Föstudagurinn 5. mars 2021

Á villigötum vegna ESB-blindu


Björn Bjarnason
20. ágúst 2013 klukkan 10:32

Hér skal áréttuð sú skoðun að þeir sem berjast fyrir aðild Íslands að Evrópusambandinu beita ekki heiðarlegum aðferðum við að halda málstað sínum að fólki. Allt frá upphafi hafa þeir neitað að viðurkenna hið rétta eðli viðræðnanna. Þær snúast ekki um sérlausnir umsóknarríkisins heldur framkvæmd á ESB-reglum sem ekki verður breytt í þágu einstakra aðildarríkja.

Aðildarsinnar eru hættir að nefna heimild Finna til að greiða meira með norðurhjaralandbúnaði en annars konar ESB-landbúnaði til að mótmæla rökum gegn kenningunni um sérlausnir Þeir nefna ekki heldur að Möltubúar fengu rétt til að veiða 1.500 lestir af fiski á smábátum innan 25 mílna við eyjar sínar. Helst halda þeir í þá staðreynd að fyrir 40 árum, árið 1973, sömdu Danir um að sérreglur skyldu gilda um eignarrétt á sumarhúsum í Danmörku. Danir óttuðust að Þjóðverjar mundu kaupa suðurhluta Jótlands við sameiginleg landamæri ef ekki yrði sett bann við því.

Þegar aðildarumsóknin komst á dagskrá ríkisstjórnar eftir kosningar 2009 kynnti Sjálfstæðisflokkurinn þá stefnu sína að ekki yrði sótt um aðild að ESB nema þjóðin samþykkti umsóknina í atkvæðagreiðslu. Alþingi hafnaði þeirri tillögu og haldið var af stað án stuðnings þjóðarinnar auk þess sem annar stjórnarflokkanna sagðist andvígur aðild þótt hann samþykkti umsókn um hana. Síðan hafa aðildarsinnar neitað að viðurkenna hið rétta eðli viðræðnanna.

ESB-stefnan galt afhroð í þingkosningunum 27. apríl 2013 með hruni Samfylkingarinnar. Flokkurinn er ekki svipur hjá sjón og honum hefur ekki tekist að ná sér á strik að kosningum loknum. Nú reyna ESB-aðildarsinnar að grafa undan samstarfi ríkisstjórnar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks með því að rangtúlka stefnu stjórnarinnar og stefnu Sjálfstæðisflokksins.

Sjálfstæðismenn samþykktu á landsfundi sínum fyrir kosningar 2013 að hætta ESB-viðræðunum og þær hæfust ekki að nýju nema þjóðin samþykkti það í atkvæðagreiðslu. Ragnheiður Ríkharðsdóttir, formaður þingflokks sjálfstæðismanna, leyfir sér að túlka þessa samþykkt á þann veg að flokkur hennar hafi samþykkt að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðildarviðræðnanna. Hún sannar með orðum sínum að ekki er til neins að reyna sættir við fólk sem haldið er ESB-blindu.

Hans Haraldsson segir á bloggi sínu þriðjudaginn 20. ágúst:

„Ríkisstjórn sem þó var að hálfu aðildarsinnuð komst ekkert áfram með inngönguferlið á síðasta kjörtímabili og sæti að völdum ríkisstjórn sem væri að fullu aðildarsinnuð og legði aðaláherslu á ferlið væri það samt veruleg áskorun að ljúka því á yfirstandandi kjörtímabili. Það er í það minnsta sjálfstæðisyfirlýsing, ef ekki stríðsyfirlýsing gangvart veruleikanum að leggja það til að ríkisstjórn sem bæði er andsnúin aðild og hefur sett sér önnur forgangsmál ljúki ferlinu á þessu kjörtímabili. Á meðan að ekki er á dagskrá að stefna á aðild af fullum krafti er allt eins hægt að bera breytingar á hornasummu þríhyrnings undir þjóðaratkvæði eins og áframhald ferlisins.“

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

Björn Bjarnason var þingmaður Sjálfstæðisflokksins frá árinu 1991 til 2009. Hann var menntamálaráðherra 1995 til 2002 og dóms- og kirkjumálaráðherra frá 2003 til 2009. Björn var blaðamaður á Morgunblaðinu og síðar aðstoðarritstjóri 1979 til 1991.

 
 
Pistill

Umsóknarferli í andaslitrum - straumhvörf hafa orðið í afstöðu til ESB-viðræðna - réttur þjóðar­innar tryggður

Þáttaskil urðu í samskiptum ríkis­stjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis­ráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðu­stjóra stækkunarmála í framkvæmda­stjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...

 
Mest lesið
Fleiri leiðarar

Rússar láta Finna finna fyrir sér

Það hefur ekki farið fram hjá lesendum Evrópu­vaktarinnar að umræður í Finnlandi um öryggismál Finna hafa aukizt mjög í kjölfarið á deilunum um Úkraínu. Spurningar hafa vaknað um hvort Finnar eigi að gerast aðilar að Atlantshafsbandalaginu eða láta duga að auka samstarf við Svía um öryggismál.

ESB-þingkosningar og lýðræðisþróunin

Kosningar til ESB-þingsins eru í Bretlandi og Hollandi fimmtudaginn 22. maí og síðan í hverju ESB-landinu á eftir öðru þar til sunnudaginn 25. maí. Stjórnvöld í Bretlandi og Hollandi hafa lagt áherslu á nauðsyn þess að dregið verði úr mið­stjórnar­valdi ESB-stofnana í Brussel í von um að andstaða þeir...

Þjóðverjar vilja ekki aukin afskipti af alþjóða­málum

Þýzkaland er orðið öflugasta ríkið í Evrópu á ný. Þýzkaland stjórnar Evrópu­sambandinu. Þar gerist ekkert, sem Þjóðverjar eru ekki sáttir við. Í þessu samhengi er niðurstaða nýrrar könnunar á viðhorfi almennings í Þýzkalandi til afskipta Þjóðverja af alþjóða­málum athyglisverð en frá henni er sagt í fréttum Evrópu­vaktarinnar í dag.

Þáttaskil í samskiptum NATO við Rússa - faðmlag Rússa og Kínverja - ógn í Norður-Íshafi?

Anders Fogh Rasmussen, framkvæmda­stjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO) var ómyrkur í máli um Rússa á reglulegum blaðamannafundi sínum í Brussel mánudaginn 19. maí. Hann sagði að viðleitni þeirra til að sundra Úkraínu hefði skapað „algjörlega nýja stöðu í öryggismálum Evrópu“. Það sem gerðist um þess...

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS