Föstudagurinn 13. desember 2019

„Gamla kerfið hefur verið tregt til að breyta“


Styrmir Gunnarsson
10. júlí 2013 klukkan 10:58

Í fréttum Evrópuvaktarinnar fyrir nokkrum dögum var frá því skýrt, að sennilega þyrftu Grikkir að fá meiri peninga frá samstarfsaðilum sínum á evrusvæðinu. Þeir tæpir 142 milljarðar evra, sem þeir eru ýmist búnir að fá eða eiga eftir að fá muni ekki duga til.

Hvað veldur?

Ein skýring er sú sem fram kemur í umfjöllun þýzka tímaritsins Der Spiegel um þetta mál en hún hljóðar svona:

„Gamla kerfið hefur verið tregt til að breyta og milljarðar í neyðaraðstoð hafa ekki dugað til að koma breytingum á.“

Þetta er kjarni málsins í Grikklandi, á Ítalíu, Spáni og Portúgal. Og sennilega á Írlandi, þótt með öðrum hætti sé.

Spiegel hefur eftir prófessor í hagfræði við háskóla í Aþenu að „stjórnmálakerfi okkar er eitrað“

Til marks um það er að jafnvel Antonis Samaras, forsætisráðherra, hafi látið það verða eitt sitt fyrsta verk að ráða nokkra flokksbræður úr kjördæmi sínu til starfa hjá hinu opinbera eftir að hann tók við embætti.

Það er í tízku í norðurhluta Evrópu að líta svo á, að ástandið í okkar hluta heimsins sé að þessu leyti betra en í Suður-Evrópu.

En er það svo?

Er það ekki veruleiki hér á Íslandi eins og í Grikklandi að „gamla kefið“ sé tregt til að breyta til?

Er það ekki veruleiki hér eins og í Grikklandi að flokksbræður séu ráðnir til starfa? Það er bara gert á annan veg en áður. Í stað þess að ráða þá formlega til stafa eru þeim falin svokölluð verkefni á vegum opinberra aðila.

Við eigum ekkert erindi inn í Evrópusambandið en við eigum vissulega við margvísleg sömu vandamál að etja og einstök aðildarríki Evrópusambandsins.

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

Styrmir Gunnarsson er lögfræðingur og fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins. Hann hóf störf sem blaðamaður á Morgunblaðinu 1965 og varð aðstoðarritstjóri 1971. Árið 1972 varð Styrmir ritstjóri Morgunblaðsins, en hann lét af því starfi árið 2008.

 
 
Pistill

Umsóknarferli í andaslitrum - straumhvörf hafa orðið í afstöðu til ESB-viðræðna - réttur þjóðar­innar tryggður

Þáttaskil urðu í samskiptum ríkis­stjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis­ráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðu­stjóra stækkunarmála í framkvæmda­stjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...

 
Mest lesið
Fleiri leiðarar

Rússar láta Finna finna fyrir sér

Það hefur ekki farið fram hjá lesendum Evrópu­vaktarinnar að umræður í Finnlandi um öryggismál Finna hafa aukizt mjög í kjölfarið á deilunum um Úkraínu. Spurningar hafa vaknað um hvort Finnar eigi að gerast aðilar að Atlantshafsbandalaginu eða láta duga að auka samstarf við Svía um öryggismál.

ESB-þingkosningar og lýðræðisþróunin

Kosningar til ESB-þingsins eru í Bretlandi og Hollandi fimmtudaginn 22. maí og síðan í hverju ESB-landinu á eftir öðru þar til sunnudaginn 25. maí. Stjórnvöld í Bretlandi og Hollandi hafa lagt áherslu á nauðsyn þess að dregið verði úr mið­stjórnar­valdi ESB-stofnana í Brussel í von um að andstaða þeir...

Þjóðverjar vilja ekki aukin afskipti af alþjóða­málum

Þýzkaland er orðið öflugasta ríkið í Evrópu á ný. Þýzkaland stjórnar Evrópu­sambandinu. Þar gerist ekkert, sem Þjóðverjar eru ekki sáttir við. Í þessu samhengi er niðurstaða nýrrar könnunar á viðhorfi almennings í Þýzkalandi til afskipta Þjóðverja af alþjóða­málum athyglisverð en frá henni er sagt í fréttum Evrópu­vaktarinnar í dag.

Þáttaskil í samskiptum NATO við Rússa - faðmlag Rússa og Kínverja - ógn í Norður-Íshafi?

Anders Fogh Rasmussen, framkvæmda­stjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO) var ómyrkur í máli um Rússa á reglulegum blaðamannafundi sínum í Brussel mánudaginn 19. maí. Hann sagði að viðleitni þeirra til að sundra Úkraínu hefði skapað „algjörlega nýja stöðu í öryggismálum Evrópu“. Það sem gerðist um þess...

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS