Sunnudagurinn 17. janúar 2021

Sneypuför ESB-þingmanna til Íslands


Björn Bjarnason
28. apríl 2011 klukkan 11:17

Þegar fyrsta áfangaskýrsla um aðildarviðræður Íslands var til umræðu á ESB-þinginu 6. apríl síðastliðinn blasti við að þingmenn sem sitja í sameiginlegri nefnd ESB-þingsins og alþingis ætluðu að koma hingað til lands 27. og 28. apríl til að treysta tengsl við samherja á leið Íslands inn í ESB. Þingmennirnir töluðu eins og aðeins vantaði herslumun og áróðursátak með fjárstuðningi ESB til að snúa Íslendingum til fylgis við ESB-aðild.

Breskur ESB-þingmaður flutti að vísu ræðu þar sem hann sagði að það minnti sig á aprílgabb að hlusta á samþingmenn sína tala eins og aðildarbraut Íslands væri bein og breið. Þeir hefðu greinilega ekki hugmynd um það sem væri að gerast á Íslandi.

Íslendingur sem hlustaði á þessar umræður hlaut að spyrja sig í hvaða heimi þeir ESB-þingmenn lifðu sem teldu sér trú um að á Íslandi stæði hugur fólks almennt til að ganga í ESB. Sendir sendiráð ESB á Íslandi svona rangar upplýsingar til Brussel? Telur íslenska þingmannanefndin ESB-þingmönnunum trú um þetta? Koma skilaboðin frá sendiráði Íslands gagnvart ESB eða íslensku viðræðunefndinni?

Hver sem svörin eru við þessum spurningum ætti ESB-þingmönnunum nú að vera ljósara en hinn 6. apríl að ekkert er blúndulagt að þeirra skapi í ESB-málum hér á landi. Þeir komu hingað til funda 27. og 28. apríl í því skyni að gefa út sameiginlega ályktun eins og gert var á sambærilegum fundi í október. Einar K. Guðfinnsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, taldi ályktunina ekki í samræmi við hagsmuni Íslands og stóð ekki að henni.

Að þessu sinni treysti Árni Þór Sigurðsson, formaður íslenska hluta hinnar sameiginlegu nefndar, sér ekki einu sinni til þess að taka tillögu að sameiginlegri ályktun til umræðu á þingmannafundinum.

Hafi ESB-þingmennirnir haldið að með komu sinni hingað mundu þeir auka líkur á stuðningi þjóðarinnar við ESB-aðild hljóta þeir að átta sig á því að málstaður þeirra á engan hljómgrunn, ekki einu sinni hjá íslenska hluta hinnar sameiginlegu nefndar.

Vilji íslenskir þingmenn ræða við ESB-starfsbræður sína í hreinskilni og í leit að sameiginlegri niðurstöðu báðum til hagsbóta, ættu þeir að spyrja hvaða leið sé best fyrir ríkisstjórn Íslands til að komast úr aðildarferlinu án þess að móðga viðmælendur sína innan ESB enn frekar með sífelldum blekkingum.

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

Björn Bjarnason var þingmaður Sjálfstæðisflokksins frá árinu 1991 til 2009. Hann var menntamálaráðherra 1995 til 2002 og dóms- og kirkjumálaráðherra frá 2003 til 2009. Björn var blaðamaður á Morgunblaðinu og síðar aðstoðarritstjóri 1979 til 1991.

 
 
Pistill

Umsóknarferli í andaslitrum - straumhvörf hafa orðið í afstöðu til ESB-viðræðna - réttur þjóðar­innar tryggður

Þáttaskil urðu í samskiptum ríkis­stjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis­ráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðu­stjóra stækkunarmála í framkvæmda­stjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...

 
Mest lesið
Fleiri leiðarar

Rússar láta Finna finna fyrir sér

Það hefur ekki farið fram hjá lesendum Evrópu­vaktarinnar að umræður í Finnlandi um öryggismál Finna hafa aukizt mjög í kjölfarið á deilunum um Úkraínu. Spurningar hafa vaknað um hvort Finnar eigi að gerast aðilar að Atlantshafsbandalaginu eða láta duga að auka samstarf við Svía um öryggismál.

ESB-þingkosningar og lýðræðisþróunin

Kosningar til ESB-þingsins eru í Bretlandi og Hollandi fimmtudaginn 22. maí og síðan í hverju ESB-landinu á eftir öðru þar til sunnudaginn 25. maí. Stjórnvöld í Bretlandi og Hollandi hafa lagt áherslu á nauðsyn þess að dregið verði úr mið­stjórnar­valdi ESB-stofnana í Brussel í von um að andstaða þeir...

Þjóðverjar vilja ekki aukin afskipti af alþjóða­málum

Þýzkaland er orðið öflugasta ríkið í Evrópu á ný. Þýzkaland stjórnar Evrópu­sambandinu. Þar gerist ekkert, sem Þjóðverjar eru ekki sáttir við. Í þessu samhengi er niðurstaða nýrrar könnunar á viðhorfi almennings í Þýzkalandi til afskipta Þjóðverja af alþjóða­málum athyglisverð en frá henni er sagt í fréttum Evrópu­vaktarinnar í dag.

Þáttaskil í samskiptum NATO við Rússa - faðmlag Rússa og Kínverja - ógn í Norður-Íshafi?

Anders Fogh Rasmussen, framkvæmda­stjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO) var ómyrkur í máli um Rússa á reglulegum blaðamannafundi sínum í Brussel mánudaginn 19. maí. Hann sagði að viðleitni þeirra til að sundra Úkraínu hefði skapað „algjörlega nýja stöðu í öryggismálum Evrópu“. Það sem gerðist um þess...

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS