Hafi einhverjir þingmenn stjórnarflokkanna beðið eftir forsetakosningunum í Frakklandi og þingkosningunum í Grikklandi til þess að sjá hvort línur mundu skýrast í vandamálum evrusvæðisins eftir þær kosningar þurfa þeir ekki að bíða lengur. Línurnar eru orðnar mjög skýrar. Pólitísk upplausn á evrusvæðinu er meiri en hún hefur verið misserum saman. Það er því ekki lengur eftir neinu að bíða fyrir þingmenn á Alþingi að endurmeta afstöðu sína til aðildarumsóknarinnar.
Rökin fyrir þessari niðurstöðu eru eftirfarandi. Frá því að evrukreppan skall á af fullum krafti vorið 2010 hafa Frakkar og Þjóðverjar staðið þétt saman í aðgerðum til að bregðast við þeim vandamálum. Með kjöri Hollande í Frakklandi hefur sú staða gjörbreytzt. Hinn nýkjörni forseti hefur ýmist sagt að hann vilji endursemja um ríkisfjármálasamning ESB-ríkjanna eða talsmenn hans hafa sagt að hann vilji viðbætur við þann samning. En aðalatriðið er að þau ganga ekki í takt, Merkel og Hollande og næstu mánuði má búast við margvíslegum sviptingum í samskiptum þeirra.
Það er svo mál út af fyrir sig að það er beinlínis aumkunarvert að fylgjast með tilraunum embættismannanna í Brussel með Olli Rehn í fararbroddi til þess að laga sig að breyttum pólitískum aðstæðum innan ESB og viðra sig upp við nýja valdamenn og sjónarmið þeirra.
Til viðbótar kemur, að flokkarnir, sem báru meginábyrgð á samningum Grikklands við ESB/AGS/SE biðu afhroð í þingkosningunum í Grikklandi í gær og ljóst að pólitísk upplausn blasir við í landinu og jafnvel nýjar kosningar innan fárra mánaða.
Evrusvæðið er í meiri uplausn en áður. Evrópusambandið sjálft stendur frammi fyrir stórfelldum óleystum vanda. Það er ekkert vit í því fyrir Ísland að ganga inn í það upplausnarástand og enn minna vit í að taka upp evruna, gjaldmiðil, sem enginn veit hvaða framtíð á fyrir sér.
Hvenær fara fram meiriháttar og alvöru umræður á Alþingi um aðildarumsóknina og stöðu Íslands í umheiminum??
Styrmir Gunnarsson er lögfræðingur og fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins. Hann hóf störf sem blaðamaður á Morgunblaðinu 1965 og varð aðstoðarritstjóri 1971. Árið 1972 varð Styrmir ritstjóri Morgunblaðsins, en hann lét af því starfi árið 2008.
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Rússar láta Finna finna fyrir sér
Það hefur ekki farið fram hjá lesendum Evrópuvaktarinnar að umræður í Finnlandi um öryggismál Finna hafa aukizt mjög í kjölfarið á deilunum um Úkraínu. Spurningar hafa vaknað um hvort Finnar eigi að gerast aðilar að Atlantshafsbandalaginu eða láta duga að auka samstarf við Svía um öryggismál.
ESB-þingkosningar og lýðræðisþróunin
Kosningar til ESB-þingsins eru í Bretlandi og Hollandi fimmtudaginn 22. maí og síðan í hverju ESB-landinu á eftir öðru þar til sunnudaginn 25. maí. Stjórnvöld í Bretlandi og Hollandi hafa lagt áherslu á nauðsyn þess að dregið verði úr miðstjórnarvaldi ESB-stofnana í Brussel í von um að andstaða þeir...
Þjóðverjar vilja ekki aukin afskipti af alþjóðamálum
Þýzkaland er orðið öflugasta ríkið í Evrópu á ný. Þýzkaland stjórnar Evrópusambandinu. Þar gerist ekkert, sem Þjóðverjar eru ekki sáttir við. Í þessu samhengi er niðurstaða nýrrar könnunar á viðhorfi almennings í Þýzkalandi til afskipta Þjóðverja af alþjóðamálum athyglisverð en frá henni er sagt í fréttum Evrópuvaktarinnar í dag.
Þáttaskil í samskiptum NATO við Rússa - faðmlag Rússa og Kínverja - ógn í Norður-Íshafi?
Anders Fogh Rasmussen, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO) var ómyrkur í máli um Rússa á reglulegum blaðamannafundi sínum í Brussel mánudaginn 19. maí. Hann sagði að viðleitni þeirra til að sundra Úkraínu hefði skapað „algjörlega nýja stöðu í öryggismálum Evrópu“. Það sem gerðist um þess...