Raunir stjórnmálamanna í Slóvakíu vegna þrýstings frá ESB um að þeir auki framlag í björgunarsjóð evrunnar um nokkra milljarði evra í 7,7 milljarða eru dæmigerðar fyrir þá starfshætti sem tíðkast innan Evrópusambandsins og nú er beitt af mestum þunga innan evru-svæðisins. Þjóðverjar og Frakkar ráða ferðinni þeir sem ekki fara að ráðum þeirra brjóta reglur klúbbsins.
Slóvakar tóku upp evru 1. janúar 2009. Nágrannar þeirra í Ungverjalandi og Tékklandi hafa enn sinn eigin gjaldmiðil. Þeir sjá nú eftir að hafa skuldbundið sig til að innleiða evru þegar fram líða stundir. Vilja forystumenn ríkjanna og annarra ESB ríkja í sömu sporum helst ekki stíga skrefið inn á evru-svæðið án þess að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu.
Stjórnmálamenn í Slóvakíu sæta þungri gagnrýni frá almenningi í landinu. Hann tók á sig miklar fjárhagslegar byrðar til að laga sig að skilmálum evru-aðildar og gerði það hjálparlaust í þeirri trú að með því skapaðist stöðugleiki með lágum vöxtum, lágu vöruverði, hagstæðum lánum og sterku efnahagslegu baklandi þar sem ábyrgðarkennd og framsýni réði ferð.
Stjórnmálamennirnir sem prédikuðu þessa björtu framtíð viðurkenna ekki mistök sín. Meirihluti þeirra lætur gagnrýni eigin kjósenda eins og vind um eyru þjóta og segist nú bundinn af agareglum klúbbsins, óhjákvæmilegt sé að hækka skatta í Slóvakíu til að auðvelda ríkari þjóð, Grikkjum, að krafla sig upp úr eigin skuldasúpu.
Einn flokkur af fjórum stjórnarflokkum Slóvakíu vildi ekki beygja sig undir kröfurnar frá Berlín og París sem samþykktar voru í Brussel 21. júlí 2011. Hann lagðist gegn auknum byrðum á Slóvaka. Eftir að flokkurinn hafði staðið við heitstrengingar sínar féll ríkisstjórn Slóvakíu. Eftir að ákveðið hafði verið að rjúfa þing og efna til kosninga 10. mars 2012 samþykkti stjórnarandstaðan af hugsjónaástæðum í þágu ESB að styðja auknar álögur á Slóvaka. Í Brussel, Berlín og París önduðu menn léttar. Örlög ríkisstjórnar Slóvakíu og pólitísk upplausn í landinu skipti þá engu.
Hið hlálega er að það dugar ekki að stækka neyðarsjóð evrunnar í 440 milljarða evra eins og að er stefnt eftir samþykki þings Slóvakíu. Hann þarf að verða átta sinnum eða jafnvel 10 sinnum stærri til að koma að gagni.
Íslendingar eru nú í þeim sporum gagnvart ESB að njóta allra kosta samstarfs þjóðanna án þess að svamla í grísku skuldasúpunni með öðrum evru-ríkjum. Þrátt fyrir váboða á evru-svæðinu láta íslenskir ráðamenn eins og ekkert sé sjálfsagðara en að sigla inn á svæðið. Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra gengur meira að segja svo langt í samtölum í Frankfurt að fagna óförum evrunnar af því að þær muni styrkja Evrópusambandið!
Sagan geymir mörg dæmi um að ráðamenn láti blekkjast af fagurgala og leiði því þjóðir sínar í hin mestu vandræði. Við Íslendingar sjáum um þessar mundir hvernig allur fagurgalinn um evruna reyndist rangur, samt fagnar utanríkisráðherra þjóðarinnar og telur vandræðin aðeins styrkja málstað sinn. Hvenær er mælirinn fullur?
Björn Bjarnason var þingmaður Sjálfstæðisflokksins frá árinu 1991 til 2009. Hann var menntamálaráðherra 1995 til 2002 og dóms- og kirkjumálaráðherra frá 2003 til 2009. Björn var blaðamaður á Morgunblaðinu og síðar aðstoðarritstjóri 1979 til 1991.
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Rússar láta Finna finna fyrir sér
Það hefur ekki farið fram hjá lesendum Evrópuvaktarinnar að umræður í Finnlandi um öryggismál Finna hafa aukizt mjög í kjölfarið á deilunum um Úkraínu. Spurningar hafa vaknað um hvort Finnar eigi að gerast aðilar að Atlantshafsbandalaginu eða láta duga að auka samstarf við Svía um öryggismál.
ESB-þingkosningar og lýðræðisþróunin
Kosningar til ESB-þingsins eru í Bretlandi og Hollandi fimmtudaginn 22. maí og síðan í hverju ESB-landinu á eftir öðru þar til sunnudaginn 25. maí. Stjórnvöld í Bretlandi og Hollandi hafa lagt áherslu á nauðsyn þess að dregið verði úr miðstjórnarvaldi ESB-stofnana í Brussel í von um að andstaða þeir...
Þjóðverjar vilja ekki aukin afskipti af alþjóðamálum
Þýzkaland er orðið öflugasta ríkið í Evrópu á ný. Þýzkaland stjórnar Evrópusambandinu. Þar gerist ekkert, sem Þjóðverjar eru ekki sáttir við. Í þessu samhengi er niðurstaða nýrrar könnunar á viðhorfi almennings í Þýzkalandi til afskipta Þjóðverja af alþjóðamálum athyglisverð en frá henni er sagt í fréttum Evrópuvaktarinnar í dag.
Þáttaskil í samskiptum NATO við Rússa - faðmlag Rússa og Kínverja - ógn í Norður-Íshafi?
Anders Fogh Rasmussen, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO) var ómyrkur í máli um Rússa á reglulegum blaðamannafundi sínum í Brussel mánudaginn 19. maí. Hann sagði að viðleitni þeirra til að sundra Úkraínu hefði skapað „algjörlega nýja stöðu í öryggismálum Evrópu“. Það sem gerðist um þess...