Það er alvarlegt umhugsunarefni hvað mikið er orðið um tilvísun til fyrri tíðar í umræðum um framtíð Evrópusambandsins og evrusvæðisins. Í frétt á Evrópuvaktinni í dag er sagt frá ummælum fransks stjórnmálamanns, sem líkir stöðu Nicholas Sarkozy, Frakklandsforseta gagnvart Angelu Merkel við uppgjöf Edouard Daladier, forsætisráðherra Frakklands á fundinum í Munchen í septemberlok 1938.
Þar er vísað til hins fræga fundar í Munchen, þegar Frakkar og Bretar samþykktu að Þjóðverjar legðu undir sig Súdetahéruð Tékkóslóvakíu, þar sem bjó mikill fjöldi fólks af þýzkum uppruna. Á fundinum gerði Neville Chamberlain, forsætisráðherra Breta, samning við Adolf Hitler, sem hann veifaði við heimkomuna til Bretlands og hrópaði: Friður á okkar tímum.
Sagan hefur að vísu verið ósanngjörn við Chamberlain vegna þess, að sýnt hefur verið fram á, að hann hafi gert sér skýra grein fyrir áformum Hitlers en talið nauðsynlegt að vinna tíma til þess að byggja upp hernaðarmátt Breta. Með sama hætti eru dómar um Daladier á fundinum í Munchen ósanngjarnir vegna þess að hann gerði sér jafnvel enn frekar en Bretar glögga grein fyrir áformum Hitlers og varaði mjög við þeim. Hann gafst hins vegar upp fyrir kröfu Chamberlains um samkomulag við Hitler. Á fundinum í Munchen voru fulltrúar Þjóðverja, Frakka, Ítalíu og Bretlands. Sömu þjóðir leika nú lykilhlutverk í átökunum um framtíð evrunnar, þótt Bretar séu að vísu á hliðarlínu.
En tilvísun i þessa liðnu tíð og vaxandi gagnrýni á Þjóðverja í mörgum Evrópulöndum, ekki sízt Grikklandi, þar sem ítrekað er minnt á að Þjóðverjar hafi aldrei þurft að borga Grikkjum skaðabætur vegna heimsstyrjaldarinnar síðari sýna hvað samskipti Evrópuríkjanna eru á viðkvæmum punkti. Áminning Helmut Schmidt til samlanda sinna um að tala ekki digurbarkalega í garð annarra Evrópuþjóða segir líka sína sögu.
Samskiptasaga Evrópuþjóðanna um aldir er ljót. Þær hafa farið með hernaði hver gegn annarri og framið mikil ódæðisverk. Við sáum þetta í hnotskurn á Balkanskaganunm fyrir tæpum tveimur áratugum. Manndrápin þar voru hvorki verri né betri en manndráp á vegum annarra Evrópuþjóða fyrr á árum og öldum.
Nú eru þessar þjóðir að rífast um peninga. Þjóðverjar eru orðnir ríkir aftur. Þeir eru komnir í lykilstöðu. Þeir eru mesta efnahagsveldið í Evrópu. Þess vegna er nú farið að tala um að þeir hafi náð þeim áranrgi með evruna að vopni, sem þeir hafi ekki náð með skriðdrekum. Mótsögnin í þeim umræðum er auðvitað að Þjóðverjar samþykktu að taka upp evru og fella niður eigin gjaldmiðil til að fá samþykki Frakka fyrir sameiningu þýzku ríkjanna tveggja.
Evrópusambandið var stofnað til þess að forða nýjum óförum. Hvað sem um það má segja og samstarfið um evruna hljótum við öll að vona, að þær deilur, sem nú standa yfir í Evrópu leiði ekki til nýrra átaka á milli þjóðanna þar af því tagi, sem áður hefur leitt ti ófarnaðar.
Styrmir Gunnarsson er lögfræðingur og fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins. Hann hóf störf sem blaðamaður á Morgunblaðinu 1965 og varð aðstoðarritstjóri 1971. Árið 1972 varð Styrmir ritstjóri Morgunblaðsins, en hann lét af því starfi árið 2008.
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Rússar láta Finna finna fyrir sér
Það hefur ekki farið fram hjá lesendum Evrópuvaktarinnar að umræður í Finnlandi um öryggismál Finna hafa aukizt mjög í kjölfarið á deilunum um Úkraínu. Spurningar hafa vaknað um hvort Finnar eigi að gerast aðilar að Atlantshafsbandalaginu eða láta duga að auka samstarf við Svía um öryggismál.
ESB-þingkosningar og lýðræðisþróunin
Kosningar til ESB-þingsins eru í Bretlandi og Hollandi fimmtudaginn 22. maí og síðan í hverju ESB-landinu á eftir öðru þar til sunnudaginn 25. maí. Stjórnvöld í Bretlandi og Hollandi hafa lagt áherslu á nauðsyn þess að dregið verði úr miðstjórnarvaldi ESB-stofnana í Brussel í von um að andstaða þeir...
Þjóðverjar vilja ekki aukin afskipti af alþjóðamálum
Þýzkaland er orðið öflugasta ríkið í Evrópu á ný. Þýzkaland stjórnar Evrópusambandinu. Þar gerist ekkert, sem Þjóðverjar eru ekki sáttir við. Í þessu samhengi er niðurstaða nýrrar könnunar á viðhorfi almennings í Þýzkalandi til afskipta Þjóðverja af alþjóðamálum athyglisverð en frá henni er sagt í fréttum Evrópuvaktarinnar í dag.
Þáttaskil í samskiptum NATO við Rússa - faðmlag Rússa og Kínverja - ógn í Norður-Íshafi?
Anders Fogh Rasmussen, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO) var ómyrkur í máli um Rússa á reglulegum blaðamannafundi sínum í Brussel mánudaginn 19. maí. Hann sagði að viðleitni þeirra til að sundra Úkraínu hefði skapað „algjörlega nýja stöðu í öryggismálum Evrópu“. Það sem gerðist um þess...