Föstudagurinn 7. ágúst 2020

Steingrímur J. heldur sig viđ kattarţvottinn


Björn Bjarnason
7. nóvember 2013 klukkan 11:45

Steingrímur J. Sigfússon, fyrrv. formađur VG, hefur sent frá sér bókina Frá hruni og heim ţar sem hann fjallar um ár sín sem ráđherra í ríkisstjórn Jóhönnu Sigurđardóttur. Af ţví sem birt hefur veriđ úr bókinni um ESB-málefni má ráđa ađ Steingrímur J. sé samur viđ sig, hann hagi málum eins og hann telur sjálfum sér fyrir bestu hverju sinni.

Sjálfhverfari stjórnmálamađur en Steingrímur J. er vandfundinn á Íslandi. Hann ţreytist annars vegar ekki á ađ lýsa önnum sínum og armćđu og hins vegar er honum tamt ađ láta í ţađ skína ađ hann sé í miklu meiri metum utan lands en innan.

Rúmu ári eftir ađ ríkisstjórnin sótti um ađild ađ ESB eđa í ágúst 2010 var haft eftir Steingrími J. í fjölmiđlum:

„Ţađ er ekki ţannig ađ ţađ sé stefna ţessarar ríkisstjórnar ađ sćkja um ađild ađ Evrópusambandinu og ţađan af síđur ađ ganga í Evrópusambandiđ. Ţađ er ekki svo.“

Steingrímur sagđi ađ flokkarnir tveir sem mynduđu ríkisstjórnina hefđu ólíka stefnu í ţessum málum, en ákveđiđ hefđi veriđ ađ leggja ţađ fyrir ţingiđ hvort umsókn yrđi lögđ inn.

Ţar međ vćri framkvćmdavaldiđ bundiđ ađ ţví ađ vinna í samrćmi viđ ákvarđanir alţingis, ţangađ til annađ yrđi ákveđiđ. Ţađ bćri öllum ađ gera ađ sjálfsögđu. Ţađ ţýddi ekki ađ menn gćtu ekki haft sín sjónarmiđ uppi um ýmislegt í ţessu ferli.

Ţessi orđ féllu eftir ađ Jón Bjarnason, flokksbróđir og samráđherra Steingríms J., hafđi sagt í samtali viđ Morgunblađiđ ađ skynsamlegast vćri ađ draga ađildarumsóknina til baka. Steingrímur J. lét eins og engu skipti ađ í ágúst 2010 voru ađlögunarviđrćđurnar viđ Brusselmenn hafnar undir ţeim formerkjum ađ stefnt yrđi ađ ađild ađ ESB.

Í bók sinni segir Steingrímur J. um ţá ákvörđun ađ setja ESB-ađild á verkefnalista ríkisstjórnarinnar:

„Mín hugsun var sú ađ loks vćri ţá hćgt ađ fá einhvern botn í ţetta mál sem hafđi hangiđ svo lengi yfir okkur. Viđ skyldum bara láta á ţetta reyna.“

Krafan um ađild ađ ESB hafđi ekki „hangiđ“ lengur yfir ţjóđinni en frá hausti 2008 ţegar Samfylkingin notađi hrun fjármálakerfisins til ađ setja ađildarkröfuna á dagskrá. Geir H. Haarde, forsćtisráđherra og formađur Sjálfstćđisflokksins, samţykkti 14. nóvember 2008 ađ láta kanna afstöđu međal sjálfstćđismanna til málsins. Könnuninni lauk í janúar 2009. Meirihluti flokksmanna var andvígur ESB-ađild. Eftir ţađ sleit Samfylkingin stjórnarsamstarfi viđ Sjálfstćđisflokkinn og myndađi stjórn međ VG undir forystu Steingríms J. og međ hlutleysi framsóknarmanna á alţingi.

