Þriðjudagurinn 5. júlí 2022

Össur hefur brenglaða mynd af veruleikanum


Styrmir Gunnarsson
26. júlí 2010 klukkan 09:54

Það er fráleit afstaða hjá Vinstri grænum að láta Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra fara einan til fundar við ESB-menn á morgun. Reynslan sýnir, að það er ekki hægt að treysta orðum utanríkisráðherrans hér heima fyrir og þess vegna er engin ástæða til að treysta því, að hann gefi rétta mynd af stöðu mála á Íslandi í viðtölum við erlenda ráðamenn. Það er heldur ekki hægt að treysta því að hann segi rétt frá samtölum við erlenda ráðamenn, þegar hann er kominn heim til Íslands.

Með þessu er ekki sagt að utanríkisráðherrann sé að segja vísivitandi ósatt heldur einfaldlega að dómgreind hans er ekki traustari en svo, að hann virðist hafa brenglaða mynd af veruleikanum í kringum sig. Þetta kom skýrt fram nú um helgina í tengslum við þá yfirlýsingu hans í samtali við netútgáfu Morgunblaðsins, að vaxandi stuðningur væri á Alþingi við aðild Íslands að ESB.

Í kjölfar orða hans talaði mbl.is við Steingrím J. Sigfússon, Þór Saari, Sigmund Davíð Gunnlaugsson og Sigurð Kára Kristjánsson, einn fulltrúa hvers flokks sem fulltrúa eiga á Alþingi auk Samfylkingar. Enginn þessara þingmanna kannaðist við þann aukna stuðning, sem Össur Skarphéðinsson hélt fram að væri til staðar á Alþingi við ESB-aðild.

Úr því að ráðherrann talar á þennan veg hér heima má búast við að hann haldi sömu firru fram í Brussel. Af þeim sökum er ekki hægt að láta hann fara einan. Þess vegna er eðlilegt að Vinstri grænir geri kröfu til þess að fulltrúi frá þeim fari með Össuri og það blasir við hver á að fara með honum. Það er auðvitað Jón Bjarnason, sjávarútvegsráðherra, sá ráðherra sem fer með sjávarútvegsmál, sem er viðkvæmasta málið í samskiptum við ESB fyrir utan fullveldið sjálft.

Nú eru skýrar vísbendingar um að Vinstri grænir ætli að láta sverfa til stáls í samskiptum við Samfylkinguna vegna Magma-málsins. Í ljósi yfirlýsinga þingmanna VG er ljóst að gefi þeir eftir einu sinni enn er ekki hægt að taka nokkurt mark á yfirlýsingum þeirra. Það mundi hins vegar styrkja stöðu VG meðal eigin kjósenda ef þeir gerðu kröfu til þess, að Jón Bjarnason væri með Össuri til Brussel á morgun.

Það er misskilningur hjá Steingrími J. Sigfússyni, að þetta sé bara fundur um formsatriði og þess vegna skipti ekki máli, að fulltrúi VG fari með Össuri. Í slíkum ferðum fara alltaf fram samtöl á milli manna, sem ekki snerta formsatriði. Í ljósi yfirlýsinga Össurar Skarphéðinssonar á hans heimavígstöðvum er engu að treysta um hvað hann kann að segja í útlöndum.

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

Styrmir Gunnarsson er lögfræðingur og fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins. Hann hóf störf sem blaðamaður á Morgunblaðinu 1965 og varð aðstoðarritstjóri 1971. Árið 1972 varð Styrmir ritstjóri Morgunblaðsins, en hann lét af því starfi árið 2008.

 
 
Pistill

Umsóknarferli í andaslitrum - straumhvörf hafa orðið í afstöðu til ESB-viðræðna - réttur þjóðar­innar tryggður

Þáttaskil urðu í samskiptum ríkis­stjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis­ráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðu­stjóra stækkunarmála í framkvæmda­stjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...

 
Mest lesið
Fleiri leiðarar

Rússar láta Finna finna fyrir sér

Það hefur ekki farið fram hjá lesendum Evrópu­vaktarinnar að umræður í Finnlandi um öryggismál Finna hafa aukizt mjög í kjölfarið á deilunum um Úkraínu. Spurningar hafa vaknað um hvort Finnar eigi að gerast aðilar að Atlantshafsbandalaginu eða láta duga að auka samstarf við Svía um öryggismál.

ESB-þingkosningar og lýðræðisþróunin

Kosningar til ESB-þingsins eru í Bretlandi og Hollandi fimmtudaginn 22. maí og síðan í hverju ESB-landinu á eftir öðru þar til sunnudaginn 25. maí. Stjórnvöld í Bretlandi og Hollandi hafa lagt áherslu á nauðsyn þess að dregið verði úr mið­stjórnar­valdi ESB-stofnana í Brussel í von um að andstaða þeir...

Þjóðverjar vilja ekki aukin afskipti af alþjóða­málum

Þýzkaland er orðið öflugasta ríkið í Evrópu á ný. Þýzkaland stjórnar Evrópu­sambandinu. Þar gerist ekkert, sem Þjóðverjar eru ekki sáttir við. Í þessu samhengi er niðurstaða nýrrar könnunar á viðhorfi almennings í Þýzkalandi til afskipta Þjóðverja af alþjóða­málum athyglisverð en frá henni er sagt í fréttum Evrópu­vaktarinnar í dag.

Þáttaskil í samskiptum NATO við Rússa - faðmlag Rússa og Kínverja - ógn í Norður-Íshafi?

Anders Fogh Rasmussen, framkvæmda­stjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO) var ómyrkur í máli um Rússa á reglulegum blaðamannafundi sínum í Brussel mánudaginn 19. maí. Hann sagði að viðleitni þeirra til að sundra Úkraínu hefði skapað „algjörlega nýja stöðu í öryggismálum Evrópu“. Það sem gerðist um þess...

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS