Miðvikudagurinn 21. apríl 2021

Hinir íslenzku bandamenn fjármálaveldanna í Evrópu


Styrmir Gunnarsson
9. maí 2012 klukkan 10:29

Gerry Adams, leiðtogi Sinn Féin, hins róttæka baráttuflokks fyrir sjálfstæði Írlands alls segir að Írar séu ekki byrjaðir að reisa götuvígi gegn ríkisfjármálasamningnum, sem greidd verða atkvæði um þar í landi í lok maí en hann heldur því fram að hægfara bylting sé í gangi. Kannski má nota þau orð um það, sem er að gerast í Evrópu, að þar sé eins konar bylting í gangi gegn þeirri efnahagsstefnu, sem Þjóðverjar hafa undanfarin misseri reynt að þvinga fram gagnvart öðrum evrurikjum. Í sumum tilvikum er sú bylting hægfara en í öðrum er hún kannski hraðskreiðari eins og í Grikklandi og Frakklandi.

Kjarni málsins er þó sá að í mörgum evruríkjanna er þemað það sama. Fólkið í þessum löndum sættir sig ekki við þessa stefnu, hvort sem ráðamönnum í Berlín og Brussel þykir það ljúft eða leitt. Fólkið í þessum löndum hefur nú þegar risið upp og sent fyrrverandi ráðamenn, sem gengið höfðu að kröfum Þjóðverja til síns heima. Það á við í Portúgal, Spáni, Ítalíu, Grikklandi, Írlandi, nú Frakklandi og þessi hreyfing er jafnvel farin að teygja anga sína til Hollands sbr. stöðu Gert Wilders og til Finnlands sbr. stöðu Sannra Finna.

Nú gengur hinn pólitíski armur Írska lýðveldishersins fram fyrir skjöldu og segir við Íra. Með því að hafna ríkisfjármálasamningi ESB eruð þið að hjálpa fólki í öllum þessum löndum til þess að standast kúgunaraðgerðir, sem hafa beinzt að okkur öllum.

Því verður ekki neitað að Írar voru kúgaðir til að taka á sig skuldir írsku bankanna. Ef þeir hefðu ekki gert það væru Írar ekki í þeim vandræðum, sem þeir eru nú. Og því verður ekki neitað að aðgerðirnar gagnvart Grikklandi höfðu það endanlega takmark að bjarga evrópskum bönkum, sem höfðu lánað of mikið til Grikklands.

Alþingi mundi leggja sitt lóð á þessa vogarskál með því að stöðva aðildarumsóknina að ESB. En það gerist ekki á meðan vinstri flokkarnir á Íslandi leggja svo mikla áherzlu á að standa við bakið á fjármálaöflunum í Evrópu!

Hver hefði getað ímyndað sér að þau Jóhanna Sigurðardóttir, Steingrímur J. Sigfússon og Gylfi Arnbjörnsson yrðu helztu bandamenn Deutsche Bank og annarra fjármálavelda í Evrópu??

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

Styrmir Gunnarsson er lögfræðingur og fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins. Hann hóf störf sem blaðamaður á Morgunblaðinu 1965 og varð aðstoðarritstjóri 1971. Árið 1972 varð Styrmir ritstjóri Morgunblaðsins, en hann lét af því starfi árið 2008.

 
 
Pistill

Umsóknarferli í andaslitrum - straumhvörf hafa orðið í afstöðu til ESB-viðræðna - réttur þjóðar­innar tryggður

Þáttaskil urðu í samskiptum ríkis­stjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis­ráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðu­stjóra stækkunarmála í framkvæmda­stjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...

 
Mest lesið
Fleiri leiðarar

Rússar láta Finna finna fyrir sér

Það hefur ekki farið fram hjá lesendum Evrópu­vaktarinnar að umræður í Finnlandi um öryggismál Finna hafa aukizt mjög í kjölfarið á deilunum um Úkraínu. Spurningar hafa vaknað um hvort Finnar eigi að gerast aðilar að Atlantshafsbandalaginu eða láta duga að auka samstarf við Svía um öryggismál.

ESB-þingkosningar og lýðræðisþróunin

Kosningar til ESB-þingsins eru í Bretlandi og Hollandi fimmtudaginn 22. maí og síðan í hverju ESB-landinu á eftir öðru þar til sunnudaginn 25. maí. Stjórnvöld í Bretlandi og Hollandi hafa lagt áherslu á nauðsyn þess að dregið verði úr mið­stjórnar­valdi ESB-stofnana í Brussel í von um að andstaða þeir...

Þjóðverjar vilja ekki aukin afskipti af alþjóða­málum

Þýzkaland er orðið öflugasta ríkið í Evrópu á ný. Þýzkaland stjórnar Evrópu­sambandinu. Þar gerist ekkert, sem Þjóðverjar eru ekki sáttir við. Í þessu samhengi er niðurstaða nýrrar könnunar á viðhorfi almennings í Þýzkalandi til afskipta Þjóðverja af alþjóða­málum athyglisverð en frá henni er sagt í fréttum Evrópu­vaktarinnar í dag.

Þáttaskil í samskiptum NATO við Rússa - faðmlag Rússa og Kínverja - ógn í Norður-Íshafi?

Anders Fogh Rasmussen, framkvæmda­stjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO) var ómyrkur í máli um Rússa á reglulegum blaðamannafundi sínum í Brussel mánudaginn 19. maí. Hann sagði að viðleitni þeirra til að sundra Úkraínu hefði skapað „algjörlega nýja stöðu í öryggismálum Evrópu“. Það sem gerðist um þess...

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS