Í ljós er komið að aldrei hefur verið nein alvara af hálfu Evrópusambandsins og Noregs að viðurkenna Ísland sem fullgilt strandríki í viðræðum um skiptingu á heiladaraflamarki á makríl á Norðaustur-Atlantshafi.
Íslensk stjórnvöld hafa um nokkurt árabil sent fulltrúa til viðræðna um stjórn strandríkja á makrílveiðum. Við upphaf þátttöku Íslands sat við völd ríkisstjórn sem gekk á eftir Brusselmönnum með grasið í skónum. Hún leit þannig á að ágreiningurinn um makríl spillti stöðu sinni í ESB-aðildarviðræðunum. Ríkisstjórninni þótti miklu skipta að ekki yrði aukið á aðildarvandann með ágreiningi um makríl. Með því pólitíska hugarfari var setið að viðræðum um makríl fram að stjórnarskiptum vorið 2013.
Viðræðufundir um makríl hafa verið fjölmargir vegna veiðanna á vertíðinni árið 2014 og hafa íslensku fulltrúarnir lýst sig fúsa til að fallast á tillögu ESB um 11,9% hlutdeild Íslands í aflanum enda verði tekið mið af ráðgöf fiskifræðinga. Eftir að síðasta fundi með þátttöku Íslendinga lauk í Edinborg miðvikudaginn 5. mars lá í loftinu að tvennt kæmi í veg fyrir samkomulag: reiði Norðmanna yfir því að samið yrði af hálfu Íslands og ESB um hlutdeild í 100 þúsund tonna aflakvóta Grænlendinga auk þess sem Norðmenn vildu veiðar umfram ráðgjöf fiskifræðinga.
Miðvikudaginn 12. mars var sagt frá því að fulltrúar ESB, Færeyja og Noregs hefðu samið um skiptingu á 1.240.000 tonna veiðikvóta á makríl árið 2014 og skipt honum á milli sín en skilið 15,6% eftir til skiptanna milli Grænlands, Íslands og Rússlands auk þess að bjóða Íslendingum aðild að samningnum ef þeir vildu. Samningur strandríkjanna þriggja er til fimm ára og með honum má segja að klukkan hafi verið færð til baka um fimm ár, það er til 2009 þegar þessi þrjú strandríki Færeyjar, Noregur og ESB skiptu aflanum á milli sín og litu á Íslendinga sem óvelkomið aðskotadýr.
Fiskifræðingar hafa gefið þau ráð að á árinu 2014 verði veidd 890.000 tonn af makríl. ESB gekk fram undir þeim merkjum að virða ætti þeirra ráð en samkomulagið sem kynnt hefur verið brýtur gegn þeim. Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, segir meðal annars um hið nýja samkomulag:
„Þannig hefur það þróast að Evrópusambandið gekk á bak orða sinna og hefur í stað þess að standa við það samkomulag sem Ísland og ESB náðu á grundvelli sjálfbærra veiða skrifað undir samning við Noreg og Færeyjar sem einn og sér stuðlar að veiðum langt umfram ráðgjöf, og þá eru ekki teknar með veiðar Íslands, Grænlands og Rússlands. Þannig er ljóst að heildarveiðin getur farið meira en 50% fram úr ráðgjöf.“
Í hinu nýja samkomulagi strandríkjanna þriggja felst sú breyting fyrir Ísland að það er ekki lengur óvelkomið heldur velkomið aðskotadýr og ekki er lengur talað um 10% hlutdeild ríkja utan samkomulagsins heldur 15,6%. Virðist það eiga að ráðast af því hvernig Grænlendingar, Íslendingar og Rússar skipta þessum afla á milli sín hvort tekið verði á móti Íslendingum í strandþjóða hópinn.
Íslensk stjónvöld hafa ekki verið svipt réttinum til að taka einhliða ákvörðun um leyfilegt aflamagn makríls innan íslenskrar lögsögu. Þennan rétt eiga þau að nota og heimila veiðar eins og þau hafa áður gert. Þau eiga ekki að sætta sig við að sitja skör lægra en en stjórnvöld annarra strandríkja. Að teknum þessum ákvörðunum er tímabært að greina og velta fyrir sér hvað gerðist á lokastigum makrílviðræðnanna og draga lærdóm af því. Eitt er kristaltært: ESB sýnir Íslendingum hvorki vinsemd né skilning í sjávarútvegsmálum.
Björn Bjarnason var þingmaður Sjálfstæðisflokksins frá árinu 1991 til 2009. Hann var menntamálaráðherra 1995 til 2002 og dóms- og kirkjumálaráðherra frá 2003 til 2009. Björn var blaðamaður á Morgunblaðinu og síðar aðstoðarritstjóri 1979 til 1991.
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Rússar láta Finna finna fyrir sér
Það hefur ekki farið fram hjá lesendum Evrópuvaktarinnar að umræður í Finnlandi um öryggismál Finna hafa aukizt mjög í kjölfarið á deilunum um Úkraínu. Spurningar hafa vaknað um hvort Finnar eigi að gerast aðilar að Atlantshafsbandalaginu eða láta duga að auka samstarf við Svía um öryggismál.
ESB-þingkosningar og lýðræðisþróunin
Kosningar til ESB-þingsins eru í Bretlandi og Hollandi fimmtudaginn 22. maí og síðan í hverju ESB-landinu á eftir öðru þar til sunnudaginn 25. maí. Stjórnvöld í Bretlandi og Hollandi hafa lagt áherslu á nauðsyn þess að dregið verði úr miðstjórnarvaldi ESB-stofnana í Brussel í von um að andstaða þeir...
Þjóðverjar vilja ekki aukin afskipti af alþjóðamálum
Þýzkaland er orðið öflugasta ríkið í Evrópu á ný. Þýzkaland stjórnar Evrópusambandinu. Þar gerist ekkert, sem Þjóðverjar eru ekki sáttir við. Í þessu samhengi er niðurstaða nýrrar könnunar á viðhorfi almennings í Þýzkalandi til afskipta Þjóðverja af alþjóðamálum athyglisverð en frá henni er sagt í fréttum Evrópuvaktarinnar í dag.
Þáttaskil í samskiptum NATO við Rússa - faðmlag Rússa og Kínverja - ógn í Norður-Íshafi?
Anders Fogh Rasmussen, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO) var ómyrkur í máli um Rússa á reglulegum blaðamannafundi sínum í Brussel mánudaginn 19. maí. Hann sagði að viðleitni þeirra til að sundra Úkraínu hefði skapað „algjörlega nýja stöðu í öryggismálum Evrópu“. Það sem gerðist um þess...