Það er óneitanlega óvenjulegt að stjórnvöld í Bandaríkjunum beini spjótum sínum jafn harkalega að bandalagsþjóð vegna stefnu hennar í efnahagsmálum, eins og bandaríska fjármálaráðuneytið hefur nú gert gagnvart Þýzkalandi og sagt er frá á viðskiptavakt Evrópuvaktarinnar í dag. Þegar á eftir fylgir efnislega sama gagnrýni frá Alþjóða gjaldeyrissjóðnum er erfitt að trúa því að um tilviljun sé að ræða og líklegra að þetta séu samræmdar aðgerðir Bandaríkjanna og yfirstjórnar Alþjóða gjaldeyrissjóðsins.
Kjarninn í gagnrýni Bandaríkjanna og AGS er í raun og veru sá, að Þjóðverjar sýni einstaka eigingirni í því hvernig þeir haldi á efnahagsmálum sínum, eigingirni sem komi svo beint niður á öðrum aðildarríkjum evrunnar.
Á sama tíma dregur Daily Telegraph þá ályktun af nýrri skýrslu eins áhrifamesta banka á Ítalíu, Mediobanca að það sé ekki lengur hægt að útiloka að Ítalía hverfi af evrusvæðinu vegna þess að aðild Ítalíu að evrunni sé ein meginástæðan fyrir því að Ítalir komist ekkert áfram.
Bandaríkin og AGS ásaka Þjóðverja um að leggja gífurlega áherzlu á að tryggja mikinn afgang af viðskiptum við önnur lönd, svo mkinn að sá afgangur hafi á síðasta ári verið meiri en Kína. Þetta geri Þjóðverjar annars vegar með áherzlu á útflutning en hins vegar með því að halda aftur af aukinni eftirspurn í Þýzkalandi.
Þegar voldugir aðilar eins og Bandaríkin og AGS koma fram með þessa gagnrýni má búast við að Miðjarðarhafsríkin, Írland og fleiri lönd muni fylgja í kjölfarið og efna til sams konar gagnrýni á Þýzkaland.
Evrópusambandið má ekki við deilum af þessu tagi innan sinna vébanda. Þær grafa undan sjálfum tilverugrunni þess.
Styrmir Gunnarsson er lögfræðingur og fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins. Hann hóf störf sem blaðamaður á Morgunblaðinu 1965 og varð aðstoðarritstjóri 1971. Árið 1972 varð Styrmir ritstjóri Morgunblaðsins, en hann lét af því starfi árið 2008.
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Rússar láta Finna finna fyrir sér
Það hefur ekki farið fram hjá lesendum Evrópuvaktarinnar að umræður í Finnlandi um öryggismál Finna hafa aukizt mjög í kjölfarið á deilunum um Úkraínu. Spurningar hafa vaknað um hvort Finnar eigi að gerast aðilar að Atlantshafsbandalaginu eða láta duga að auka samstarf við Svía um öryggismál.
ESB-þingkosningar og lýðræðisþróunin
Kosningar til ESB-þingsins eru í Bretlandi og Hollandi fimmtudaginn 22. maí og síðan í hverju ESB-landinu á eftir öðru þar til sunnudaginn 25. maí. Stjórnvöld í Bretlandi og Hollandi hafa lagt áherslu á nauðsyn þess að dregið verði úr miðstjórnarvaldi ESB-stofnana í Brussel í von um að andstaða þeir...
Þjóðverjar vilja ekki aukin afskipti af alþjóðamálum
Þýzkaland er orðið öflugasta ríkið í Evrópu á ný. Þýzkaland stjórnar Evrópusambandinu. Þar gerist ekkert, sem Þjóðverjar eru ekki sáttir við. Í þessu samhengi er niðurstaða nýrrar könnunar á viðhorfi almennings í Þýzkalandi til afskipta Þjóðverja af alþjóðamálum athyglisverð en frá henni er sagt í fréttum Evrópuvaktarinnar í dag.
Þáttaskil í samskiptum NATO við Rússa - faðmlag Rússa og Kínverja - ógn í Norður-Íshafi?
Anders Fogh Rasmussen, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO) var ómyrkur í máli um Rússa á reglulegum blaðamannafundi sínum í Brussel mánudaginn 19. maí. Hann sagði að viðleitni þeirra til að sundra Úkraínu hefði skapað „algjörlega nýja stöðu í öryggismálum Evrópu“. Það sem gerðist um þess...