Föstudagurinn 30. september 2022

Leiđtogafundur ESB: Ţjóđverjar og Frakkar ósammála


Björn Bjarnason
18. október 2012 klukkan 02:33

Leiđtogar ESB-ríkjanna 27 koma saman til fundar í Brussel síđdegis í dag, fimmtudaginn 18., október. Ţeir sitja á rökstólum fram á nótt og síđan aftur á morgun. Annars vegar er látiđ í veđri vaka fyrir fundinn ađ evru-vandinn sé nćstum ţví ađ baki og hins vegar ađ nú verđi lagt á ráđin um framtíđar-skipulag ESB.

Ađ sjálfsögđu er evru-vandinn ekki ađ baki. Enginn veit enn hvernig skuldamálum Grikkja lyktar. Ţeim hafa fulltrúar ESB, Seđlabanka Evrópu og Alţjóđagjaldeyrissjóđsins ýtt á undan sér vikum og mánuđum saman. Ástćđan er ekki sú ađ skorti upplýsingar um efnahags- og ríkisfjármálastöđuna í Grikklandi. Ástćđan er hin ađ hvorki innan né utan Grikklands treysta menn sér til ađ horfast í augu viđ veruleikann eins og hann er.

Hve oft hafa ekki veriđ gefnar yfirlýsingar um ađ Grikkir verđi áfram ađilar ađ evru-samstarfinu? Óteljandi sinnum. Hvers vegna? Af ţví ađ ţađ er nauđsynlegt ađ Angela Merkel Ţýskalandskanslari og François Hollande Frakklandsforseti kyrji ţennan söng til ađ fullvissa fjárfesta og lánardrottna um ađ Grikkir verđi ekki skildir eftir á flćđiskeri. Merkel og Hollande gera ţetta ţó ekki vegna Grikkja heldur vegna ţýskra og franskra banka sem hafa lánađ Grikkjum fé.

Eitt er ađ leiđtogar Ţýskalands og Frakklands standi vörđ um hagsmuni eigin banka í Grikklandi annađ ađ samstađa sé milli Merkel og Hollandes um leiđir til ađ bjarga evrunni og skuldugum evru-ríkjum, til dćmis međ evru-bankaeftirliti eđa útgáfu evru-skuldabréfa.

Angela Merkel telur útgáfu evru-skuldabréfa flótta frá vandanum, í stađ bréfanna beri ađ breyta skipulagi og starfsreglum á evru-svćđinu. Fyrst verđi ađ breyta skipulaginu, síđan huga ađ evru-skuldabréfum. Wolfgang Schäuble, fjármálaráđherra Ţýskalands, tók undir sjónarmiđ Merkel ţriđjudaginn 16. október ţegar hann krafđist ţess ađ sérstakur framkvćmdastjóri ESB hefđi málefni evrunnar og ríkisfjármál ESB-ríkjanna 27 á sinni könnu. Ţađ yrđi ekki gert án breytinga á sáttmálum ESB.

Hollande sagđi miđvikudaginn 17. október ađ ţađ fćri ekki fram hjá sér ađ ţeir sem vildu binda sem fyrst enda á skuldakreppu evru-svćđsins vćru ţeir sem töluđu mest um aukiđ stjórnmálasamstarf ESB-ríkjanna í stađ ţess ađ huga ađ ţeim leiđum sem skiluđu árangri á skemmstum tíma.

Á međan Nicolas Sarkozy var forseti Frakklands hittust ţau Angela Merkel á fundum fyrir ESB-leiđtogafundi til ađ stilla saman strengi sína. Nú er annađ uppi á teningnum, Hollande ögrar Merkel fyrir leiđtogafundina án ţess ţó ađ ţora ađ viđurkenna ţađ eins og sjá má af frönskum blöđum. Hann segist ađeins viđra sjónarmiđ sín.

Stuđli ţetta ástand sem nú ríkir innan ESB ađ lausn mála innan ESB afsannar ţađ allar kenningar um skynsamlegar leiđir til lausnar á ágreiningi milli ríkja.

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

Björn Bjarnason var ţingmađur Sjálfstćđisflokksins frá árinu 1991 til 2009. Hann var menntamálaráđherra 1995 til 2002 og dóms- og kirkjumálaráđherra frá 2003 til 2009. Björn var blađamađur á Morgunblađinu og síđar ađstođarritstjóri 1979 til 1991.

 
 
Pistill

Umsóknarferli í andaslitrum - straumhvörf hafa orđiđ í afstöđu til ESB-viđrćđna - réttur ţjóđar­innar tryggđur

Ţáttaskil urđu í samskiptum ríkis­stjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars ţegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis­ráđherra aftenti formanni ráđherraráđs ESB og viđrćđu­stjóra stćkkunarmála í framkvćmda­stjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Ţar segir: „The Government of...

 
Mest lesiđ
Fleiri leiđarar

Rússar láta Finna finna fyrir sér

Ţađ hefur ekki fariđ fram hjá lesendum Evrópu­vaktarinnar ađ umrćđur í Finnlandi um öryggismál Finna hafa aukizt mjög í kjölfariđ á deilunum um Úkraínu. Spurningar hafa vaknađ um hvort Finnar eigi ađ gerast ađilar ađ Atlantshafsbandalaginu eđa láta duga ađ auka samstarf viđ Svía um öryggismál.

ESB-ţingkosningar og lýđrćđisţróunin

Kosningar til ESB-ţingsins eru í Bretlandi og Hollandi fimmtudaginn 22. maí og síđan í hverju ESB-landinu á eftir öđru ţar til sunnudaginn 25. maí. Stjórnvöld í Bretlandi og Hollandi hafa lagt áherslu á nauđsyn ţess ađ dregiđ verđi úr miđ­stjórnar­valdi ESB-stofnana í Brussel í von um ađ andstađa ţeir...

Ţjóđverjar vilja ekki aukin afskipti af alţjóđa­málum

Ţýzkaland er orđiđ öflugasta ríkiđ í Evrópu á ný. Ţýzkaland stjórnar Evrópu­sambandinu. Ţar gerist ekkert, sem Ţjóđverjar eru ekki sáttir viđ. Í ţessu samhengi er niđurstađa nýrrar könnunar á viđhorfi almennings í Ţýzkalandi til afskipta Ţjóđverja af alţjóđa­málum athyglisverđ en frá henni er sagt í fréttum Evrópu­vaktarinnar í dag.

Ţáttaskil í samskiptum NATO viđ Rússa - fađmlag Rússa og Kínverja - ógn í Norđur-Íshafi?

Anders Fogh Rasmussen, framkvćmda­stjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO) var ómyrkur í máli um Rússa á reglulegum blađamannafundi sínum í Brussel mánudaginn 19. maí. Hann sagđi ađ viđleitni ţeirra til ađ sundra Úkraínu hefđi skapađ „algjörlega nýja stöđu í öryggismálum Evrópu“. Ţađ sem gerđist um ţess...

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS