Það er nánast ótrúlegt að lesa fréttir um yfirlýsingar Viviane Reding, sem sæti á í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins á fundi í London. Hún fullyrti að almenningur í Bretlandi gæti ekki tekið upplýsta ákvörðun um afstöðuna til ESB vegna þess að umræður í Bretlandi væru svo brenglaðar. Hún fagnaði því að 70% af löggjöf Breta kæmi frá Brussel. Hún fullyrti að þjóðaratkvæðagreiðsla í Bretlandi um ESB gæti ekki verið trúverðug.
Á hvaða leið er það fólk í forystu Evrópusambandsins, sem talar á þennan veg? Hvernig leyfa skrifstofumenn í Brussel sér að tala til einstakra aðildarríkja ESB með þessum hætti?
Það er mikið um það rætt í almennum umræðum í einstökum aðildarríkjum Evrópusambandsins að forystusveit Evrópuríkjanna í víðækri merkingu þess orðs sé búin að missa allt jarðsamband. Sá veruleiki birtist m.a. í mikilli fylgisaukningu flokka á borð við Þjóðfylkinguna í Frakklandi, Valkost fyrir Þýzkaland, Frelsisflokkinn í Hollandi o.fl. Ummæli Viviane Reding eru eins konar staðfesting á því að þessi veruleikafirring ráðamanna í Brussel er til staðar. Hrokinn í yfirlýsingum hennar er yfirgengilegur.
Málflutningur af þessu tagi er til marks um að það er nauðsynlegt fyrir almenning í Evrópu að hrista rækilega upp í yfirstjórn Evrópusambandsins. Hún er farin að ganga of langt og lítur bersýnilega á sig sem ríki í ríkinu. Þegar svo er komið er nauðsynlegt að lýðræðið, almannaviljinn, taki af skarið og segi: Hingað og ekki lengra.
Það hefur enginn kjörið Viviane Reding til þeirra starfa, sem hún nú gegnir. Það er tiltölulega fámennur hópur, sem hefur ráðið þeim ráðum. Ráðamenn í aðildarríkjum ESB gera sér sjálfir grein fyrir því að þannig er það. Þess vegna sýna þeir nú viðleitni til að styrkja lýðræðislegt umboð framkvæmdastjórnarinnar og mátti greinilega ekki seinna vera.
Evrópusambandið varð til sem viðleitni Evrópuþjóða til að setja niður deilur sín í milli, sem m.a. urðu til vegna þess að óðir einræðisherrar voru á ferð. Það bandalag Evrópuríkja, sem þannig varð til má ekki breytast í andhverfu sína.
Styrmir Gunnarsson er lögfræðingur og fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins. Hann hóf störf sem blaðamaður á Morgunblaðinu 1965 og varð aðstoðarritstjóri 1971. Árið 1972 varð Styrmir ritstjóri Morgunblaðsins, en hann lét af því starfi árið 2008.
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Rússar láta Finna finna fyrir sér
Það hefur ekki farið fram hjá lesendum Evrópuvaktarinnar að umræður í Finnlandi um öryggismál Finna hafa aukizt mjög í kjölfarið á deilunum um Úkraínu. Spurningar hafa vaknað um hvort Finnar eigi að gerast aðilar að Atlantshafsbandalaginu eða láta duga að auka samstarf við Svía um öryggismál.
ESB-þingkosningar og lýðræðisþróunin
Kosningar til ESB-þingsins eru í Bretlandi og Hollandi fimmtudaginn 22. maí og síðan í hverju ESB-landinu á eftir öðru þar til sunnudaginn 25. maí. Stjórnvöld í Bretlandi og Hollandi hafa lagt áherslu á nauðsyn þess að dregið verði úr miðstjórnarvaldi ESB-stofnana í Brussel í von um að andstaða þeir...
Þjóðverjar vilja ekki aukin afskipti af alþjóðamálum
Þýzkaland er orðið öflugasta ríkið í Evrópu á ný. Þýzkaland stjórnar Evrópusambandinu. Þar gerist ekkert, sem Þjóðverjar eru ekki sáttir við. Í þessu samhengi er niðurstaða nýrrar könnunar á viðhorfi almennings í Þýzkalandi til afskipta Þjóðverja af alþjóðamálum athyglisverð en frá henni er sagt í fréttum Evrópuvaktarinnar í dag.
Þáttaskil í samskiptum NATO við Rússa - faðmlag Rússa og Kínverja - ógn í Norður-Íshafi?
Anders Fogh Rasmussen, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO) var ómyrkur í máli um Rússa á reglulegum blaðamannafundi sínum í Brussel mánudaginn 19. maí. Hann sagði að viðleitni þeirra til að sundra Úkraínu hefði skapað „algjörlega nýja stöðu í öryggismálum Evrópu“. Það sem gerðist um þess...