Ýmislegt bendir til að alda mótmæla sé að rísa á ný í Suður Evrópu. Fyrir tæpri viku voru gífurlega fjölmennar mótmælagöngur í Barcelona á Spáni. Sumir segja, að þátttakendur hafi verið sex hundruð þúsund, aðrir um ein og hálf milljón. Að einhverju leyti er þó ljóst að þau mótmæli snerust ekki bara um aðhaldaðgerðir ríkisstjórnar Spánar heldur snerust þau líka um vaxandi kröfur í Katalóníu um sjálfstæði.
Á laugardag voru mikil mótmæli í Madrid. Þangað kom fólk hvaðanæva af landinu. Fyrir þessum aðgerðum stóðu um 200 félagasamtök og verkalýðsfélög. Stjórnvöld sögðu að um 65 þúsund manns hafi verið saman komin. Spænska dagblaðið El País segir að um mörg hundruð þúsund manns hafi verið að ræða.
Athyglisvert er að lykilkrafa mótmælenda á Spáni er að fram fari þjóðaratkvæðagreiðsla í landinu um aðhaldsaðgerðir ríkisstjórnar Rajoy. Hann getur að vísu sagt að hann hafi umboð frá fólkinu eftir þingkosningar, sem fram fóru á Spáni fyrir tæpu ári. Mótmælendur segja að hann hafi breytt svo miklu frá því, sem hann hafi lofað í kosningabaráttunni að forsendur fyrir því umboði hans séu brostnar og þess vegna sé eðlilegt að þjóðin sjálf taki af skarið.
Í Portúgal komu mótmælendur saman í 40 borgum landsins. Í fréttum kemur fram að kveikjan að víðtækum mótmælum í Portúgal hafi verið sú ákvörðun stjórnar landsins að hækka framlög launþega til velferðarkerfisins en lækka framlög vinnuveitenda.
Kjarni málsins er sá, að undir niðri ólgar reiði meðal fólks í þessum löndum. Nú er krafan um að þjóðin sjálf taki ákvarðanir í eigin málum komin í sviðsljósið á Spáni.
Eru lýðræðissinnar á móti því að fólkið sjálft taki sína ákvarðanir í eigin málum?
Styrmir Gunnarsson er lögfræðingur og fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins. Hann hóf störf sem blaðamaður á Morgunblaðinu 1965 og varð aðstoðarritstjóri 1971. Árið 1972 varð Styrmir ritstjóri Morgunblaðsins, en hann lét af því starfi árið 2008.
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Rússar láta Finna finna fyrir sér
Það hefur ekki farið fram hjá lesendum Evrópuvaktarinnar að umræður í Finnlandi um öryggismál Finna hafa aukizt mjög í kjölfarið á deilunum um Úkraínu. Spurningar hafa vaknað um hvort Finnar eigi að gerast aðilar að Atlantshafsbandalaginu eða láta duga að auka samstarf við Svía um öryggismál.
ESB-þingkosningar og lýðræðisþróunin
Kosningar til ESB-þingsins eru í Bretlandi og Hollandi fimmtudaginn 22. maí og síðan í hverju ESB-landinu á eftir öðru þar til sunnudaginn 25. maí. Stjórnvöld í Bretlandi og Hollandi hafa lagt áherslu á nauðsyn þess að dregið verði úr miðstjórnarvaldi ESB-stofnana í Brussel í von um að andstaða þeir...
Þjóðverjar vilja ekki aukin afskipti af alþjóðamálum
Þýzkaland er orðið öflugasta ríkið í Evrópu á ný. Þýzkaland stjórnar Evrópusambandinu. Þar gerist ekkert, sem Þjóðverjar eru ekki sáttir við. Í þessu samhengi er niðurstaða nýrrar könnunar á viðhorfi almennings í Þýzkalandi til afskipta Þjóðverja af alþjóðamálum athyglisverð en frá henni er sagt í fréttum Evrópuvaktarinnar í dag.
Þáttaskil í samskiptum NATO við Rússa - faðmlag Rússa og Kínverja - ógn í Norður-Íshafi?
Anders Fogh Rasmussen, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO) var ómyrkur í máli um Rússa á reglulegum blaðamannafundi sínum í Brussel mánudaginn 19. maí. Hann sagði að viðleitni þeirra til að sundra Úkraínu hefði skapað „algjörlega nýja stöðu í öryggismálum Evrópu“. Það sem gerðist um þess...