Þess var minnst í Frakklandi föstudaginn 9. ágúst að sex ár voru liðin frá því að franski bankinn BNP Paribas greip til þess örþrifaráðs að loka á úttektir af ótta við að annars mundi hann riða til falls. Hinn 9. ágúst 2007 sáust þess því greinileg merki að lánakreppan á húsnæðismarkaði í Bandaríkjunum hafði neikvæð áhrif á bankakerfið í Evrópu.
Þegar þetta gerðist var Frakkinn Jean-Claude Trichet í forsæti í stjórn Seðlabanka Evrópu (SE). Hann brást við í skyndi og gaf fyrirmæli um að afgreiða allar óskir banka um lán. Á nokkrum klukkustundum dældi SE 95 milljörðum evra inn í evrópska bankakerfið. Bent var í í samanburði að eftir 11. september 2001 hefði „aðeins“ 60 milljörðum evra verið dælt inn í bankakerfið. Financial Times valdi Trichet „mann ársins 2007“ vegna þessara viðbragða.
Aðrir töldu hins vegar að þessar fjármálasviptingar sýndu að ekki væri unnt að treysta fjármála- og bankafurstum fyrir stjórn eigin mála. Þarna var stigið örlagaríkt skref á þeirri braut að kasta skuldum banka á herðar skattgreiðenda. Nú segir framkvæmdastjórn ESB að frá október 2008 til desember 2011 hafi Evrópusambandið varið 1.600 milljörðum evra (13% af vergri ársframleiðslu innan sambandsins) til að bjarga bönkum, að mestu með ábyrgðum.
Því fer víðs fjarri að bankar í Evrópu hafi áunnið sér traust á árunum sem liðin eru frá því að Jean-Claude Trichet setti peningaprentvélar SE í gang til að bjarga þeim. Þvert á móti hefur vantraust í þeirra garð aukist og leyndin í kringum þá og fjárhag þeirra að sama skapi.
Þessu höfum við Íslendingar kynnst. Eftir hrun bankanna hér veit enginn hver á tvo af þremur stærstu bönkum landsins. Þar að auki er farið með tilraunir til að selja þá sem leyndarmál af þeirri stærðargráðu að ráðherrar landsins fá aðeins að vita útlínur mála en ekki að kynnast því sem að baki býr þótt augljóst sé að umbjóðendur stjórnmálamannanna eiga mest í húfi, hið sama á við hér og annars staðar að vanda banka er á einn eða annan hátt velt yfir á skattgreiðendur að lokum.
Þeir sem héldu að ein af afleiðingum hruns bankanna yrði að leyndarhjúpnum yrði svipt af starfsemi þeirra hafa orðið fyrir miklum vonbrigðum. Hið gagnstæða hefur gerst og vald í fjármálum hefur verið flutt frá kjörnum fulltrúum í hendur embættismanna sem bera ekki ábyrgð gagnvart neinum. Á sínum tíma létu allir eins og gagnsæið myndi aukast. Það hefur reynst argasta blekking. Þvert á móti hefur vald þeirra sem starfa í skjóli óskiljanlegar leyndar aukist eins og sést af úthlutun starfsmanna Seðlabanka Íslands á gjaldeyrisleyfum.
Hér skal því haldið fram að þrátt fyrir allt talið um nauðsyn þess að bæta stjórnsýslu og auka miðlun upplýsinga svo að ekki sé talað um eftirlit eftir að skýrsla rannsóknarnefndar alþingis birtist hafi hið gagnstæða gerst. Stjórnsýslan hefur versnað til mikilla muna. Á alþingi hafa orðið svo mikil og ör mannaskipti að þar hafa menn ekki burði til að skapa þá vígstöðu sem þarf til að gæta hags almennings.
Hér er þróunin hin sama og annars staðar að hefðbundin fjölmiðlun á undir högg að sækja. Sjónarhorn þeirra sem reka fréttamiðlun á vegum ríkisins er algjörlega á skjön við hag almennings og virðist helst snúast um að hampa sjónarmiðum minnihluta.
Umtalið um nýja ríkisstjórn er á þann veg að mönnum finnst skorta forystu og stefnufestu. Vandræði stjórnarherranna eru ekki síst þau að þeir reistu sér hurðarás um öxl með hástemmdum en dýrum kosningaloforðum sem fylgja þeim eins og draugar.
Hættan er að hér á landi og annars staðar í Evrópu telji menn enn að unnt sé að „redda“ málum í anda Jean-Claude Trichets. Þegar upp er staðið er enginn bættari með slíkum brellum.
Björn Bjarnason var þingmaður Sjálfstæðisflokksins frá árinu 1991 til 2009. Hann var menntamálaráðherra 1995 til 2002 og dóms- og kirkjumálaráðherra frá 2003 til 2009. Björn var blaðamaður á Morgunblaðinu og síðar aðstoðarritstjóri 1979 til 1991.
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Rússar láta Finna finna fyrir sér
Það hefur ekki farið fram hjá lesendum Evrópuvaktarinnar að umræður í Finnlandi um öryggismál Finna hafa aukizt mjög í kjölfarið á deilunum um Úkraínu. Spurningar hafa vaknað um hvort Finnar eigi að gerast aðilar að Atlantshafsbandalaginu eða láta duga að auka samstarf við Svía um öryggismál.
ESB-þingkosningar og lýðræðisþróunin
Kosningar til ESB-þingsins eru í Bretlandi og Hollandi fimmtudaginn 22. maí og síðan í hverju ESB-landinu á eftir öðru þar til sunnudaginn 25. maí. Stjórnvöld í Bretlandi og Hollandi hafa lagt áherslu á nauðsyn þess að dregið verði úr miðstjórnarvaldi ESB-stofnana í Brussel í von um að andstaða þeir...
Þjóðverjar vilja ekki aukin afskipti af alþjóðamálum
Þýzkaland er orðið öflugasta ríkið í Evrópu á ný. Þýzkaland stjórnar Evrópusambandinu. Þar gerist ekkert, sem Þjóðverjar eru ekki sáttir við. Í þessu samhengi er niðurstaða nýrrar könnunar á viðhorfi almennings í Þýzkalandi til afskipta Þjóðverja af alþjóðamálum athyglisverð en frá henni er sagt í fréttum Evrópuvaktarinnar í dag.
Þáttaskil í samskiptum NATO við Rússa - faðmlag Rússa og Kínverja - ógn í Norður-Íshafi?
Anders Fogh Rasmussen, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO) var ómyrkur í máli um Rússa á reglulegum blaðamannafundi sínum í Brussel mánudaginn 19. maí. Hann sagði að viðleitni þeirra til að sundra Úkraínu hefði skapað „algjörlega nýja stöðu í öryggismálum Evrópu“. Það sem gerðist um þess...