Það er orðið ljóst af fréttum frá Evrópu, að ESB-ríkin stefna í tvær gjörólíkar áttir. Þjóðverjar hafa gert upp við sig að stefna að sameiningu þeirra aðildarríkja, sem vilja vera með í slíkri þróun og líta þá til kjarnaríkjanna á evrusvæðinu, sem kjarna í slíkum Bandaríkjum Evrópu. Þeir hafa gefið upp á bátinn vonir um að ríki á borð við Bretland verði með og reikna nú jafnvel með að Bretar fari sína leið með einhverjum hætti. Svo langt ganga Þjóðverjar í þessu, að Wolfgang Schauble, fjármálaráðherra Þýzkalands hefur nú sett fram hugmyndir um eins konar yfirfjármálaráðherra ESB, sem geti tugtað einstök aðildarríki til fari þau út fyrir tiltekin mörk í fjárlagagerð sinni.
Í Bretlandi vex þeim ásmeginn, sem vilja draga úr tengslum Breta við Evrópusambandið og nokkrir ráðherrar í núverandi ríkisstjórn Bretlands hafa lýst stuðningi við að Bretar pakki saman og hverfi á braut. Í þessum umræðum er jafnvel gert ráð fyrir að ríki á borð við Danmörku og Svíþjóð mundu fylgja Bretum á slíkri vegferð.
Það er að verða raunhæft að spyrja þeirrar spurningar að hvoru Evrópusambandinu Ísland er að sækja um aðild að. Er það hið innra ESB eða hið ytra ESB?
Veit íslenzka ríkisstjórnin að hvoru Evrópusambandinu hún er að sækja um aðild að? Getur verið að það Evrópusamband, sem Alþingi ákvað 2009 að sækja um aðild að verði ekki til innan fárra ára vegna þeirrar þróunar, sem er að verða í samstarfi Evrópuríkja?
Að óbreyttu er hins vegar ekki ástæða til að ætla að Alþingi ræði þessi nýju viðhorf. Slík mál teljast ekki umræðuhæf á Alþingi.
Styrmir Gunnarsson er lögfræðingur og fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins. Hann hóf störf sem blaðamaður á Morgunblaðinu 1965 og varð aðstoðarritstjóri 1971. Árið 1972 varð Styrmir ritstjóri Morgunblaðsins, en hann lét af því starfi árið 2008.
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Rússar láta Finna finna fyrir sér
Það hefur ekki farið fram hjá lesendum Evrópuvaktarinnar að umræður í Finnlandi um öryggismál Finna hafa aukizt mjög í kjölfarið á deilunum um Úkraínu. Spurningar hafa vaknað um hvort Finnar eigi að gerast aðilar að Atlantshafsbandalaginu eða láta duga að auka samstarf við Svía um öryggismál.
ESB-þingkosningar og lýðræðisþróunin
Kosningar til ESB-þingsins eru í Bretlandi og Hollandi fimmtudaginn 22. maí og síðan í hverju ESB-landinu á eftir öðru þar til sunnudaginn 25. maí. Stjórnvöld í Bretlandi og Hollandi hafa lagt áherslu á nauðsyn þess að dregið verði úr miðstjórnarvaldi ESB-stofnana í Brussel í von um að andstaða þeir...
Þjóðverjar vilja ekki aukin afskipti af alþjóðamálum
Þýzkaland er orðið öflugasta ríkið í Evrópu á ný. Þýzkaland stjórnar Evrópusambandinu. Þar gerist ekkert, sem Þjóðverjar eru ekki sáttir við. Í þessu samhengi er niðurstaða nýrrar könnunar á viðhorfi almennings í Þýzkalandi til afskipta Þjóðverja af alþjóðamálum athyglisverð en frá henni er sagt í fréttum Evrópuvaktarinnar í dag.
Þáttaskil í samskiptum NATO við Rússa - faðmlag Rússa og Kínverja - ógn í Norður-Íshafi?
Anders Fogh Rasmussen, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO) var ómyrkur í máli um Rússa á reglulegum blaðamannafundi sínum í Brussel mánudaginn 19. maí. Hann sagði að viðleitni þeirra til að sundra Úkraínu hefði skapað „algjörlega nýja stöðu í öryggismálum Evrópu“. Það sem gerðist um þess...