Innan Samfylkingarinnar binda ESB-aðildarsinnar vonir við að breyting á ríkisstjórninni 31. desember 2011 verði til þess að auðvelda ESB-aðildarviðræðunar. Margrét S. Björnsdóttir, formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar, sagði í Fréttablaðinu 2. janúar 2012: „Ráðherraskiptin eru líklega einnig forsenda þess að takist að ljúka með eðlilegum hætti samningum um aðild Íslands að ESB … “
Óljóst er hvað felst í orðunum „eðlilegum hætti“. Er leikaraskapurinn og hægferðin í viðræðunum við ESB Jóni Bjarnasyni að kenna? Leikaraskapur af því að til þessa hefur svonefnd samninganefnd Íslands opnað og lokað viðræðuköflum sem skipta í raun engu þegar til þess er litið að Ísland er aðili að evrópska efnahagssvæðinu og hefur því lagað sig að kröfum ESB á mörgum efnissviðum.
Stóð Árni Páll Árnason sem vék úr ríkisstjórninni 31. desember 2011 í vegi fyrir því að ESB-viðræðunum lyki með „eðlilegum hætti“? Árni Páll lagði sitt af mörkum fyrir kosningar 2009 þegar Samfylkingin fullyrti að á skjótan hátt mætti leiða Ísland inn í ESB. Viku fyrir þingkosningarnar 25. apríl 2009 kynnti Árni Páll eftirfarandi ESB-aðildarferli á vefsíðu Samfylkingarinnar (17. apríl 2009):
• Umsókn í maí 2009.
• Viðræður við ESB hefjast í byrjun júní 2009.
• Samningar takast á innan við 12 mánuðum.
• Samningur liggur fyrir snemma sumars 2010.
• Alþingi leggur til við ríkisstjórn að samningurinn verði fullgiltur, að fengnu samþykki þjóðarinnar í þjóðaratkvæðagreiðslu.
• Umræða um þingsályktunartillöguna á alþingi haustið 2010.
• Efni samningsins kynnt almenningi á fundum á vegum ríkisstjórnar og hagsmunaaðila.
• Þjóðaratkvæðagreiðsla snemma árs 2011.
• Aðildarsamningur samþykktur.
• Apríl 2011 frumvarp til laga um breytingu á stjórnskipunarlögum lagt fyrir alþingi.
• Sumar 2011 þingrof eftir staðfestingu stjórnarskrárbreytingar.
• Haust 2011 þingkosningar .
Varla dettur nokkrum í hug að Árna Páli hafi verið vikið úr ríkisstjórn fyrir að svíkja þetta þaulhugsaða kosningaloforð Samfylkingarinnar?
Í ársbyrjun 2012 sér ekki fyrir endann á ESB-viðræðunum. Samfylkingin lætur þó eins og ekkert hafi í skorist í heiminum frá árinu 2009. ESB er í upplausn, evran hangir á bláþræði og brottför Jóns Bjarnasonar úr ríkisstjórn Íslands tryggir að unnt verði að ljúka ESB-viðræðunum með „eðlilegum hætti“.
Það er fyrir löngu tímabært að samskipti Íslands og ESB verði færð á annan og skynsamlegri grundvöll en gert hefur verið undir stjórn Jóhönnu Sigurðardóttur, Steingríms J. Sigfússonar og Össurar Skarphéðinssonar. Alþingi getur gert það með einfaldri ályktun. Vill meirihluti þingmanna í raun að haldið sé áfram á þessari óheillabraut út í óvissuna?
Vill
Björn Bjarnason var þingmaður Sjálfstæðisflokksins frá árinu 1991 til 2009. Hann var menntamálaráðherra 1995 til 2002 og dóms- og kirkjumálaráðherra frá 2003 til 2009. Björn var blaðamaður á Morgunblaðinu og síðar aðstoðarritstjóri 1979 til 1991.
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Rússar láta Finna finna fyrir sér
Það hefur ekki farið fram hjá lesendum Evrópuvaktarinnar að umræður í Finnlandi um öryggismál Finna hafa aukizt mjög í kjölfarið á deilunum um Úkraínu. Spurningar hafa vaknað um hvort Finnar eigi að gerast aðilar að Atlantshafsbandalaginu eða láta duga að auka samstarf við Svía um öryggismál.
ESB-þingkosningar og lýðræðisþróunin
Kosningar til ESB-þingsins eru í Bretlandi og Hollandi fimmtudaginn 22. maí og síðan í hverju ESB-landinu á eftir öðru þar til sunnudaginn 25. maí. Stjórnvöld í Bretlandi og Hollandi hafa lagt áherslu á nauðsyn þess að dregið verði úr miðstjórnarvaldi ESB-stofnana í Brussel í von um að andstaða þeir...
Þjóðverjar vilja ekki aukin afskipti af alþjóðamálum
Þýzkaland er orðið öflugasta ríkið í Evrópu á ný. Þýzkaland stjórnar Evrópusambandinu. Þar gerist ekkert, sem Þjóðverjar eru ekki sáttir við. Í þessu samhengi er niðurstaða nýrrar könnunar á viðhorfi almennings í Þýzkalandi til afskipta Þjóðverja af alþjóðamálum athyglisverð en frá henni er sagt í fréttum Evrópuvaktarinnar í dag.
Þáttaskil í samskiptum NATO við Rússa - faðmlag Rússa og Kínverja - ógn í Norður-Íshafi?
Anders Fogh Rasmussen, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO) var ómyrkur í máli um Rússa á reglulegum blaðamannafundi sínum í Brussel mánudaginn 19. maí. Hann sagði að viðleitni þeirra til að sundra Úkraínu hefði skapað „algjörlega nýja stöðu í öryggismálum Evrópu“. Það sem gerðist um þess...