Sagan sýnir ađ Steingrímur J. kokgleypti ESB-stefnu Samfylkingarinnar til ađ verđa ráđherra. Ađildarkrafan var lykilatriđi af hálfu Samfylkingarinnar. Eftir ađ hafa fallist á hana hefur Steingrímur J. látiđ eins og ţađ hafi veriđ til málamynda af sinni hálfu. Hann hafi gert ţađ til ađ sýnast. Sé ţetta rétt er Steingrímur J. ekki ađeins sjálfhverfur heldur einnig óheiđarlegur stjórnmálamađur.

Allt bendir til ađ í bók Steingríms J. stundi söguhetjan sama kattarţvott og á tíma ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurđardóttur. Hann komst í slíkar ógöngur sem ráđherra ađ hann sagđi af sér formennsku í VG fyrir kosningarnar í apríl 2013. Ţađ er engin afsökun fyrir pólitískum óhćfuverkum ađ segjast hafa unniđ ţau „međ sorg í hjarta“.

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

Björn Bjarnason var ţingmađur Sjálfstćđisflokksins frá árinu 1991 til 2009. Hann var menntamálaráđherra 1995 til 2002 og dóms- og kirkjumálaráđherra frá 2003 til 2009. Björn var blađamađur á Morgunblađinu og síđar ađstođarritstjóri 1979 til 1991.

 
 
Pistill

Umsóknarferli í andaslitrum - straumhvörf hafa orđiđ í afstöđu til ESB-viđrćđna - réttur ţjóđar­innar tryggđur

Ţáttaskil urđu í samskiptum ríkis­stjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars ţegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis­ráđherra aftenti formanni ráđherraráđs ESB og viđrćđu­stjóra stćkkunarmála í framkvćmda­stjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Ţar segir: „The Government of...

 
Mest lesiđ
Fleiri leiđarar

Rússar láta Finna finna fyrir sér

Ţađ hefur ekki fariđ fram hjá lesendum Evrópu­vaktarinnar ađ umrćđur í Finnlandi um öryggismál Finna hafa aukizt mjög í kjölfariđ á deilunum um Úkraínu. Spurningar hafa vaknađ um hvort Finnar eigi ađ gerast ađilar ađ Atlantshafsbandalaginu eđa láta duga ađ auka samstarf viđ Svía um öryggismál.

ESB-ţingkosningar og lýđrćđisţróunin

Kosningar til ESB-ţingsins eru í Bretlandi og Hollandi fimmtudaginn 22. maí og síđan í hverju ESB-landinu á eftir öđru ţar til sunnudaginn 25. maí. Stjórnvöld í Bretlandi og Hollandi hafa lagt áherslu á nauđsyn ţess ađ dregiđ verđi úr miđ­stjórnar­valdi ESB-stofnana í Brussel í von um ađ andstađa ţeir...

Ţjóđverjar vilja ekki aukin afskipti af alţjóđa­málum

Ţýzkaland er orđiđ öflugasta ríkiđ í Evrópu á ný. Ţýzkaland stjórnar Evrópu­sambandinu. Ţar gerist ekkert, sem Ţjóđverjar eru ekki sáttir viđ. Í ţessu samhengi er niđurstađa nýrrar könnunar á viđhorfi almennings í Ţýzkalandi til afskipta Ţjóđverja af alţjóđa­málum athyglisverđ en frá henni er sagt í fréttum Evrópu­vaktarinnar í dag.

Ţáttaskil í samskiptum NATO viđ Rússa - fađmlag Rússa og Kínverja - ógn í Norđur-Íshafi?

Anders Fogh Rasmussen, framkvćmda­stjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO) var ómyrkur í máli um Rússa á reglulegum blađamannafundi sínum í Brussel mánudaginn 19. maí. Hann sagđi ađ viđleitni ţeirra til ađ sundra Úkraínu hefđi skapađ „algjörlega nýja stöđu í öryggismálum Evrópu“. Ţađ sem gerđist um ţess...

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS