Atli Gíslason og Jón Bjarnason sátu í þingflokki vinstri-grænna (VG) vorið 2009 þegar unnið var að gerð Icesave-samningsins undir forystu Steingríms J. Sigfússonar og Svavars Gestssonar. Vakti mikla athygli hve hratt þeir félagar unnu að málinu og hve mikil áhersla var lögð á að knýja fram samþykki við samninginn, helst umræðulaust 5. júní 2009. Textanum sjálfum héldu þeir Steingrímur J. og Svavar leyndum, einhver sem kom höndum yfir hann laumaði honum í ómerktu umslagi inn á fréttastofu ríkisútvarpsins 17. júní 2009.
Atli Gíslason hefur nú gefið skýringu á því hvers vegna þessi asi var á Steingrími J. og Svavari. Icesave-samningur þeirra var aðgöngumiði að stjórnarsamstarfi við Samfylkinguna..
Í tilefni af nýrri tillögu Atla og Jóns til þingsályktunar um að aðildarumsóknin að ESB verði afturkölluð og ekki verði haldið af stað að nýju án samþykkis í þjóðaratkvæðagreiðslu sem staðfestir vilja þjóðarinnar til aðildar segir Atli við Morgunblaðið 31. maí:
„Icesave-samningurinn sem var lagður fram í júní 2009 var skilgetið afkvæmi [ESB] umsóknarinnar. Samningurinn var skilyrði þess að umsóknin yrði móttekin en ekki endursend ríkisstjórninni.
Það kom flatt upp á marga að samningurinn skyldi liggja fyrir strax í júní 2009. Steingrímur J. Sigfússon sagði í apríl sama ár að það lægi ekkert á að semja. En skýringin lá í augum uppi. Samningurinn var lykill Steingríms J. að stjórnarsamstarfi og ráðherradómi og hluti af aðildarumsókninni sem aftur skýrði leyndina. Á síðari stigum málsins kom ESB með virkum hætti inn í dómsmálið fyrir EFTA-dómstólnum.“
Þessi skýring Atla kemur heim og saman við alla framgöngu ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur í Icesave-málinu. Það mátti aldrei halda málstað Íslendinga fram á þann hátt að skærist í odda við Breta og Hollendinga. Markmiðið var að halda frið svo að málið spillti ekki fyrir ESB-aðildarumsókninni.
Það er hluti af blekkingariðjunni og yfirhylmingunni í ESB/Icesave-málinu að láta eins og engin tengsl hafi verið á milli þessara mála á pólitískum vettvangi. Nú hefur Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) tekið það í sínar hendur með stuðningi framkvæmdastjórnar ESB. Štefan Füle, stækkunarstjóri ESB, talar tungum tveim um Icesave eins og annað, ESB sé ekki aðili að máli gegn Íslandi fyrir EFTA-dómstólnum til að fá Ísland dæmt heldur til að fá niðurstöðu um inntak ESB/EES-réttar!
Því betur sem rýnt er í Icesave/ESB-ferli ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingríms J. Sigfússonar þeim mun svartari verður myndin og yfirhylmingin alvarlegri. Ábyrgðin er mest hjá þingflokki Samfylkingarinnar sem setur ESB-málið enn sem skilyrði fyrir öllu sem gert er í hinu vonlausa stjórnarsamstarfi. Samfylkingarfólki er ekkert heilagt þegar að því kemur að troða þjóðinni inn í ESB, það skal gert með góðu eða illu án tillits til augljósra þjóðarhagsmuna.
Björn Bjarnason var þingmaður Sjálfstæðisflokksins frá árinu 1991 til 2009. Hann var menntamálaráðherra 1995 til 2002 og dóms- og kirkjumálaráðherra frá 2003 til 2009. Björn var blaðamaður á Morgunblaðinu og síðar aðstoðarritstjóri 1979 til 1991.
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Rússar láta Finna finna fyrir sér
Það hefur ekki farið fram hjá lesendum Evrópuvaktarinnar að umræður í Finnlandi um öryggismál Finna hafa aukizt mjög í kjölfarið á deilunum um Úkraínu. Spurningar hafa vaknað um hvort Finnar eigi að gerast aðilar að Atlantshafsbandalaginu eða láta duga að auka samstarf við Svía um öryggismál.
ESB-þingkosningar og lýðræðisþróunin
Kosningar til ESB-þingsins eru í Bretlandi og Hollandi fimmtudaginn 22. maí og síðan í hverju ESB-landinu á eftir öðru þar til sunnudaginn 25. maí. Stjórnvöld í Bretlandi og Hollandi hafa lagt áherslu á nauðsyn þess að dregið verði úr miðstjórnarvaldi ESB-stofnana í Brussel í von um að andstaða þeir...
Þjóðverjar vilja ekki aukin afskipti af alþjóðamálum
Þýzkaland er orðið öflugasta ríkið í Evrópu á ný. Þýzkaland stjórnar Evrópusambandinu. Þar gerist ekkert, sem Þjóðverjar eru ekki sáttir við. Í þessu samhengi er niðurstaða nýrrar könnunar á viðhorfi almennings í Þýzkalandi til afskipta Þjóðverja af alþjóðamálum athyglisverð en frá henni er sagt í fréttum Evrópuvaktarinnar í dag.
Þáttaskil í samskiptum NATO við Rússa - faðmlag Rússa og Kínverja - ógn í Norður-Íshafi?
Anders Fogh Rasmussen, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO) var ómyrkur í máli um Rússa á reglulegum blaðamannafundi sínum í Brussel mánudaginn 19. maí. Hann sagði að viðleitni þeirra til að sundra Úkraínu hefði skapað „algjörlega nýja stöðu í öryggismálum Evrópu“. Það sem gerðist um þess...