Miđvikudagurinn 5. október 2022

Áriđ ţegar evran féll af stalli


Styrmir Gunnarsson
31. desember 2010 klukkan 08:04

Áriđ, sem nú er ađ líđa verđur minnisstćtt fyrir margra hluta sakir en ekki sízt vegna ţess ađ á árinu 2010 féll evran, hinn sameiginlegi gjaldmiđill allmargra ESB-ríkja af stalli. Síđla vetrar eđa snemma vors fóru veikleikar evrunnar ađ koma í ljós. Grikkland riđađi á barmi gjaldţrots og í kjölfariđ komu upp alvarlega vandamál á Írlandi, Portúgal og Spáni. Síđustu daga hafa vaknađ upp spurningar um Ítalíu og viđ og viđ birtast fréttir um ískyggilega fjárhagslega stöđu Belgíu.

Grundvallarástćđan fyrir ţessum vandamálum er sú, ađ fjárhagsstađa ađildarríkja evrunnar er ólík svo og samkeppnisstađa ţeirra á hinum alţjóđlega markađi. Evran tekur fyrst og fremst miđ af hagsmunum Ţjóđverja og reyndar Frakka ađ einhverju leyti. Önnur evruríki pínast. Af hverju?

Stöđu ţeirra má líkja viđ stöđu íslenzks sjávarútvegs, ţegar gengi íslenzku krónunnar hefur veriđ orđiđ of hátt og sjávarútvegurinn rekinn međ bullandi tapi vegna ţess ađ kostnađarstig hans (í flestum tilvikum laun) var orđiđ of hátt og hann ţoldi ekki hiđ háa gengi.

Jađarríkin í Evrópu ţola ekki gengi evrunnar. Ţađ hentar hins vegar Ţjóđverjum vel og ţess vegna stendur efnahagur Ţýzkalands í blóma.

Viđbrögđ forráđamanna Evrópusambandsins hafa veriđ ţau, ađ koma verđi böndum á fjármál einstakra ađildarríkja evrunnar međ ţví ađ fella ríkisfjármálin í raun undir stjórn Brussel. Ađildarríkin verđi ađ leggja drög ađ fjárlögum hvers árs fyrir framkvćmdastjórnina í Brussel, sem verđi ađ leggja blessun sína yfir ţau drög áđur en ţau komi til afgreiđslu á ţjóđţingum viđkomandi landa.

Hvađ felst í ţessu? Í grófum dráttum ţýđir ţetta ađ ráđamenn í Berlín ná tökum á fjármálum ađildarríkja evrunnar vegna ţess, ađ Ţjóđverjar eru í krafti efnahags síns og stćrđar orđnir lang valdamesta ríkiđ innan Evrópusambandsins. Sumir ţeirra, sem um ţessi mál fjalla í alţjóđlegum fjölmiđlum ganga svo langt ađ tala um ţýzka Evrópu.

Nú eru Ţjóđverjar um margt til fyrirmyndar. Ţar er á ferđinni fólk, sem hefur gengiđ í gegnum ólýsanlegar hörmungar og unniđ einstaklega vel úr ţeim. Ţeir hafa ţví lćrt margt og ţađ er ein af ástćđunum fyrir fjárhagslegum styrkleika ţeirra nú. Ađrar ţjóđir geta margt lćrt af ţeim.

En međ ţví er ekki sagt ađ sjálfsagt sé ađ Ţjóđverjar ráđi í raun yfir öđrum ađildarríkjum ESB í krafti peninganna. Ţađ er of langt gengiđ. En ţađ er ađ gerast og mun gerast ađ öđru óbreyttu.

Ţróun evrunnar á árinu 2010 er enn ein rökin fyrir ţví, ađ viđ Íslendingar eigum ekkert erindi inn í Evrópusambandiđ. Viđ eigum ađ leggja áherzlu á góđ samskipti viđ ESB-ríkin og ţá ekki sízt Ţjóđverja vegna sameiginlegrar og merkrar menningararfleifđar. En hag okkar er betur borgiđ utan ţessa ríkjasambands en innan ţess. Evrópusambandiđ er ađ verđa ríkjasamband, sem er stjórnađ frá Berlín en ekki Brussel.

