Á tveimur árum hefur orðið mikil breyting á umræðum hér innanlands um afstöðu Íslands til Evrópusambandsins. Framan af snérust þær fyrst og fremst um afleiðingar aðildar fyrir íslenzka hagsmuni. Þær afleiðingar eru ljósar. Yfirstjórn sjávarútvegsmála fer með formlegum hætti til Brussel. Þar yrðu allar ákvarðanir teknar um nýtingu fiskveiðilögsögu. Forræði í samningum um deilistofna færi til Brussel. Erlendar fjárfestingar í sjávarútvegi yrðu leyfðar. Aðildarsinnar hafa sagt að reglan um hlutfallslegan stöðugleika mundi tryggja að erlend fiskiskip færu ekki inn í íslenzka lögsögu. Andstæðingar aðildar hafa bent á að Evrópusambandið segir sjálft í Grænu bókinni um sjávarútvegsmál að reglan um hlutfallslegan stöðugleika tryggi ekki lengur að fiskveiðiréttindi haldist i heimaríki. Og svo mætti lengi telja.
Á þessu ári hafa þessar umræður meira og meira beinzt í nýjan farveg vegna framvindu mála innan Evrópusambandsins. Þar hafa mál þróazt á þann veg, að myntbandalagið er í uppnámi vegna skuldavanda nokkurra evruríkja. Ríki á borð við Grikkland, Írland og Portúgal hafa ekki vegna hins sameiginlega gjaldmiðils getað leyst vandamál sín með gengislækkunum og standa þess vegna frammi fyri nánast óleysanlegum vanda og á það ekki sízt við um Grikki. Önnur evruríki hafa komið þeim til hjálpar en með hörðum skilmálum, sem hafa valdið pólitískum erfiðleikum í viðkomandi rikjum. Jafnframt hefur aðstoðin orðið pólitískt óvinsæl í þeim ríkjum, sem hafa veitt hana og ýtt undir stuðning við stjórnmálaflokka á hægri kantinum eins og t.d. hefur gerzt í Finnlandi.
Þessi staða hefur skýrzt á síðustu vikum á þann veg, að í raun eigi evruríkin ekki nema um tvennt að velja. Annars vegar að taka upp ríkisfjármálabandalag með sameiginlegu fjármálaráðuneyti í Brussel, sem leggi línur um fjárlög og skattastefnu hvers ríkis. Hins vegar með því að brjóta myntbandalagið upp og fækka þeim ríkjum, sem eiga aðild að evrunni.
Þessi nýja staða veldur því, að aðildarumsókn Íslands er komin í allt annað ljós. Nú er fyrsta spurningin, sem við þurfum að svara, hvort yfirleitt sé nokkuð vit í því að standa í samningaviðræðum við Evrópusambandið, sem sjálft stendur frammi fyrir grundvallarbreytingum og veit ekki enn hverjar þær verða. Um aðild að hvers konar Evrópusambandi er Ísland að semja?
Það er knýjandi að þessi nýju og gjörbreyttu viðhorfi verði rædd á Alþingi.
Styrmir Gunnarsson er lögfræðingur og fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins. Hann hóf störf sem blaðamaður á Morgunblaðinu 1965 og varð aðstoðarritstjóri 1971. Árið 1972 varð Styrmir ritstjóri Morgunblaðsins, en hann lét af því starfi árið 2008.
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Rússar láta Finna finna fyrir sér
Það hefur ekki farið fram hjá lesendum Evrópuvaktarinnar að umræður í Finnlandi um öryggismál Finna hafa aukizt mjög í kjölfarið á deilunum um Úkraínu. Spurningar hafa vaknað um hvort Finnar eigi að gerast aðilar að Atlantshafsbandalaginu eða láta duga að auka samstarf við Svía um öryggismál.
ESB-þingkosningar og lýðræðisþróunin
Kosningar til ESB-þingsins eru í Bretlandi og Hollandi fimmtudaginn 22. maí og síðan í hverju ESB-landinu á eftir öðru þar til sunnudaginn 25. maí. Stjórnvöld í Bretlandi og Hollandi hafa lagt áherslu á nauðsyn þess að dregið verði úr miðstjórnarvaldi ESB-stofnana í Brussel í von um að andstaða þeir...
Þjóðverjar vilja ekki aukin afskipti af alþjóðamálum
Þýzkaland er orðið öflugasta ríkið í Evrópu á ný. Þýzkaland stjórnar Evrópusambandinu. Þar gerist ekkert, sem Þjóðverjar eru ekki sáttir við. Í þessu samhengi er niðurstaða nýrrar könnunar á viðhorfi almennings í Þýzkalandi til afskipta Þjóðverja af alþjóðamálum athyglisverð en frá henni er sagt í fréttum Evrópuvaktarinnar í dag.
Þáttaskil í samskiptum NATO við Rússa - faðmlag Rússa og Kínverja - ógn í Norður-Íshafi?
Anders Fogh Rasmussen, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO) var ómyrkur í máli um Rússa á reglulegum blaðamannafundi sínum í Brussel mánudaginn 19. maí. Hann sagði að viðleitni þeirra til að sundra Úkraínu hefði skapað „algjörlega nýja stöðu í öryggismálum Evrópu“. Það sem gerðist um þess...