsríkis í Evrópu. Slíkt stendur einfaldlega ekki til boða. Það er eftir öðru í hinum opinbera ESB-málflutningi íslenska utanríkisráðuneytisins, að í því afsali á sjálfsákvörðunarrétti, sem við blasir, felist styrking fullveldisins.
Björn Bjarnason var þingmaður Sjálfstæðisflokksins frá árinu 1991 til 2009. Hann var menntamálaráðherra 1995 til 2002 og dóms- og kirkjumálaráðherra frá 2003 til 2009. Björn var blaðamaður á Morgunblaðinu og síðar aðstoðarritstjóri 1979 til 1991.
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Rússar láta Finna finna fyrir sér
Það hefur ekki farið fram hjá lesendum Evrópuvaktarinnar að umræður í Finnlandi um öryggismál Finna hafa aukizt mjög í kjölfarið á deilunum um Úkraínu. Spurningar hafa vaknað um hvort Finnar eigi að gerast aðilar að Atlantshafsbandalaginu eða láta duga að auka samstarf við Svía um öryggismál.
ESB-þingkosningar og lýðræðisþróunin
Kosningar til ESB-þingsins eru í Bretlandi og Hollandi fimmtudaginn 22. maí og síðan í hverju ESB-landinu á eftir öðru þar til sunnudaginn 25. maí. Stjórnvöld í Bretlandi og Hollandi hafa lagt áherslu á nauðsyn þess að dregið verði úr miðstjórnarvaldi ESB-stofnana í Brussel í von um að andstaða þeir...
Þjóðverjar vilja ekki aukin afskipti af alþjóðamálum
Þýzkaland er orðið öflugasta ríkið í Evrópu á ný. Þýzkaland stjórnar Evrópusambandinu. Þar gerist ekkert, sem Þjóðverjar eru ekki sáttir við. Í þessu samhengi er niðurstaða nýrrar könnunar á viðhorfi almennings í Þýzkalandi til afskipta Þjóðverja af alþjóðamálum athyglisverð en frá henni er sagt í fréttum Evrópuvaktarinnar í dag.
Þáttaskil í samskiptum NATO við Rússa - faðmlag Rússa og Kínverja - ógn í Norður-Íshafi?
Anders Fogh Rasmussen, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO) var ómyrkur í máli um Rússa á reglulegum blaðamannafundi sínum í Brussel mánudaginn 19. maí. Hann sagði að viðleitni þeirra til að sundra Úkraínu hefði skapað „algjörlega nýja stöðu í öryggismálum Evrópu“. Það sem gerðist um þess...