Mánudagurinn 27. júní 2022

Á Róma-fólkið að halda áfram að hrekjast á milli landa?


Styrmir Gunnarsson
15. nóvember 2013 klukkan 10:54

Nágrannaerjur í Evrópu taka á sig nýja og nýja mynd. Í fréttum Evrópuvaktarinnar síðustu daga hefur komið fram að til er orðinn nýr stjórnmálaflokkur í Genf, sem sækir nú fram undir kjörorðinu Genf fyrir Genfarbúa. Þetta kjörorð er eki orðið til vegna þess að svo mikill fjöldi fólks hafi flutt til Genfar frá öðrum heimshornum, Asíu-Afríku eða Suður-Ameríku. Kjörorðið og velgengni flokksins byggist á því að þeim fjölgar sem starfa í Genf en eiga heima hinum megin landamæranna, sem eru skammt frá, í Frakklandi. Ætla mætti að slíkt návígi þyrfti ekki að valda úlfúð en bersýnilegt er af þessum fréttum að svo er.

Miklu alvarlegri eru þó umræður um Róma-fólkið, sem áður fyrr gekk undir nafninu sígaunar og hafa um aldir hrakist til og frá og hvergi átt sér fastan samastað, ekkert frekar en Gyðingar fyrir stofnun Ísraelsríkis.

Fyrir nokkrum dögum flutti einn af forystumönnum Verkamannaflokksins í Bretlandi, David Blunkett, fyrrum innanríkisráðherra, ræðu, þar sem hann varaði við innflutningi Róma-fólks til Bretlands frá næstu áramótum, þegar fólki frá Búlgaríu og Rúmeníu verður leyft að flytja til Bretlands. Blunkett er ekki íhaldsmaður og heldur ekki öfgasinni til hægri, hann er þingmaður og fyrrum ráðherra Verkamannaflokksins. Blunkett segir að komi einhver umtalsverður fjöldi Róma-fólks til Bretlands geti það leitt af sér óeirðir í borgarhverfum í landinu.

Í fréttum Evrópuvaktarinnar í dag er sagt frá því, að hópur Róma-fólks hafi komið sér fyrir í skógi fyrir utan Osló. Nú reynir á hin frjálslyndu norrænu velferðar-samfélög. En viðbrögð norskra stjórnvalda eru þau, í framhaldi af dómsúrskurði, að fyrirskipa fólkinu að hafa sig á brott innan viku.

Er til of mikils mælzt að Evrópuríkin sem telja sig standa öðrum framar í mannréttindamálum snúi sér að því að leysa vandamál Róma-fólksins? Er ekki kominn tími til? Eða á þetta fólk að halda áfram að hrekjast á milli landa og mæta andúð hvar sem það kemur?

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

Styrmir Gunnarsson er lögfræðingur og fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins. Hann hóf störf sem blaðamaður á Morgunblaðinu 1965 og varð aðstoðarritstjóri 1971. Árið 1972 varð Styrmir ritstjóri Morgunblaðsins, en hann lét af því starfi árið 2008.

 
 
Pistill

Umsóknarferli í andaslitrum - straumhvörf hafa orðið í afstöðu til ESB-viðræðna - réttur þjóðar­innar tryggður

Þáttaskil urðu í samskiptum ríkis­stjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis­ráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðu­stjóra stækkunarmála í framkvæmda­stjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...

 
Mest lesið
Fleiri leiðarar

Rússar láta Finna finna fyrir sér

Það hefur ekki farið fram hjá lesendum Evrópu­vaktarinnar að umræður í Finnlandi um öryggismál Finna hafa aukizt mjög í kjölfarið á deilunum um Úkraínu. Spurningar hafa vaknað um hvort Finnar eigi að gerast aðilar að Atlantshafsbandalaginu eða láta duga að auka samstarf við Svía um öryggismál.

ESB-þingkosningar og lýðræðisþróunin

Kosningar til ESB-þingsins eru í Bretlandi og Hollandi fimmtudaginn 22. maí og síðan í hverju ESB-landinu á eftir öðru þar til sunnudaginn 25. maí. Stjórnvöld í Bretlandi og Hollandi hafa lagt áherslu á nauðsyn þess að dregið verði úr mið­stjórnar­valdi ESB-stofnana í Brussel í von um að andstaða þeir...

Þjóðverjar vilja ekki aukin afskipti af alþjóða­málum

Þýzkaland er orðið öflugasta ríkið í Evrópu á ný. Þýzkaland stjórnar Evrópu­sambandinu. Þar gerist ekkert, sem Þjóðverjar eru ekki sáttir við. Í þessu samhengi er niðurstaða nýrrar könnunar á viðhorfi almennings í Þýzkalandi til afskipta Þjóðverja af alþjóða­málum athyglisverð en frá henni er sagt í fréttum Evrópu­vaktarinnar í dag.

Þáttaskil í samskiptum NATO við Rússa - faðmlag Rússa og Kínverja - ógn í Norður-Íshafi?

Anders Fogh Rasmussen, framkvæmda­stjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO) var ómyrkur í máli um Rússa á reglulegum blaðamannafundi sínum í Brussel mánudaginn 19. maí. Hann sagði að viðleitni þeirra til að sundra Úkraínu hefði skapað „algjörlega nýja stöðu í öryggismálum Evrópu“. Það sem gerðist um þess...

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS