Fjármálakreppan, sem skall á Vesturlönd hausti 2008 átti upptök sín í Bandaríkjunum á árunum 2006 og 2007 en náði fjótt yfir til Evrópu. Það er hins vegar umhugsunarvert að Bandaríkin virðast hafa náð sér mun fljótar á strik en Evrópuríkin.
Á viðskiptavakt Evrópuvaktarinnar í dag eru birtar tölur sem sýna að Bandaríkin eru komin vel á veg að rétta úr kútnum. Nú stefnir í að þjóðarskuldir Bandaríkjanna verði komnar niður í 71% af vergri landsframleiðslu á árinu 2016 og fjárlagahalli minnki á þessu ári úr 1,1 trilljón dollara á síðasta ári í 642 milljarða dollara nú, sem er um 4% af vergri landsframleiðslu. Í þessu samhengi ber að hafa í huga að Bandaríkjamenn hafa ekki bara verið að fást við afleiðingar fjármálakreppunnar á fjármálafyrirtækin í Bandaríkjunum og fólkið, sem hefur verið að missa eignir sínar. Þeir hafa á sama tíma staðið frammi fyrir miklum kostnaði við hernaðaraðgerðir í Írak og í Afganistan sem Georg W. Bush, þáverandi forseti sá ekki ástæðu til að fjármagna með sérstökum hætti svo sem skattahækkunum heldur jók hann einfaldlega á fjárlagahallann.
Bandaríkin hafa náð þessum árangri með samstilltu átaki Seðlabanka Bandaríkjanna og bandaríska fjármálaráðuneytisins, þótt sumt hafi gengið upp og annað ekki af því sem gert hefur verið eins og gengur. En fjármálafyrirtækin eru að ná sér á strik og atvinnuleysi að minnka.
Í Evrópu er staðan önnur. Þar er atvinnuleysi enn gífurlegt og lítil breyting að verða á því nema til aukningar. Þar standa bankar enn höllum fæti að margra mati vegna þess, að ekki hafi verið horfst í augu við nauðsynlega endurfjármögnun þeirra. Og nú eru vaxandi vísbendingar um að aðhaldsstefnan, sem Suður-Evrópuríkin hafa verið þvinguð til og áreiðanlega ekki að ástæðulausu, sé ekki að skila þeim árangri, sem að var stefnt.
Það eru upp ótal skýringar á því hvers vegna betur hefur gengið vestan hafs en austan. Sumir benda á að í Bandaríkjunum sé eitt sameiginlegt þing og sameiginleg rikisstjórn þótt landinu sé að öðru leyti skipt upp í fjölda ríkja. Í Evrópu sé að vísu sameiginlegt þing en með takmarkað vald en engin sameiginleg ríkisstjórn og engin sameiginleg ríkisfjármálastefna.
Á sama tíma og bent er á þetta sem veikleika hjá Evrópusambandinu eru jafnvel eindregnir stuðningsmenn aðildar Bretlands að Evrópusambandinu eins og Kenneth Clarke, sem lengi hefur verið í forystusveit Íhaldsflokksins þar í landi komnir á þá skoðun að nánari samruni aðildarríkja Evrópusambandsins sé hugmynd, sem heyri fortíðinni til.
Ný ríkisstjórn á Íslandi ætlar að láta taka saman skýrslu um þróun Evrópusambandsins sjálfs. Það er ekki lítið verk og verður ekki unnið á nokkrum mánuðum. En hvað sem skýrslugerð líður er ljóst að enginn veit á þessari stundu hvert Evrópusambandið stefnir eða hvort það verður til í framtíðinni.
Umsókn Íslands um aðild að því sem enginn veit hvað er eða hvað verður er frumhlaup, sem þarf að bæta úr með því að draga umsóknina til baka.
Styrmir Gunnarsson er lögfræðingur og fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins. Hann hóf störf sem blaðamaður á Morgunblaðinu 1965 og varð aðstoðarritstjóri 1971. Árið 1972 varð Styrmir ritstjóri Morgunblaðsins, en hann lét af því starfi árið 2008.
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Rússar láta Finna finna fyrir sér
Það hefur ekki farið fram hjá lesendum Evrópuvaktarinnar að umræður í Finnlandi um öryggismál Finna hafa aukizt mjög í kjölfarið á deilunum um Úkraínu. Spurningar hafa vaknað um hvort Finnar eigi að gerast aðilar að Atlantshafsbandalaginu eða láta duga að auka samstarf við Svía um öryggismál.
ESB-þingkosningar og lýðræðisþróunin
Kosningar til ESB-þingsins eru í Bretlandi og Hollandi fimmtudaginn 22. maí og síðan í hverju ESB-landinu á eftir öðru þar til sunnudaginn 25. maí. Stjórnvöld í Bretlandi og Hollandi hafa lagt áherslu á nauðsyn þess að dregið verði úr miðstjórnarvaldi ESB-stofnana í Brussel í von um að andstaða þeir...
Þjóðverjar vilja ekki aukin afskipti af alþjóðamálum
Þýzkaland er orðið öflugasta ríkið í Evrópu á ný. Þýzkaland stjórnar Evrópusambandinu. Þar gerist ekkert, sem Þjóðverjar eru ekki sáttir við. Í þessu samhengi er niðurstaða nýrrar könnunar á viðhorfi almennings í Þýzkalandi til afskipta Þjóðverja af alþjóðamálum athyglisverð en frá henni er sagt í fréttum Evrópuvaktarinnar í dag.
Þáttaskil í samskiptum NATO við Rússa - faðmlag Rússa og Kínverja - ógn í Norður-Íshafi?
Anders Fogh Rasmussen, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO) var ómyrkur í máli um Rússa á reglulegum blaðamannafundi sínum í Brussel mánudaginn 19. maí. Hann sagði að viðleitni þeirra til að sundra Úkraínu hefði skapað „algjörlega nýja stöðu í öryggismálum Evrópu“. Það sem gerðist um þess...