Ţriđjudagurinn 3. ágúst 2021

Frumhlaup sem ţarf ađ bćta úr


Styrmir Gunnarsson
15. júlí 2013 klukkan 08:22

Fjármálakreppan, sem skall á Vesturlönd hausti 2008 átti upptök sín í Bandaríkjunum á árunum 2006 og 2007 en náđi fjótt yfir til Evrópu. Ţađ er hins vegar umhugsunarvert ađ Bandaríkin virđast hafa náđ sér mun fljótar á strik en Evrópuríkin.

Á viđskiptavakt Evrópuvaktarinnar í dag eru birtar tölur sem sýna ađ Bandaríkin eru komin vel á veg ađ rétta úr kútnum. Nú stefnir í ađ ţjóđarskuldir Bandaríkjanna verđi komnar niđur í 71% af vergri landsframleiđslu á árinu 2016 og fjárlagahalli minnki á ţessu ári úr 1,1 trilljón dollara á síđasta ári í 642 milljarđa dollara nú, sem er um 4% af vergri landsframleiđslu. Í ţessu samhengi ber ađ hafa í huga ađ Bandaríkjamenn hafa ekki bara veriđ ađ fást viđ afleiđingar fjármálakreppunnar á fjármálafyrirtćkin í Bandaríkjunum og fólkiđ, sem hefur veriđ ađ missa eignir sínar. Ţeir hafa á sama tíma stađiđ frammi fyrir miklum kostnađi viđ hernađarađgerđir í Írak og í Afganistan sem Georg W. Bush, ţáverandi forseti sá ekki ástćđu til ađ fjármagna međ sérstökum hćtti svo sem skattahćkkunum heldur jók hann einfaldlega á fjárlagahallann.

Bandaríkin hafa náđ ţessum árangri međ samstilltu átaki Seđlabanka Bandaríkjanna og bandaríska fjármálaráđuneytisins, ţótt sumt hafi gengiđ upp og annađ ekki af ţví sem gert hefur veriđ eins og gengur. En fjármálafyrirtćkin eru ađ ná sér á strik og atvinnuleysi ađ minnka.

Í Evrópu er stađan önnur. Ţar er atvinnuleysi enn gífurlegt og lítil breyting ađ verđa á ţví nema til aukningar. Ţar standa bankar enn höllum fćti ađ margra mati vegna ţess, ađ ekki hafi veriđ horfst í augu viđ nauđsynlega endurfjármögnun ţeirra. Og nú eru vaxandi vísbendingar um ađ ađhaldsstefnan, sem Suđur-Evrópuríkin hafa veriđ ţvinguđ til og áreiđanlega ekki ađ ástćđulausu, sé ekki ađ skila ţeim árangri, sem ađ var stefnt.

Ţađ eru upp ótal skýringar á ţví hvers vegna betur hefur gengiđ vestan hafs en austan. Sumir benda á ađ í Bandaríkjunum sé eitt sameiginlegt ţing og sameiginleg rikisstjórn ţótt landinu sé ađ öđru leyti skipt upp í fjölda ríkja. Í Evrópu sé ađ vísu sameiginlegt ţing en međ takmarkađ vald en engin sameiginleg ríkisstjórn og engin sameiginleg ríkisfjármálastefna.

Á sama tíma og bent er á ţetta sem veikleika hjá Evrópusambandinu eru jafnvel eindregnir stuđningsmenn ađildar Bretlands ađ Evrópusambandinu eins og Kenneth Clarke, sem lengi hefur veriđ í forystusveit Íhaldsflokksins ţar í landi komnir á ţá skođun ađ nánari samruni ađildarríkja Evrópusambandsins sé hugmynd, sem heyri fortíđinni til.

Ný ríkisstjórn á Íslandi ćtlar ađ láta taka saman skýrslu um ţróun Evrópusambandsins sjálfs. Ţađ er ekki lítiđ verk og verđur ekki unniđ á nokkrum mánuđum. En hvađ sem skýrslugerđ líđur er ljóst ađ enginn veit á ţessari stundu hvert Evrópusambandiđ stefnir eđa hvort ţađ verđur til í framtíđinni.

Umsókn Íslands um ađild ađ ţví sem enginn veit hvađ er eđa hvađ verđur er frumhlaup, sem ţarf ađ bćta úr međ ţví ađ draga umsóknina til baka.

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

Styrmir Gunnarsson er lögfrćđingur og fyrrverandi ritstjóri Morgunblađsins. Hann hóf störf sem blađamađur á Morgunblađinu 1965 og varđ ađstođarritstjóri 1971. Áriđ 1972 varđ Styrmir ritstjóri Morgunblađsins, en hann lét af ţví starfi áriđ 2008.

 
 
Pistill

Umsóknarferli í andaslitrum - straumhvörf hafa orđiđ í afstöđu til ESB-viđrćđna - réttur ţjóđar­innar tryggđur

Ţáttaskil urđu í samskiptum ríkis­stjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars ţegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis­ráđherra aftenti formanni ráđherraráđs ESB og viđrćđu­stjóra stćkkunarmála í framkvćmda­stjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Ţar segir: „The Government of...

 
Mest lesiđ
Fleiri leiđarar

Rússar láta Finna finna fyrir sér

Ţađ hefur ekki fariđ fram hjá lesendum Evrópu­vaktarinnar ađ umrćđur í Finnlandi um öryggismál Finna hafa aukizt mjög í kjölfariđ á deilunum um Úkraínu. Spurningar hafa vaknađ um hvort Finnar eigi ađ gerast ađilar ađ Atlantshafsbandalaginu eđa láta duga ađ auka samstarf viđ Svía um öryggismál.

ESB-ţingkosningar og lýđrćđisţróunin

Kosningar til ESB-ţingsins eru í Bretlandi og Hollandi fimmtudaginn 22. maí og síđan í hverju ESB-landinu á eftir öđru ţar til sunnudaginn 25. maí. Stjórnvöld í Bretlandi og Hollandi hafa lagt áherslu á nauđsyn ţess ađ dregiđ verđi úr miđ­stjórnar­valdi ESB-stofnana í Brussel í von um ađ andstađa ţeir...

Ţjóđverjar vilja ekki aukin afskipti af alţjóđa­málum

Ţýzkaland er orđiđ öflugasta ríkiđ í Evrópu á ný. Ţýzkaland stjórnar Evrópu­sambandinu. Ţar gerist ekkert, sem Ţjóđverjar eru ekki sáttir viđ. Í ţessu samhengi er niđurstađa nýrrar könnunar á viđhorfi almennings í Ţýzkalandi til afskipta Ţjóđverja af alţjóđa­málum athyglisverđ en frá henni er sagt í fréttum Evrópu­vaktarinnar í dag.

Ţáttaskil í samskiptum NATO viđ Rússa - fađmlag Rússa og Kínverja - ógn í Norđur-Íshafi?

Anders Fogh Rasmussen, framkvćmda­stjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO) var ómyrkur í máli um Rússa á reglulegum blađamannafundi sínum í Brussel mánudaginn 19. maí. Hann sagđi ađ viđleitni ţeirra til ađ sundra Úkraínu hefđi skapađ „algjörlega nýja stöđu í öryggismálum Evrópu“. Ţađ sem gerđist um ţess...

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS