Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, flytur stefnuræðu sína á Alþingi á miðvikudagskvöld og í kjölfarið fara fram umræður um hana. Það verður forvitnilegt að sjá, hvort forsætisráðherra ræðir að nokkru marki það síversnandi ástand, sem nú er innan Evrópusambandsins og hvort hún telji að það skipti nokkru máli í sambandi við aðildarumsókn Íslands. Það verður líka fróðlegt að sjá hvort talsmenn annarra flokka í þessum umræðum gera stöðu mála í Evrópu að nokkru verulegu umræðuefni.
Það er stórfurðulegt að fylgjast með því hvernig Alþingi kemur sér hjá því árum saman að ræða stærstu mál þjóðarinnar. Það á ekki við um Evrópusambandið eitt. Þótt rétt sé sem Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, hefur sagt að Evrópa logar og hefur gert um skeið hefur Alþingi ekki mátt sjá af nokkrum tíma síðustu rúm tvö ár til að ræða þá stöðu í þaula.
Þetta minnir á að þótt augljós merki væru um það sumarið 2007, að fjármálalegt óveður væri í aðsigi og reyndar viðvörunarmerki um það frá því í lok nóvember 2005 fóru engar raunverulegar umræður fram á Alþingi um það, hvort Íslandi væri einhver hætta búin af þeim sökum.
Komi það í ljós í stefnuumræðunum á miðvikudagskvöld, að þingmenn leiði stöðu mála í Evrópu enn einu sinni hjá sér, er það fyrst og fremst til marks um að þeir þingmenn sem nú sitja á þingi eru óhæfir til að gegna störfum þar. Getur verið að þeir fylgist ekki með?
Því fer fjarri að yfirlýsing Seðlabanka Evrópu um kaup á skuldabréfum Spánar og Ítalíu hafi einhverju breytt. Í ljós er komið að þeim kaupum fylgja svo harðir skilmálar og raunverulegt afsal fjárráða af hálfu þessara tveggja ríkja, að óvíst er hvort þau nýti sér þennan möguleika.
Í Þýzkalandi er svo mikil reiði yfir væntanlegum aðgerðum SE, að álitamál er hvort þær koma nokkurn tímann til framkvæmda þegar af þeim ástæðum, þar sem Þjóðverjar geta beitt neitunarvaldi á mörgum stigum málsins.
Aumingjaskapur Alþingis í þessu máli er fyrir löngu kominn á það stig að það er ekki hægt að reiðast. Það er bara hægt að harma að þannig sé komið fyrir þessari sögufrægu stofnun.
Styrmir Gunnarsson er lögfræðingur og fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins. Hann hóf störf sem blaðamaður á Morgunblaðinu 1965 og varð aðstoðarritstjóri 1971. Árið 1972 varð Styrmir ritstjóri Morgunblaðsins, en hann lét af því starfi árið 2008.
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Rússar láta Finna finna fyrir sér
Það hefur ekki farið fram hjá lesendum Evrópuvaktarinnar að umræður í Finnlandi um öryggismál Finna hafa aukizt mjög í kjölfarið á deilunum um Úkraínu. Spurningar hafa vaknað um hvort Finnar eigi að gerast aðilar að Atlantshafsbandalaginu eða láta duga að auka samstarf við Svía um öryggismál.
ESB-þingkosningar og lýðræðisþróunin
Kosningar til ESB-þingsins eru í Bretlandi og Hollandi fimmtudaginn 22. maí og síðan í hverju ESB-landinu á eftir öðru þar til sunnudaginn 25. maí. Stjórnvöld í Bretlandi og Hollandi hafa lagt áherslu á nauðsyn þess að dregið verði úr miðstjórnarvaldi ESB-stofnana í Brussel í von um að andstaða þeir...
Þjóðverjar vilja ekki aukin afskipti af alþjóðamálum
Þýzkaland er orðið öflugasta ríkið í Evrópu á ný. Þýzkaland stjórnar Evrópusambandinu. Þar gerist ekkert, sem Þjóðverjar eru ekki sáttir við. Í þessu samhengi er niðurstaða nýrrar könnunar á viðhorfi almennings í Þýzkalandi til afskipta Þjóðverja af alþjóðamálum athyglisverð en frá henni er sagt í fréttum Evrópuvaktarinnar í dag.
Þáttaskil í samskiptum NATO við Rússa - faðmlag Rússa og Kínverja - ógn í Norður-Íshafi?
Anders Fogh Rasmussen, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO) var ómyrkur í máli um Rússa á reglulegum blaðamannafundi sínum í Brussel mánudaginn 19. maí. Hann sagði að viðleitni þeirra til að sundra Úkraínu hefði skapað „algjörlega nýja stöðu í öryggismálum Evrópu“. Það sem gerðist um þess...