Ţađ er engin tilviljun, ađ Norđmenn telja stöđu sína sterkari utan ESB en innan og ađ Svíar hafa nú lítinn áhuga á ţví ađ taka upp evruna.

Međ ţví ađ draga rétta lćrdóma af ţeirri reynslu, sem viđ höfum gengiđ í gegnum síđustu árin getum viđ byggt upp sterkt Ísland á okkar eigin forsendum.

Viđ skulum ekki gerast lítill og áhrifalaus hreppur í 500 milljóna manna ríki Evrópu, ţar sem viđ mundum ekki hafa meiri áhrif en íbúar Drangsness á Ströndum hafa á stöđu mála í Reykjavík.

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

Styrmir Gunnarsson er lögfrćđingur og fyrrverandi ritstjóri Morgunblađsins. Hann hóf störf sem blađamađur á Morgunblađinu 1965 og varđ ađstođarritstjóri 1971. Áriđ 1972 varđ Styrmir ritstjóri Morgunblađsins, en hann lét af ţví starfi áriđ 2008.

 
 
Pistill

Umsóknarferli í andaslitrum - straumhvörf hafa orđiđ í afstöđu til ESB-viđrćđna - réttur ţjóđar­innar tryggđur

Ţáttaskil urđu í samskiptum ríkis­stjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars ţegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis­ráđherra aftenti formanni ráđherraráđs ESB og viđrćđu­stjóra stćkkunarmála í framkvćmda­stjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Ţar segir: „The Government of...

 
Mest lesiđ
Fleiri leiđarar

Rússar láta Finna finna fyrir sér

Ţađ hefur ekki fariđ fram hjá lesendum Evrópu­vaktarinnar ađ umrćđur í Finnlandi um öryggismál Finna hafa aukizt mjög í kjölfariđ á deilunum um Úkraínu. Spurningar hafa vaknađ um hvort Finnar eigi ađ gerast ađilar ađ Atlantshafsbandalaginu eđa láta duga ađ auka samstarf viđ Svía um öryggismál.

ESB-ţingkosningar og lýđrćđisţróunin

Kosningar til ESB-ţingsins eru í Bretlandi og Hollandi fimmtudaginn 22. maí og síđan í hverju ESB-landinu á eftir öđru ţar til sunnudaginn 25. maí. Stjórnvöld í Bretlandi og Hollandi hafa lagt áherslu á nauđsyn ţess ađ dregiđ verđi úr miđ­stjórnar­valdi ESB-stofnana í Brussel í von um ađ andstađa ţeir...

Ţjóđverjar vilja ekki aukin afskipti af alţjóđa­málum

Ţýzkaland er orđiđ öflugasta ríkiđ í Evrópu á ný. Ţýzkaland stjórnar Evrópu­sambandinu. Ţar gerist ekkert, sem Ţjóđverjar eru ekki sáttir viđ. Í ţessu samhengi er niđurstađa nýrrar könnunar á viđhorfi almennings í Ţýzkalandi til afskipta Ţjóđverja af alţjóđa­málum athyglisverđ en frá henni er sagt í fréttum Evrópu­vaktarinnar í dag.

Ţáttaskil í samskiptum NATO viđ Rússa - fađmlag Rússa og Kínverja - ógn í Norđur-Íshafi?

Anders Fogh Rasmussen, framkvćmda­stjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO) var ómyrkur í máli um Rússa á reglulegum blađamannafundi sínum í Brussel mánudaginn 19. maí. Hann sagđi ađ viđleitni ţeirra til ađ sundra Úkraínu hefđi skapađ „algjörlega nýja stöđu í öryggismálum Evrópu“. Ţađ sem gerđist um ţess...

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS