Í fréttum Evrópuvaktarinnar í dag kemur fram, að Danir undirbúi nú frekari fjárframlög til öryggismála á norðurslóðum og að um milljarða danskra króna sé að ræða. Þar er bæði um að ræða aukið framlag þeirra til björgunarmála á svæðinu, eftirlit með herskipaferðum, aðstaða til umhverfisverndar o.sv. frv. Jafnframt kemur fram, að um þetta sé pólitísk eining í Danmörku en á sama tíma koma fram raddir á danska þinginu um að Danir eigi að krefjast meiri hlutdeildar í auðlindatekjum Grænlendinga. Því hafnar forystumaður heimastjórnar Grænlands algerlega. Auðvitað geta Danir sagt við Grænlendinga: Við erum að leggja þessa peninga fram í ykkar þágu og eðlilegt að eitthvað komi á móti. En Grænlendngar geta svarað og sagt: Við höfum ekki beðið ykkur um þetta og þið getið dregið ykkur í hlé. Við leitum þá annarra leiða.
Þessar umræður í Danmörku um aukin framlög til öryggismála á Norðurslóðum vekja hins vegar upp spurningar um stöðu okkar Íslendinga í þessum málum.
Við erum aðilar að Norðurskautsráðinu. Við eigum mikilla hagsmuna að gæta. Þáttur í að gæta okkar hagsmuna er að við tökum einnig þátt í að byggja upp aðstöðu til leitar og björgunar í norðurhöfum og að við getum lagt eitthvað af mörkum til umhverfisverndar eða björgunaraðgerða vegna umhverfisslysa. Það getur líka verið spurning fyrir okkur, hvort við getum tekið þátt í hernaðareftirliti á þessu svæði með einhverjum hætti.
Þessar umræður hafa ekki farið fram hér að nokkru marki. Þær þurfa hins vegar að fara fram. Og við verðum að gera okkur grein fyrir því, að við getum ekki bara búizt við tekjum vegna legu lands okkar á þessu miklvæga hafsvæði. Við þurfum líka að taka á okkur einhvern kostnað.
Styrmir Gunnarsson er lögfræðingur og fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins. Hann hóf störf sem blaðamaður á Morgunblaðinu 1965 og varð aðstoðarritstjóri 1971. Árið 1972 varð Styrmir ritstjóri Morgunblaðsins, en hann lét af því starfi árið 2008.
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Rússar láta Finna finna fyrir sér
Það hefur ekki farið fram hjá lesendum Evrópuvaktarinnar að umræður í Finnlandi um öryggismál Finna hafa aukizt mjög í kjölfarið á deilunum um Úkraínu. Spurningar hafa vaknað um hvort Finnar eigi að gerast aðilar að Atlantshafsbandalaginu eða láta duga að auka samstarf við Svía um öryggismál.
ESB-þingkosningar og lýðræðisþróunin
Kosningar til ESB-þingsins eru í Bretlandi og Hollandi fimmtudaginn 22. maí og síðan í hverju ESB-landinu á eftir öðru þar til sunnudaginn 25. maí. Stjórnvöld í Bretlandi og Hollandi hafa lagt áherslu á nauðsyn þess að dregið verði úr miðstjórnarvaldi ESB-stofnana í Brussel í von um að andstaða þeir...
Þjóðverjar vilja ekki aukin afskipti af alþjóðamálum
Þýzkaland er orðið öflugasta ríkið í Evrópu á ný. Þýzkaland stjórnar Evrópusambandinu. Þar gerist ekkert, sem Þjóðverjar eru ekki sáttir við. Í þessu samhengi er niðurstaða nýrrar könnunar á viðhorfi almennings í Þýzkalandi til afskipta Þjóðverja af alþjóðamálum athyglisverð en frá henni er sagt í fréttum Evrópuvaktarinnar í dag.
Þáttaskil í samskiptum NATO við Rússa - faðmlag Rússa og Kínverja - ógn í Norður-Íshafi?
Anders Fogh Rasmussen, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO) var ómyrkur í máli um Rússa á reglulegum blaðamannafundi sínum í Brussel mánudaginn 19. maí. Hann sagði að viðleitni þeirra til að sundra Úkraínu hefði skapað „algjörlega nýja stöðu í öryggismálum Evrópu“. Það sem gerðist um þess...