Það er umhugsunarverð skilgreining á ástandinu innan Evrópusambandsins í fréttaskýringu á vefsíðu Reuters fréttastofunnar í dag. Þar er sú skoðun sett fram, að innan ESB ríki pólitísk borgarastyrjöld, sem Bretar heyji. Markmið Camerons með þeirri pólitísku borgarastyrjöld sé annars vegar að þurrka út úr vitund ESB-ríkja hugtakið „stöðugt nánari sameining“ og hins vegar hugsunina um „evrópskan þegnrétt“.
Það er hægt að heyja styrjöld með öðrum hætti en vopnum, bæði á hinum pólitíska vettvangi en ekki síður á fjármálamörkuðum og kannski má segja að sú borgarastyrjöld, sem stendur yfir innan ESB sé háð á þeim vígstöðvum tveimur. En auðvitað er mikið til í þessari greiningu Reuters. Átökin innan Evrópusambandsins eru svo mikil að það er ekki fráleitt að líkja þeim við borgarastyrjöld.
Hins vegar er kannski fullmikil einföldun að segja að Bretar einir séu árásaraðilinn í þeirri borgarastyrjöld. Það er rétt að þeir vinna markvisst að því að tryggja ákveðna hagsmuni sína með því fyrst og fremst að ná til sín á ný ákvörðunarvaldi í einstökum málum. En það stríð bliknar í samanburði við þau átök um grundvallaratriði, sem standa á milli Norðurríkjanna og Suðurríkjanna, svo að gripið sé til samlíkingar frá borgarastyrjöldinni í Bandaríkjunum á 19. öld. Sú borgarastyrjöld er augljóslega háð með peningum.
Evrópa var vígvöllur tveggja heimsstyrjalda á 20. öldinni. Evrópa var líka helzti vígvöllur kalda stríðsins, þótt það breiddist að vísu út um allan heim. Og nú lýsir ein helzta fréttastofa í okkar heimshluta þeirri skoðun að Evrópa sé enn á ný vígvöllur en að þessu sinni pólitískrar borgarastyrjaldar. Eins og allir vita geta slíkar styrjaldir orðið illvígari en aðrar og það þarf sterka pólitíska leiðtoga til að leiða slíkar styrjaldir til lykta. Það er ekki að sjá að Evrópa eigi slíka leiðtoga í dag.
En hitt er nýtt að aðilar sem standa utan slíkra vígvalla sækist eftir því að komast inn á þá eins og hópur fólks á Íslandi gerir enn.
Styrmir Gunnarsson er lögfræðingur og fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins. Hann hóf störf sem blaðamaður á Morgunblaðinu 1965 og varð aðstoðarritstjóri 1971. Árið 1972 varð Styrmir ritstjóri Morgunblaðsins, en hann lét af því starfi árið 2008.
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Rússar láta Finna finna fyrir sér
Það hefur ekki farið fram hjá lesendum Evrópuvaktarinnar að umræður í Finnlandi um öryggismál Finna hafa aukizt mjög í kjölfarið á deilunum um Úkraínu. Spurningar hafa vaknað um hvort Finnar eigi að gerast aðilar að Atlantshafsbandalaginu eða láta duga að auka samstarf við Svía um öryggismál.
ESB-þingkosningar og lýðræðisþróunin
Kosningar til ESB-þingsins eru í Bretlandi og Hollandi fimmtudaginn 22. maí og síðan í hverju ESB-landinu á eftir öðru þar til sunnudaginn 25. maí. Stjórnvöld í Bretlandi og Hollandi hafa lagt áherslu á nauðsyn þess að dregið verði úr miðstjórnarvaldi ESB-stofnana í Brussel í von um að andstaða þeir...
Þjóðverjar vilja ekki aukin afskipti af alþjóðamálum
Þýzkaland er orðið öflugasta ríkið í Evrópu á ný. Þýzkaland stjórnar Evrópusambandinu. Þar gerist ekkert, sem Þjóðverjar eru ekki sáttir við. Í þessu samhengi er niðurstaða nýrrar könnunar á viðhorfi almennings í Þýzkalandi til afskipta Þjóðverja af alþjóðamálum athyglisverð en frá henni er sagt í fréttum Evrópuvaktarinnar í dag.
Þáttaskil í samskiptum NATO við Rússa - faðmlag Rússa og Kínverja - ógn í Norður-Íshafi?
Anders Fogh Rasmussen, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO) var ómyrkur í máli um Rússa á reglulegum blaðamannafundi sínum í Brussel mánudaginn 19. maí. Hann sagði að viðleitni þeirra til að sundra Úkraínu hefði skapað „algjörlega nýja stöðu í öryggismálum Evrópu“. Það sem gerðist um þess...